Vikan


Vikan - 26.07.1990, Blaðsíða 27

Vikan - 26.07.1990, Blaðsíða 27
- Hvílíkt fífl ég hef verið! hrópaði hann. - Þrefalt fífl! Aldrei skal ég framar gorta af litlu gráu heilafrumunum mínum! - Það er að minnsta kosti gott, sagði ég geðvonskulega. - En hvað er eiginlega um að vera? Poirot skipti sér ekkert af mér, fremur en venjulega þegar hann var uppfullur af sínum eigin hugmyndum. Heimilisreikningarnir - ég tók þá alls ekki með í reikninginn! Já, en hvar? Hvar? Það skiptir reyndar ekki máli, mér getur ekki skjátlast. Við verðum að snúa við undir eins. Það var hægara sagt en gert. Okkur tókst að ná í hægfara lest til Exeter og þaðan tók Poirot leigubll. Við komum aftur til Crabtree Manor í dögun. Ég ætla ekki að lýsa því hve rugluð Bakerhjónin voru þegar okkur hafði að lokum tekist að vekja þau. Poirot hirti ekki um neitt annað en stikaði beint inn í skrifstofuna. - Ég hef ekki aðeins verið þrefalt fífl heldur þrjátlu og sex sinnum fffl, sagði hann með lítil- læti. - Líttu nú á! Hann gekk rakleiðis að skrifborðinu, kippti lyklinum úr og losaði umslagið frá honum. Ég starði á hann með opinn munninn. Hvernig gat hann vænst þess að finna heilt erfðaskrár- eyðublað í þessu örlitla umslagi? Hann opnaði umslagið af mikilli varkárni og sléttaði úr því. Svo kveikti hann upp eld og bar innra borð umslagsins að logunum. Að nokkrum mínútum liðnum fóru daufir stafir að koma í Ijós. - Sjáðu, monami7 hrópaöi Poirot sigri hrós- andi. Ég skoðaði miðann. Á honum stóðu aðeins nokkrar línur, með daufu letri, þar sem Marsh lýsti því yfir að hann arfleiddi frænku sína, Violet Marsh, að öllum eigum sínum. Miðinn var dagsettur 25. mars kl. 12.30 og vottaður af Albert Pike bakara og Jessie Pike húsfrú. - En er þetta plagg löglegt? spurði ég. - Eftir því sem ég best veit er það ekki laga- lega rangt að skrifa erfðaskrá sína með bleki sem er ósýnilegt þangað til það er borið að hita. Tilgangur arfleiðandans er augljós og það er einasti ættinginn hans á lífi sem nýtur góðs af þessu. En sá var snjall! Hann sá fyrir hvert skref sem leitandinn mundi taka - og ég var svo mikill bannsettur bjáni að hegða mér sam- kvæmt áætlun hans. Hann fær sér tvö eyðu- blöð fyrir erfðaskrána, lætur þjónustufólkið skrifa tvisvar undir, rubbar svo upp erfðaskrá sinni innan á óhreint umslag og hefur þessa blekblöndu sína í pennanum þegar hann skrif- ar hana. Undir einhverju yfirskini fær hann bakarann og konu hans til að skrifa nöfn sín undir nafnið hans, festir miðann við lykilinn að borðinu sfnu og það hlakkar í honum. Ef frænka hans sér í gegnum þetta litla bragð hans er hún þar með búin að réttlæta lífsstefnu sína og sína miklu menntun og henni eru pen- ingar hans guðvelkomnir. - En hún sá ekki í gegnum þetta, eða var það? sagði ég hægt. - Þetta virðist fremur ósanngjarnt. Það var ( raun og veru gamli maðurinn sem sigraði. - Nei, nei, Hastings. Nú læturðu skynsem- ina hlaupa með þig í gönur. Ungfrú Marsh sannaði gagnsemi æðri menntunar fyrir konur og skarpar gáfur sínar með því að fá mér mál- ið undir eins f hendur. Leitið alltaf til sérfræð- inganna. Hún hefur ríkulega sannað rétt sinn til auðæfanna. Ég er í vafa - ákaflega miklum vafa - um hvernig Andrew Marsh hefði litið á málið! □ WILLY BREINHOLST er sennilega einn víölesn- asti höfundur Dana um þessar mundir. Bráðfyndn- ar baekur hans, þar sem sögusviðið er heimili hans og hann er sjálfur í aðal- hlutverki, hafa verið þýddar á fjölda tungumála. Þetta eru bækur eins og Vandinn að vera pabbi, Kysstu konuna þína og fleiri. Eft- ir hann liggja líka einhver lifandis býsn skemmtilegra smásagna og hafa margar þeirra verið birtar hér í Vikunni enda