Vikan


Vikan - 26.07.1990, Síða 23

Vikan - 26.07.1990, Síða 23
vegg salarins og skildi einungis lág kaðalgirð- ing hann frá áhorfendum. Hvorki hafði hann borð fyrir framan sig eða pall undir stól sínum. Hann hafði sjálfur tekið upp þetta fyrirkomulag fyrir allmörgum árum og því varð ekki hnikað. Frú Zingli stóð fyrir aftan hann innan kaðal- girðingarinnar ásamt foreldrum sínum, nán- ustu ættingjar Zinglis heitins, tveir virðulegir svissneskir herramenn, sem litu út eins og efnaðir kaupmenn, og þar stóð Anna Otterer líka ásamt systur sinni. Við hlið frú Zingli stóð barnfóstra og hélt á drengnum. Réttarhöldin hófust á dálitlum forleik. Þegar Anna leit barnið hrópaði hún upp yfir sig og þá vildi drengurinn ólmur komast til hennar, braust um og grét I örmum barnfóstrunnar. Dómarinn lét þá fara með barnið út úr réttar- salnum. Þá var frú Zingli boðið fram að ganga. Hún flutti mál sitt af tilgerð nokkurri og bar lítinn klút hvað eftir annað að augum sér á meðan hún skýrði frá því hvernig soldátar keisarans hefðu rifið barnið úr faðmi hennar þegar þeir ruddust inn í húsið til að ræna og rupla. Um kvöldið hefði svo vinnukonan komið heim til foreldra hennar og skýrt frá því - bersýnilega I þeim til- gangi að verða sér úti um drykkjupeninga - að barnið væri enn I húsinu. Þá hefði eldabuskan verið send til að sækja barnið en ekki fundiö það og gerði hún, frú Zingli, ráð fyrir að þá hefði þessi kvensnift (og hún benti á Önnu) náð því á sitt vald í þeim tilgangi að fá greitt nokkurt iausnargjald. Og þessa fjárkúgunar- bragðs mundi hún eflaust hafa freistað fyrr eða síðar hefði barnið ekki verið tekið frá henni. Þá spurði dómarinn frú Zingli hvort það væri óhugsandi að hún hefði hlaupist frá barninu í skelfingunni sem greip hana þegar soldátarnir ruddust inn. Frú Zingli sperrti upp vatnsblá augu sín furðu lostin og móðguð og kvaðst alls ekki hafa hlaupist á brott frá barninu. Dollinger dómari ræskti sig og spurði hvort hún áliti að sú móðir fyrirfyndist sem gæti hlaupist á brott frá sínu eigin barni. Nei, það taldi hún óhugsandi. Taldi hún þá ekki, spurði dómarinn, að hver móðir, er samt sem áður gerðist sek um það, ætti skilið að vera strýkt á beran bossann með hvað mörgum kjólum sem hún skýldi honum? Því lét frú Zingli ósvarað og dómarinn bauð Önnu, fyrrverandi vinnukonu hennar, að standa fyrir máli sínu. Hún gekk rösklega fram og endurtók lágri röddu það sem hún hafði áður sagt við yfirheyrslurnar. Um leið var eins og hún væri stöðugt að hlusta eftir einhverju og hvað eftir annað varð henni litið fram til dyra þar sem barnið hafði verið borið út úr salnum. Það var eins og hún óttaðist að ef til vill gréti það enn. Hún kvaðst hafa farið heim til föðurbróður frú Zingli kvöldið sem soldátarnir réðust inn í borgina og ekki ætlað að þora heim aftur af ótta við þá. Dollinger gamli greip fram í fyrir henni og kvað það ekki neinum vafa bundið að það hefði verið að minnsta kosti ein manneskja ( borginni sem ekki hefði verið líkt því eins blauðgeðja og hinar. Kvaðst hann fagna því þar sem það sannaði að ein manneskja að minnsta kosti hefði haldið skynsemi sinni. Því næst flutti hann langa tölu sem sannaði bæði lærdóm hans og orðkynngi og