Vikan


Vikan - 26.07.1990, Page 29

Vikan - 26.07.1990, Page 29
allt án yðar hjálpar. Ég gæti þulið meira yflr yður. Ég segi yður það í fullri hrein- skilni og sannleika að ég álít hegðun mína bæði glæpsamlega og ósiðlega. En hvaða gagn er að því að segja það sem allir vita? Þér ættuð heldur að segja mér hvað ég á að gera en að hella yflr mig útþvældu og einskisnýtu orðskrúði. — Ég hef sagt yður það — farið burtu! - Eins og yður er mæta vel kunnugt hef ég farið fimm sinnum og alltaf snúið við á miðri leið. Ég hef ekki nógu mikið vilja- þrek til að fara ífá yður! Ég á í baráttu — hræðilegri baráttu, en hvern íjandann stoðar það ef mótstöðuaflið vantar, ef ég er veikgeðja - bleyða! Ég get ekki barist við náttúruna! Skiljið þér það? Ég get það ekki! Ég fer af stað héðan en hún heldur í mig og togar mig til baka. Fyrirlitlegt, við- bjóðslegt veiklyndi! Ilyin sótroðnaði, spratt upp og gekk ffarn og aftur fyrir ffaman bekkinn. - Ég hata og fyrirlít sjálfan mig! tautaði hann og kreppti hnefana. - Drottinn minn! Ég leita ástar hjá konu annars manns, skrifa heimskuleg bréf eins og skóladrengur, niðurlægi sjálfan mig...ó! Uyin þrýsti báð- um höndum að höfði sér, emjaði og settist niður. — Og svo uppgerð yðar og óhreinskilni! hélt hann áffam með beiskju. — Ef yður mislíkar þessi viðbjóðslega ffamkoma mín hvers vegna komið þér þá hingað? Hvað var það sem dró yður hingað? í bréfúm mínum bað ég yður aðeins um ákveðið, ótvírætt svar - já eða nei, en í stað þess að svara beint komið þér í kring þessum „til- viljunar“-samfundum okkar á hverjum degi og hughreystið mig svo með stílabók- ar-spakmælum! Frú Lubyantsev varð skelfd og roðnaði. Hún varð skyndilega gripin þeirri óþæg- indakennd sem grípur heiðvirðar konur þegar komið er að þeim óklæddum að óvörum. — Þér virðist haldinn þeim grun að ég hafl yður að leiksoppi, sagði hún lágt. — Ég hef alltaf geflð yður ákveðið svar og — að- eins í dag bað ég yður... — Ó! Eins og bænir stoði nokkuð í slík- um sökum! Ef þér hefðuð einhvern tíma sagt skýrt og skorinort: — Farið burtu! væri ég farinn fyrir löngu. En þér hafið aldrei geflð mér ákveðið svar. Undarlegt ístöðu- leysi! Já, sannarlega; annaðhvort hafið þér mig að leiksoppi, eða... Ilyin hallaði höfðinu fram á kreppta hnefana og þagnaði. Sofia Petrovna fór að hugleiða framkomu sína gagnvart honum allt ffá byrjun. Hún mundi að ekki aðeins í framkomu heldur einnig í leyndustu hugs- unum sínum hafði hún alltaf sett sig upp á móti ástleitni Ilyins; en þó fann hún að það var brot af sannleika í orðum lögfræðings- ins. En þar sem hún gat ekki gert sér ljósa grein fyrir í hverju sannleikurinn væri fólginn gat hún ekki svarað ásökunum Ily- ins, hversu fegin sem hún vildi. Það var óþægilegt að þegja og því sagði hún og yppti öxlum um leið: — Það virðist þá vera mér að kenna. — Ég ásaka yður ekki fyrir óhreinskilni yðar, stundi Ilyin. — Það var ekki meining- in með orðum mínum...ÓhreinskiIni yðar er eðlileg og í samræmi við eðli hlutanna. Ef mennirnir yrðu á eitt sáttir og yrðu allt í einu einlægir hver við annan færi allt til fjandans. Sofla Petrovna var ekki í skapi til að fást við heimspekilegar hugleiðingar en hún var ánægð yfir þeirri stefnubreytingu sem samtalið hafði tekið og spurði: — Hvers vegna? — Af því að aðeins villtar konur og dýr eru hreinskilin. Undir eins og menningin fæddi af sér kröfúr um þægindi, eins og til dæmis kvenlegar dyggðir, var hreinskilnin ekki viðeigandi... Ilyin stakk stafnum reiðilega í sandinn. Frú Lubyantsev hlustaði á hann og henni féllu orð hans vel í geð þó að hún skildi ekki margt af því sem hann sagði. Það sem ANTON CHEKOV var sonarsonur rússnesks þræls og var uppi á árun- um 1860 til 1904. Árið 1878 hóf tiann læknis- fræðinám við Moskvuhá- skóla og lauk prófi árið 1884. Ekki stundaði hann þó lækningar mjög lengi því að smám saman áttu ritstörf hug hans allan. Til að byrja með skrifaði hann nær eingöngu léttar og smellnar smásög- ur sem nutu mikilla vinsælda en árið 1887 samdi hann fyrsta leikrit sitt, Ivanov. Tíu árum síðar varð hann berklaveikur og bjó upp frá því á Krímskaga eða erlendis. Meðal frægustu leikrita hans eru Mávurinn, Vanja frændi, Þrjár systur og Kirsuberjagarðurinn. hún var mest hrifin af var að svo gáfaður maður skyldi tala við hana, óbreyttan kvenmann, um svo heimspekileg og and- leg málefni. Hún hafði einnig mikla ánægju af að horfa á svipbrigðin á fjörlegu, ungu