er Island eitt af uppáhaldslöndunum hans. Það er alltaf stutt í grínið hjá honum og ímyndunaraflið virðist vera óþrjótandi. Þegar Jean Dupont hafði þurrkað varalitinn af barmi vínglassins, kastað öllum rósrauðu sígarettu- stubbunum inn í ofninn og látið grunsamlega ilmvatnsangandi silki- vasaklút fara sömu leiðina þóttist hann þess fullviss að nú væri ekkert eftir. Honum varð litið á klukkuna á arinhillunni. Jacquelina var vænt- anleg heim eftir tíu mínútur. Hann hló lágt. Þetta var allt í lagi, allt eins og það átti að vera. Þetta var hinn alfullkomni glæpur- eða réttara sagt hið alfullkomna ástarævintýri. Cleo hét hún og hann elskaði hana. Hann kipptist við, leit um öxl. Hvaðan barst þessi rödd? Það var eins og hann kannaðist við hana. Hver ætlaði að Ijóstra upp leyndar- málinu hans? Páfagaukurinn? Jú, auðvitað hlaut það að vera páfagaukurinn. Jean varð funheitt, síðan nístingskalt og loks funheitt aftur. - Ég elska þig, Cleo! - Que Diable, bölvaði Jean á sinni frönsku og steytti hnefann að páfagauknum. - Ef þú heldur ekki kjafti, kvikindið þitt, skal ég snúa þig úr hálsliðnum! Prenez garde! Eitt andartók stóð hann þarna frammi fyrir páfagaukskvikindinu og hugsaði sitt ráð. Og skyndilega datt honum víst eitthvað gott í hug því að hann brá sér fram í eldhúsið. Þaðan kom hann með handfylli sína af sykurmolum sem hann kastaði inn í búrið til páfagauksins. - Og nú heldurðu þérsaman, skilurðu það! - Qui, monsieur! svaraði páfagaukurinn á sinni frönsku og tók að stegla í sig sykurinn. Dyrabjöllunni var hringt. Jean varð skrýtinn til augnanna en það er einkenni á frönskum eiginmönnum þegar þeir hafa slæma sam- visku. Hann tók þó í sig kjark og gekk til dyra. Og þar var Jacquelina hans komin. - Hefur þér ekki leiðst, vinurinn? - Nei-ei. Nei, ég hef setið heima á kvöldin oa lesið dagblöðin. Hann gaf páfagaukskvikindinu hornauga. Hann hafði hámað i sig allan molasykurinn. - Ég elsk ... byrjaði hann. Jean var ekki seinn á sér að kasta nokkrum sykurmolum til viðbótar inn í búrið til hans. Og páfagaukurinn þagnaði. - Þú skammast þín svo sem ekkert fyrir að notfæra þér að ég er ekki í sem þægilegastri aðstöðu, kvikindiö þitt! þrumaði Jean yfir hausamótunum á páfagauknum þegar Jacquelina skrapp eitthvað afsíðis. - En það máttu vita að ef þú þegir ekki eins og steinn sný ég af þér hausinn. - Ég elska þig, Cleo! æpti páfagaukurinn og lét sér hvergi bregða. Jean hækkaði í útvarpinu og tók auk þess að syngja sjálfur fullum hálsi svo að Jacque- lina heyrði ekki í fuglskrattanum. Svo tók hann nokkra sykurmola upp úr vasa sínum og kast- aði í skyndi inn í búrið. - Gerðu það nú fyrir mig, greyið mitt, að halda þér saman. Sko - vitanlega meina ég ekkert með því þótt ég segist ætla að snúa af þér hausinn! Þú hlýtur að geta tekið gríni, ha? Kvöldið eftir heppnaðist Jean Dupont að bregða sér út í bæ. - Viðskiptaerindi, sagði hann við Jacque- linu. Hann átti stefnumót við Cleo í Café de la Paix. - Þú kemur nokkuð seint, varð Jacquelinu að orði þegar hann kom heim. - Já, þetta tók lengri tíma en ég hafði búist við. Að svo mæltu tók hann sér sæti í þægileg- um stól og fór að líta yfir blöðin. Páfagaukurinn prílaði um inni í búrinu sínu. Og svo tók hann tii máls: - Ég elsk... Jean stakk hendinni í vasann í skyndi. Hvar í fjáranum voru sykurmolarnir? Jæja, páfa- gaukskvikindið var þó þagnað, hvernig sem á þeirri guðslukku stóð. Þegar hann hafði loks fundið sykurmolana og ætlaði að lauma þeim inn í búrið til hans sá hann hvers kyns var. Það var Jacquelina sem hafði stungið hand- fylli af sykurmolum að kvikindinu. □ 15TBL. 1990 VIKAN 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.