Vikan - 26.07.1990, Qupperneq 46
Æk llir þyrptust [ kringum Bermutier
dómara. Hann var aö segja skoðun
sína á St. Cloud málinu. Þetta dul-
arfulla mál haföi verið aöalum-
# V ræöuefni Parísarbúa í heilan
mánuö. Enginn gat áttaö sig á því.
Bermutier hallaði sér upp aö arninum, vitn-
aði í sönnunargögnin og ræddi ýmis viðhorf til
málsins, án þess að komast aö niöurstööu.
Nokkrar konur höföu staðið upp til aö ganga
nær honum og nú störöu þær á andlit dómar-
ans sem var að útskýra svo mikilvægt mál.
Þær titruðu og skulfu af ótta og forvitni - af
þessari áköfu og óseðjandi löngun í eitthvað
hræöilegt sem ásækir sál allra kvenna. Ein,
sem var enn fölari en hinar, sagöi þegar hlé
varö á umræðunum:
- Þetta er hræðilegt. Það er næstum yfir-
náttúrlegt. Sannleikurinn kemur aldrei í Ijós.
Dómarinn sneri sér aö henni: - Þaö er rétt
hjá yður, frú, að staðreyndirnar veröa líklega
aldrei vísar. En orðið „yfirnáttúrlegt", sem þér
notuðuð áðan, á ekki við hér. Við stöndum
andspænis snilldarlega hugsuðum og vel
framkvæmdum glæp sem er svo vandlega hul-
inn að við getum ekki greint hann frá öðrum at-
burðum. Einu sinni þurfti ég að fást við mál
sem æðri öfl virtust vera aðilar að. Satt að
segja lá málið svo óljóst fyrir að ógerlegt
reyndist að fást við það.
Nokkrar konur hrópuðu þá: - Ó, segið okkur
frá því.
Bermutier brosti virðulega eins og dómara
sæmdi og hélt áfram: - Þið skulið samt ekki
láta ykkur detta I hug aö ég álíti að nokkuð
gerist fyrir yfirnáttúrleg áhrif. Ég trúi aðeins á
eðlilegar orsakir. En það færi betur að við not-
uðum blátt áfram orðið óskýranlegur í stað yfir-
náttúrlegur um það sem við skiljum ekki. Það
var að minnsta kosti einkum aðdragandi og
umhverfi atburðarins, sem ég ætla að segja
ykkur frá, sem hafði mest áhrif á mig. Það sem
gerðist var þetta:
- Ég var þá dómari í Ajaccio, litlum bæ við
flóa sem umluktur er háum fjöllum.
Meirihluti þeirra mála, sem ég fékk, stóð í
sambandi við blóðhefndir. Sum þeirra voru
stórkostleg, dramatísk og hetjuleg. Maðurfinn-
ur þar fegurri orsakir til hefnda en mann getur
dreymt um, hundrað ára gamlan fjandskap
sem liggur niðri um tíma en slokknar aldrei:
andstyggileg herbrögð eða morð verða að víg-
um og næstum hetjudáðum. í nærri tvö ár
heyrði ég ekki talað um annað en blóðhefnd-
ina, þennan sið Korsíkubúa sem neyðir þá til
aö hefna móðgunar á þeim sem móðgar þá,
öllum ættingjum hans og afkomendum. Ég
hafði séð gamla menn, börn og ættingja myrta
og ég kunni urmul af þess háttar sögum.
Dag nokkurn frétti ég að Englendingur væri
nýbúinn að leigja til nokkurra ára lítiö hús við
botn flóans. Hann hafði með sér franskan þjón
sem hann hafði ráðið í Marseilles á leiðinni.
Brátt vakti þessi einkennilegi maöur, sem
aðeins fór út til að veiða og fiska, almenna at-
hygli. Hann talaði aldrei við neinn, kom aldrei
til bæjarins og á hverjum morgni æfði hann sig
með riffilinn sinn og skammbyssuna í einn
klukkutíma.
Það fóru að myndast sögur um hann. Það
var sagt að hann væri tiginn maður sem hefði
flúið föðurland sitt af stjórnmálaástæðum. Svo
var farið að halda því fram að hann væri í fel-
um eftir að hafa framið hræðilegan glæp. Það
var jafnvel tæpt á tilteknu hryllilegu atviki.
Mér fannst það skylda mín sem dómara að
fá einhverjar uþplýsingar um mann þennan en
GUY DE MAUPASSANT
er einn af frægustu smá-
sagnahöfundum Frakka. Á
tæpum tólf árum gaf hann
út tíu bindi af smásögum.
Hann fæddist áriö 1850 og
dó á geðveikrahæli áriö
1893. Þegar hann gerðist
rithöfundur tók hann guö-
föður sinn, Gustave Flau-
bert, sértil fyrirmyndar. Hann æfði sig í mörg ár
en eyðilagði allar sögur sínar jafnóðum. Fyrsta
sagan hans kom út þegar hann var þrítugur en
tólf árum seinna varð hann að hætta ritstörfum,
heilsu sinnar vegna.