andlitinu sem enn þá var fölt og reiðilegt. Það fór margt fýrir ofan garð og neðan hjá henni af því sem hann sagði en hún dáðist af þeirri heillandi dirfsku sem ein- kennir nútímamanninn í hiklausri rann- sókn hans á vandamálum lífsins og hinum djörfú niðurstöðum þeirra rannsókna. Henni varð skyndilega ljós sú óþægilega staðreynd að hún dáðist að honum. — Fyrirgefið mér, ég skil yður ekki, sagði hún í flýti. — Hvað fær yður til að tala um óhreinskilni? Ég endurtek bón mína; verið mér góður, sannur vinur, Iátið mig í ffiði! Ég bið yður þess í fúllri alvöru! — Gott og vel, ég skal reyna það enn einu sinni, sagði Ilyin og stundi. — Ég er fús til að gera allt sem ég get. Aðeins efast ég um getu mína. Hvort sem ég hleypi af kúlu í gegnum hausinn á mér eða leggst í óreglu verður útkoman sú sama. Það eru takmörk fýrir öllu — einnig fyrir baráttunni gegn náttúrunni. Segið mér, hvernig er hægt að berjast gegn geðveiki? Ef þér drekkið, hvernig getið þér þá barist gegn áhrifum áfengisins? Hvað á ég að gera þeg- ar mynd yðar er vaxin inn í sálu mlna og stendur mér dag og nótt ljóslifandi fýrir sjónum eins og fúrutréð þarna? Segið mér, hvað get ég gert til þess að Iosna úr þessu vesæla, viðbjóðslega ástandi þar sem hugs- anir mínar, óskir og draumar eru ekki framar á valdi sjálfs mín heldur einhvers djöfúls sem tekið hefur sér bústað í mér? Ég elska yður, elska yður svo heitt að ég hef algerlega misst stjórn á sjálfúm mér. Ég hef yfirgefið atvinnu mína, allt, sem mér er kært, ég hef gleymt guði mínum! Ég hef aldrei á ævi minni verið svo óstjórnlega ástfanginn. Sofia Petrovna hafði ekki búist við að samtalið mundi taka þessa stefnu. Hún hörfaði undan Ilyin og horfði á hann með skelfingu. Augu hans fýlltust tárum, varirn- ar skulfu og svipurinn var biðjandi, hungr- aður. — Ég elska yður, hvíslaði hann, færði sig nær og horfði í stór, óttaslegin augu hennar. — Þér eruð svo fallegar! Ég kvelst núna en ég sver að ég mundi vilja sitja hérna alla ævi mína, þjást og horfa í augu yðar. En — talið ekki, ég sárbið yður! Sofia Petrovna var algerlega utan við sig og reyndi í ofboði að finna upp eitthvað til þess að stöðva þennan orðaflaum. Ég fer, hugsaði hún með sjálfri sér en áður en hún fékk tíma til að hreyfa sig var Ilyin lagstur á hné frammi fýrir henni. — Hann greip utan um hné hennar, starði framan í hana og talaði, ástríðuþrungið í æsingu, orðin flæddu af vörum hans. í óttanum og fátinu heyrði hún ekki hvað hann sagði. Á þessu augnabliki, þegar hné hennar fúndu þenn- an notalega þrýsting eins og í volgu baði, var hún að reyna, í eins konar gremjufúllri þrjósku — að skýra og skilja sínar eigin til- finningar. Hún var reið yfir því að í staðinn fýrir að fyllast dyggðugri vandlætingu varð hún algerlega yfirbuguð af magnleysi, deyfð og tómleika, eins og ósjálfbjarga, drukkinn maður. Aðeins innst í sálu henn- ar var örlítið brot af sjálfsvitund hennar með illgirnislegar aðdróttanir: — Hvers vegna ferðu ekki? Er þetta eins og vera ber? Já? Hún gat ekki skilið, ekki fundið neina skýringu á hvers vegna hún dró ekki að sér höndina sem Ilyin hélt í dauðahaldi eins og blóðsuga og hvers vegna hún leit skyndilega til beggja hliða, eins og Ilyin, til þess að vita hvort nokkur sæi þau. Skýin og fúrutrén stóðu hreyfingarlaus, horfðu á þau með þögulli ásökun. Varðmaðurinn stóð eins og stólpi á hryggnum og virtist horfa á bekkinn. — Ég held hann megi glápa, hugsaði Sofia Petrovna. - En - en, hlustið á mig, sagði hún að lokum með örvæntingarröddu. — Hvar endar þetta allt saman? — Ég veit það ekki, ég veit það ekki, hvíslaði hann og bandaði frá sér þessari óþægilegu spurningu. Þau heyrðu hása, falska tóna lestar- flautunnar. Við þetta kalda, óviðkomandi hljóð hversdagsleikans áttaði Sofia Petr- ovna sig. Hún reis á fætur. — Ég get ekki verið hér lengur. Ég þarf að fara heim. Lestin er að koma. Andrey er með henni. Hann þarf að fá matinn sinn. Sofia Petrovna leit yfir að járnbrautinni, eldrauð í ffarnan. Eimvagninn skreið hægt framhjá, svo komu vagnarnir. Það var ekki áætlunarlestin eins og hún hafði búist við heldur flutningalest. Flutningavagnarnir runnu ffamhjá, með hvíta kirkjuna að baki, í langri halarófu eins og dagar í mannsævi og þeir virtust aldrei ætla að taka enda. En að lokum hvarf síðasti vagninn með varð- manninum og ljósinu á bak við trén. Sofía 15 TBL. 1990 VIKAN 29

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.