Vikan - 26.07.1990, Qupperneq 33
EDGAR ALLAN POE
0Bandaríski rithöfundurinn
Edgar Allan Poe er ekki
aðeins talinn brautryðjandi
í glæpasagnaritun heldur
er hann líka einhver fræg-
asti hryllingssagnahöfund-
ur allra tíma. Hann fæddist
i Boston árið 1809 og dó,
illa farinn af drykkjuskap og
eiturlyfjanotkun, árið 1849. Þótt hann hafi verið
vinsæll rithöfundur og afburða Ijóðskáld var
hann oftast nær fremur efnalítill og þjáðist auk
þess af geðveiki af og til. Margar hryllingsmynd-
ir hafa verið gerðar eftir verkum hans, svo sem
Hrafninn, Pytturinn og pendúllinn, Kviksetning,
Morðin í Líkhúsgötu og fleiri.
Æk morgun á ég aö deyja og þess vegna
w\ ætla ég aö létta á samviskunni og
festa á blað hina geigvænlegu
sögu mfna. Ég krefst þess ekki að
# » þið trúið mér en ég er ekki brjál-
aður og mig er ekki að dreyma. Ég ætla að
leggja fram fyrir augu veraldar greinargerð um
það sem hefur gerst - Ijóst og í stuttu máli og
skýringalaust. Líf mitt kann að sýnast hafa
verið hversdagslegt og viðburðalaust en sjálf-
um mér hefur það verið ógn og örvænting ...
Frá barnæsku hef ég verið talinn mildur og
skapþýður. Ég var svo viðkvæmur og hjarta-
góður að kunningjar mínir ertu mig fyrir það.
Mér þótti ákaflega vænt um skepnur og annað-
ist af mikilli hugulsemi þær sem foreldrar mínir
gáfu mér. Fórnaði öllum mínum frístundum
fyrir þær og aldrei leið mér eins vel og þegar
ég var að gæla við þær og gefa þeim. Dýrin
voru líka mesta ánægja mín eftir að ég komst
upp. Þeir sem sjálfir hafa átt hygginn og trygg-
an hund munu geta skilið hvernig tilfinningar
manns geta orðið til slíkrar skepnu.
Ég giftist ungur og var svo heppinn að eign-
ast konu sem var líkt skapi farin og ég. Þegar
hún fann hve vænt mér þótti um húsdýrin út-
vegaði hún fleiri. Við áttum alifugla, gullfiska,
fallegan hund, kanínur, lítinn apa og venjuleg-
an húskött.
Kötturinn var einstaklega stór og fallegur,
kolsvartur og afbragðs vitur. Konan mín var í
eöli sínu mjög hjátrúarfull og hvenær sem við
töluðum um hve gáfaður kötturinn væri fór hún
að tala um gömlu þjóðtrúna um að nornir og
galdramenn breyttust í svarta ketti þegar þeir
hrykkju upp af. En varla mun henni þó hafa
verið full alvara. Ég læt þessa getið því að mér
datt það I hug einmitt núna.
Kötturinn hét Plútó. Hann var uppáhaldið
mitt. Það var aðeins ég sem gaf honum að éta
og hann elti mig um húsið, hvar sem ég fór.
Það var meira að segja erfitt að láta hann ekki
elta sig þegar ég fór út.
Árin liöu. Skaplyndi mitt breyttist nokkuð til
verri vegar með árunum. Ég skammast mín
fyrir að játa þetta. Ég drakk, það var meinið.
Með hverjum deginum varð ég dulari, ónota-
legri, ónærgætnari og kærulausari um tilfinn-
ingar annarra. Ég talaði eins og hrotti við kon-
una mína og barði hana meira að segja
stundum. Og húsdýrin, sem mér hafði alltaf
þótt svo vænt um, fengu líka að kenna á
skapsmunum mínum. Ég vanrækti ekki aðeins
að hirða þau heldur fór ég illa með þau líka. Ég
bar þó enn svo mikla virðingu fyrir Plútó að ég
píndi hann ekki en kanínurnar og apinn og
jafnvel hundurinn fengu að kenna á mér þegar
ég skeytti skapi mínu á þeim.
Loks var ég orðinn svo illa lyntur að ég fór að
skeyta skapi mínu á Plútó. Þá var hann líka
farinn að verða gamall og örvasa.
Eina nóttina kom ég mjög drukkinn heim úr
einni kránni í bænum. Þá fannst mér kötturinn
forðast mig. Ég greip í hann - mjög harkalega.
Hann varð hræddur og glefsaði laust í höndina
á mér. Og þá varð ég undir eins hamslaus af
bræði. Það var líkast og öll heilbrigð skynsemi
flýði mig. í staðinn fylltist ég djöfullegri fúl-
mennsku sem stafað hefur af áfenginu. Ég titr-
aði allur af bræði, dró sjálfskeiðinginn upp úr
vasanum, opnaði hann, greip um hálsinn á
vesalings kettinum og stakk með köldu blóði úr
honum annað augað.
Ég roðna þegar ég skrifa um þetta djöfullega
heiftarverk - það fer hrollur um mig og svitan-
um slær út á mér.
Morguninn eftir, þegar ég hafði sofið úr mér
og hafði vitkast aftur, var ég bæði sneyptur og
með samviskubit út af þessum glæþ sem ég
hafði framið. Þó gagntók þetta mig ekki.
Skynlaus
skepna,
eftirmynd þeirrar
sem ég hafði
drepið — mállaus
skepna, bakaði
mér, sem þó var
fæddur í guðs
mynd, óbærilegar
þjáningar!