það reyndist ógerlegt að fræðast nokkuð um
hann. Hann kallaði sig John Rowell.
Af þessum ástæðum varð ég að láta mér
nægja að fylgjast eins vel með honum og ég
gat en hegðun hans var ekki hið minnsta
grunsamleg, eftir því sem best varð séð.
Þar sem orðrómurinn óx stöðugt og breiddist
út ákvað ég að reyna að sjá mann þennan
með eigin augum og fór að fara reglulega á
veiðar í nánd við húsið hans.
Lengi hafði ég gætur á honum, án þess að
fá tækifæri til að tala við hann. Að lokum kom
tækifærið í líki akurhænu sem ég skaut rétt
fyrir augunum á Englendingnum. Hundurinn
minn sótti hana en þegar ég haföi tekið við
henni gekk ég beint til Johns Rowell, bað hann
afsökunar og bauð honum akurhænuna.
Hann var stór maður, hár og herðabreiöur
með rautt hár og skegg, líkastur rólegum og
hæverskum Herkúlesi. Það vottaði fyrir hinni
svokölluðu bresku stífni í framkomu hans og
hann þakkaði mér hlýlega fyrir kurteisina. Að
einum mánuði liðnum höfðum við talað fimm
eða sex sinnum saman.
Kvöld nokkurt, þegar ég gekk framhjá hús-
inu hans, sá ég hann sitja klofvega á stól í
garðinum sínum og reykja pípu.
Hann tók á móti mér með enskri hæversku,
lofaði Frakkland og Korsíku hástöfum og lýsti
yfir því að hann væri stórhrifinn af þessum
stað.
Þá spurði ég hann, með ýtrustu varfærni og
undir yfirskini almenns áhuga, nokkurra spurn-
inga um líf hans og fyrirætlanir. Hann svaraöi,
án þess að láta sér bregða, sagðist vera búinn
að ferðast heilmikið í Afríku, á Indlandi og (
Ameríku og bætti svo hlæjandi við:
- Já, ég er búinn að lenda í mörgum ævin-
týrum.
Svo fór ég að tala um veiðar og hann gaf
mér einkennilega lýsingu á hvernig maður
veiðir vatnahesta, tígrisdýr, fíla og jafnvel gór-
illuapa.
- Eru þessi dýr hættuleg? spurði ég.
Hann brosti: - Ónei, maðurinn er verri. Og
svo hló hann hressilega, heilnæmum hlátri
sem einkennir ánægða Englendinga:
- Ég hef Kka oft verið á mannaveiðum.
Svo fór hann að tala um vopn og bauð mér
að koma inn og líta á byssusafnið sitt.
Dagstofan hans var klædd svörtu silki,
ísaumuðu gylltum rósum. Stór gul blóm, sem
loguðu eins og eldur, voru saumuð í dökkt
efnið.
- Þetta er japanskt efni, sagði hann.
Einkennilegur hlutur á miðjum langveggnum
dró að sérathygli mína. Þennan svarta hlut bar
við rauðan ferhyrning úr flaueli. Ég gekk
þangað. Þetta var hönd, mannshönd. Ekki
hvít, hrein hönd af beinagrind heldur þurr,
svört hönd með gulum nöglum. Það sást í
vöðvana og á beinunum, sem voru eins ræki-
lega brotin og þau hefðu verið höggvin með öxi
um miðjan framhandlegginn, voru storknaðir
blóðblettir.
Geysistór járnkeðja var lóðuð um úlnliðinn á
þessari sóðalegu hendi og fest í vegginn með
hring sem var nógu sterkur til að halda fíl.
- Hvað er þetta? spurði ég.
Englendingurinn svaraði rólega: - Þetta er
uppáhalds óvinurinn minn. Hann er frá Amer-
íku. Beinin voru höggvin með sverði og skinnið
skorið af með hvössum steini og þurrkað i sól-
inni í eina viku.
Ég snerti þessar mannlegu leifar, sem hlutu
að vera af risa. Það var hræðilegt að horfa á
þessa hönd, hún kom manni til að hugsa um
einhverja hryllilega blóðhefnd.
- Þessi maður hlýtur að hafa verið óvenju-
lega sterkur, sagði ég.
Englendingurinn svaraði rólega: - Já, en ég
var sterkari. Ég setti þessa keðju á hann til að
halda honum.
Ég hélt að hann væri að gera að gamni sínu
og sagði: - En nú gerir þessi keðja ekkert gagn
lengur, höndin hleypur ekki í burtu.
John Rowell svaraði alvarlega: - Hún reynir
alltaf að sleppa. Keðjan er nauðsynleg.
Ég leit snöggt á hann til að reyna að ráða
eitthvað af svip hans og spurði sjálfan mig:
Hvort er maðurinn geðbilaður eða gamansam-
ur?
Svipur hans var rólegur og vingjarnlegur. Ég
sneri talinu að öðrum efnum og fór að dást aö
rifflunum hans.
46 VIKAN 151BL. 1990