lýsti loks yfir því að vitnaleiðslum væri lokið og hefðu þær ekki borið neinn árangur. Þá gerði hann langa þögn og lét sem hann vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Hann svipaðist um ( salnum rétt eins og hann vænti þess að ein- hver áheyrenda kæmi með eitthvert ráð til að fá úr málinu skorið. Loks varp hann þungt öndinni og tók enn til máls: „Það hefur ekki fengist sannað hvor sé hin rétta móðir barnsins. Það er hörmulegt barns- ins vegna. Maður heyrir þess á stundum getið að feðurnir hlaupist frá allri ábyrgð og vilji ekki kannast við börn sín, þessir ræflar, en hér er um að ræða tvær mæður sem gera kröfur til sama barnsins. Rétturinn hefur leyft þeim að tala eins og þurfa þótti, hvora um sig í fimm mínútur venju samkvæmt, og komist að þeirri niðurstöðu að þær Ijúgi báðar eins og þær eru langar til. En nú verðum við líka að taka tillit til barnsins; það verður að fá sína réttu móður. Og nú verðum við að fá úr því skorið hvor þeirra það sé, án þess að láta þýðingarlaust þvaður rugla dómgreind okkar.“ Hann kallaði háum rómi á réttarvörðinn og bauð honum að ná í krítarmola. „Dragðu nú hring á gólfið, það stóran að þrjár manneskjur geti staðið inni í honum," skipaði dómarinn. Réttarvörðurinn laut niður og dró krítarhring- inn á gólfið eins og fyrir hann var lagt. „Komið nú inn með barnið!" Það var gert og drengurinn fór þegar að gráta og heimtaði að fá að fara til Önnu. Doll- inger gamli lét sem hann tæki ekki eftir skæl- um drengsins en hækkaði raustina til að yfir- gnæfa þær. „Það próf, sem nú verður gripið til, hef ég lesið um í gamalli bók og það er talið harla öruggt. Það byggist einfaldlega á því að fram komi hvor beri meiri kærleik til barnsins og sé því þess rétta móðir. Réttarvörður, farðu með barnið inn í hringinn." Réttarvörðurinn tók grátandi drenginn úr örmum fóstrunnar og setti hann inn fyrir hringinn. Þá sneri dómarinn sér að þeim, frú Zingli og Önnu, og mælti enn. „Farið þið nú báðar inn í hringinn, takið sín í hvora hönd barnsins og þegar ég segi „Nú“ reynið þið hvor um sig að draga barnið út fyrir. Sú ykkar sem ann því meira tekur og meira á til að ná barninu til sín.“ Þær stigu báðar inn í hringinn og tóku hvor í sína hönd drengsins. Það varð grafarþögn ( salnum. Jafnvel drengurinn hætti að gráta eins og hann hefði eitthvert hugboð um hvað til stóð. Hann starði tárvotum augum á Önnu. „Nú!“ kallaði dómarinn. Frú Zingli kippti hart í hönd drengsins og rykkti honum út fyrir hringinn. Anna horfði á, undrandi og ráðþrota. Hún hafði óðara sleppt takinu af ótta við að drengurinn kynni að verða fyrir meiðslum ef þær toguðust á um hann. Dollinger gamli reis úr sæti sínu. „Þá vitum við hvor þeirra er hin rétta móðir drengsins," mælti dómarinn hárri röddu. „Tak- ið barnið af kerlingarvarginum. Hún hefði látið sér á sama standa þó að það væri slitið sundur!" Svo kinkaði hann kolli til Önnu um leið og hann flýtti sér út úr salnum til að snæða morg- unverð. Það sögðu bændur þarna, þeir sem enn áttu einhvern snefil af kímni í fórum sínum, að dómarinn hefði litið hýrt til Önnu í laumi þegar hann dæmdi hana rétta móður drengsins. □ 15TBL. 1990 VIKAN 23

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.