Kötturinn lifði þetta af. Tóm augnatóttin var
að vísu hræðilega Ijót en kötturinn virtist ekki
kveljast lengur. Hann gekk um húsið eins og
hann var vanur en lagði hræddur á flótta hve-
nær sem hann sá mig. Það var meir en skiljan-
legt. Ég var enn svo hugsjúkur út af þessu að
mér leið ilia að verða fyrir þessum viðbjóði af
hálfu skeþnu, sem áður hafði þótt vænt um
mig. En þessi tilfinning breyttist smám saman í
ergelsi og síðan öfugsnúið hatur. Það var þetta
sem olli tortímingu minni að lokum.
Það er afar undarlegt með þessa undirvit-
undarlöngun eftir að kvelja sjálfan sig og
fremja ranglæti aðeins ranglætisins vegna. Ég
knúðist ósjálfrátt til þess að fullgera þaö
hermdarverk sem ég hafði byrjað í vesalings
skeþnunni. Einn morguninn renndi ég að yfir-
lögðu ráði snöru um hálsinn á kettinum og
hengdi hann upp í tré. Já, ég hengdi hann með
tárin í augunum og með nístandi samvisku-
kvölum - hengdi hann einmitt vegna þess að
ég vissi að honum þótti vænt um mig - af því
að ég vissi að ég hafði ekki snefil af ástæðu til
að hata hann.
Nóttina eftir þennan hraklega verknað vakn-
aði ég við hróp:
- Eldur í húsinu! Það brennur!
Húsið stóð í björtu báli og minnstu munaði
að við brynnum inni. Það brann til kaldra kola
og ég missti allt sem ég átti í veröldinni.
Frá þeim degi greip mig botnlaus örvænting.
Ég skal ekki fullyrða að samband hafi verið
milli illverknaðar míns og húsbrunans. Ég segi
aðeins frá því sem geröist og ætla ekki að
draga neitt undan. Daginn eftir brunann kom
ég að rústinni. Allir veggirnir voru hrundir nema
einn. Það var þunnur skilrúmsveggur um það
bil í miðju húsinu. Höfðalagið á rúminu mínu
hafði staðið upp við þennan vegg. Múrhúðin á
veggnum hafði víðast hvar staðist hitann, lík-
lega af því að hún var svo til ný. Fjöldi fólks
hafði hópast að þessum vegg og ýmsir virtust
skoða nokkurn hluta hans mjög ítarlega. Ég
heyrði ýmis orð á stangli, svo sem „einkenni-
legt“ og „merkilegt". Þetta gerði mig forvitinn
svo að ég fór nær og nú sá ég eitthvað sem
líktist gríðarstórum ketti á múrnum. Og það var
hægt að sjá að kötturinn var meö snöru um
hálsinn.
Þegar ég kom auga á þessa draugamynd -
annað gat það ekki verið, aö minni skoðun -
greip mig angist og hræðsla. En svo fór ég að
hugleiða að kötturinn hafði verið hengdur úti í
garðinum, talsverðan spöl frá húsinu. Þegar
verið var að hrópa að eldur væri í húsinu voru
margir þar í kring. Kannski hafði einhver komið
auga á hengda köttinn, skorið hann niður og
fleygt honum inn um opinn gluggann, eflaust til
að vekja mig. Síðan höfðu veggirnir hrunið
saman og kötturinn pressast upp að skilrúminu
og inn í múrhúðina, sem ekki var vel þurr enn,
og hitinn og ammoníakið í hræinu svo gert
þessa mynd í kalkið.
Ég gat þannig gert mér eðlilega skýringu á
þessu en vegna þess að ég hafði svo vonda
samvisku gat ég ekki gleymt myndinni, gat
ekki losað mig við þessa draugamynd. Oft
vakti hún i mér eitthvað sem ekki var iðrun
heldur eins konar sorg yfir að hafa misst
skepnuna. Á drykkjukránum, sem ég heimsótti
daglega, fór ég að svipast um eftir nýjum ketti
sem helst átti að vera sem líkastur þeim fyrri.
Eitt kvöldið sat ég í hálfgerðri vímu á sérlega
illa þokkuðum stað og tók þá eftir einhverju
svörtu sem lá uppi á brennivíns- eða romm-
tunnu. Ég fór þangað, þuklaði á því og fann að
þetta var köttur, mjög stór - fyllilega eins stór
og Plútó og mjög líkur honum nema aö einu
leyti. Á Plútó hafði hvergi verið hvítur díll en
þessi köttur var með hvítan blett sem náði yfir
nærri því alla bringuna.
Þegar ég snerti við honum stóð hann undir
eins upp, fór að mala, neri sér upp að hendinni
á mér og sýndi greinilega aö hann var ánægð-
ur með að ég skyldi skipta mér af honum.
Þarna hafði ég fundið það sem ég leitaði að.
Ég bað gestgjafann um að selja mér köttinn.
Hann sagðist ekki mega selja hann. Hann vissi
ekki hver átti hann og hafði aldrei séð hann
áður.
Ég klappaði kettinum og þegar ég bjó mig til
að fara heim vildi hann elta mig. Ég leyfði hon-
um það og við og við á leiðinni beygði ég mig
til að strjúka honum. Þegar viö komum heim lét
hann undir eins eins og hann væri heima hjá
sér. Konunni minni þótti vænt um hann frá
fyrstu stundu.
Frh. á næstu opnu
15TBL. 1990 VIKAN 33