Vikan


Vikan - 26.07.1990, Side 49

Vikan - 26.07.1990, Side 49
- Hér stendur að öruggast sé að standa uppi ó stól í miðju herberginu, Mortimer. En það verður að einangra stólfœturna. Þú verður því að lóta stólfœt- urna standa í glösum, hrópaði frúin til eiginmannsins innan úr skóp þar sem hún taldi sig öruggasta meðan eldingunum laust niður hverri ó fœtur annarri... litlu vitglóru sem þú hatöir. Eldingum slær fimmtíu sinnum oftar niður f vatn en nokkurt annað efni. Skrúfaðu fyrir. Æ, ég er viss um að ekkert getur bjargað okkur. Mér virðist helst... Mortimer, hvað er þetta? - Það var bölv... mynd sem datt niður af veggnum. Ég kom viö hana. - Þá hlýturðu aö standa við vegginn. Aldrei hef ég heyrt aðra eins óskammfeilni. Veistu ekki aö ekkert leiðir betur eldingar en veggir? Færðu þig undir eins! Auk þess varstu næstum búinn að blóta. Hvernig geturöu verið svona vondur þegar fjölskylda þin er í annarri eins hættu? Mortimer, keyptirðu fjaðradýnu, eins og ég sagði þér? - Nei, ég gleymdi því. - Gleymdir því! Það getur kostaö þig lífið. Ef þú heföir fjaðradýnu núna gætirðu lagt hana á mitt gólfið og lagst á hana. Þá væri þér alveg óhætt. Komdu hérna - flýttu þér, áður en þú fremur fleiri heimskupör. Ég reyndi en gat ekki lokaö skápnum þegar við vorum bæði komin inn í hann nema eiga á hættu að kafna. Ég tók nokkrum sinnum and- köf og ruddi mér svo braut út aftur. Konan mín kallaði á eftir mér: - Mortimer, það verður að gera eitthvað til að bjarga þér. Fáðu mér þýsku bókina sem liggur á arinhillunni og kerti. En kveiktu ekki á því. Gefðu mér heldur eldspýturnar og þá get ég kveikt á því hérna inni. Það eru leiðbeining- ar um þetta efni í bókinni. Ég náði í bókina - það kostaði mig einn vasa og nokkra aðra brothætta smámuni. Kon- an mín lokaði skápnum og kveikti á kertinu. Nú hafði ég augnabliks frið en þá kallaði hún: - Mortimer, hvað er þetta? - Bara kötturinn. - Kötturinn! Ó, við erum glötuð! Náöu I hann og lokaðu hann inni í skápnum undir vaskinum. Flýttu þér, góði, kettir eru fullir af rafmagni. Ég er viss um að allar hættur þess- arar nætur gera mig gráhærða. Aftur heyrði ég hálfkæft snökt. Annars hefði mér ekki dottið í hug að leggja út í annað eins ævintýri í myrkrinu. Ég hófstþví handa-hnaut um stóla og rak mig á alls konar hindranir sem flestar voru harðar og með hvössum brúnum - og loks tókst mér að króa kisu uppi á komm- óðu eftir að hafa brotið fjögur hundruð dala virði af húsgögnum og dóti. Nú heyrðist sagt inni í skápnum: - Hér stendur að öruggast sé að standa uppi á stól í miðju herberginu, Mortimer. En það verður aö einangra stólfæturna. Þú verður því að láta stólinn standa í glösum (Ftz! búm- bang!) Ó, heyrðirðu þetta? Flýttu þér, Mort- imer, áður en þær hitta þig. Mér tókst að finna glösin og koma þeim fyrir á réttum stöðum. Það voru síðustu glösin á heimilinu því þá var ég búinn að brjóta öll hin og nú beið ég frekari fyrirskipana. - Mortimer, hér stendur: Wáhrend eines Gewitters entferne man Metalle, wie z. B. Ringe, Uhren, Schlussel etc., von sich und halte sich auch nicht an solchen Stellen auf, wo viele Metalle bei einander liegen, oder mit andern Körpern verbunden sind, wie an Herden, Gefen Risengittern u. dgl. Hvað þýðir það, Mortimer? Á maður að hafa málmhluti í kringum sig eða halda sig í hæfilegri fjarlægð frá þeim? - Ég veit það varla. Þetta virðist dálítið flók- ið mál. Öll þýsk ráð eru svo flókin. Annars held Frh. á næstu síðu 15TBL.1990 VIKAN 49

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.