Vikan


Vikan - 26.07.1990, Síða 24

Vikan - 26.07.1990, Síða 24
AGATHA CHRISTIE TÝNCA, ERFEASKRAIN % M andamálið, sem ungfrú Violet \ m Marsh lagði fyrir okkur, var fremur \ í skemmtileg tilbreyting frá þessum \m venjulegu störfum. Poirot hafði w fengið stuttaralegt og formlegt bréf frá stúlkunni, þar sem hún bað hann um viðtal, og í svarbréfinu hafði hann sagt henni að koma til sín klukkan ellefu daginn eftir. Hún mætti stundvíslega - og reyndist vera há, lagleg ung kona, látlaus en snyrtileg í klæðaburði, djarfleg og viðskiptamannsleg í framkomu. Sýnilega kona sem ætlaði sér að komast áfram í veröldinni. Ég er ekkert hrifinn af þessum svokölluðu nútimakonum og þó hún væri svona snotur var ég henni ekkert hlynntur svona fyrirfram. - Mál mitt er fremur óvenjulegs eðlis, mon- sieur Poirot, hóf hún máls þegar hún hafði tek- ið sér sæti. - Það er best að byrja á byrjuninni og segja yður alla málavexti. - Gjörið svo vel, mademoiselle. - Ég er foreldralaus. Faðir minn var annar af tveimur sonum sjálfseignarbónda á lítilli jörð í Devonshire. Jöröin var léleg og eldri bróðir- inn, Andrew, fluttist til Ástralíu. Þar gekk hon- um mjög vel og hann varð ríkur maður á land- sölu. Roger, yngri bróðirinn, var ekkert hneigð- ur fyrir búskap. Honum tókst að afla sér ofur- lítillar menntunar og fékk skrifstofustöðu hjá litlu fyrirtæki. Hann kvæntist dálítið upp fyrir sig; móðir mín var dóttir fátæks listamanns. Faðir minn dó þegar ég var sex ára gömul. Og þegar ég var fjórtán ára fylgdi móðir mín á eftir honum í gröfina. Einasti ættingi minn á lífi var Andrew frændi, sem þá var nýkominn frá Ástralíu og hafði keypt litla jörð, Crabtree Manor, í heimalandi sínu. Hann var foreldra- lausu barni bróður síns ákaflega góður, tók mig til sín og fór á allan hátt með mig sem sína eigin dóttur. Þrátt fyrir nafnið er Crabtree Manor ekkert höfuðból, aðeins gamall sveitabær. Búskapur var frænda í blóð borinn og hann hafði ákaf- lega mikinn áhuga á ýmsum nýjum tilraunum í búskaparháttum. Þó hann væri elskulegheitin 24 VIKAN 15TBL. 1990

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.