Vikan - 26.07.1990, Blaðsíða 53
eitthvað svoleiðis en þegar ég var skriðinn
fram úr og gekk á hljóðið komst ég að því að
það kom frá baðherberginu. Ég leit á klukkuna
- hún var sex. Á klósettinu sat sá næstminnsti
með heilan árgang af Andrési önd fyrir framan
sig og hefur sennilega verið búinn að hanga
þarna í klukkutíma eða meira, á meðan ég
steinsvaf. Ég hjálpaði pollanum eftir bestu
getu, kom honum svo í rúmið aftur og sagði
honum að fara nú að sofa þvf nóttin væri ekki
nærri því búin.
Svo lagði ég mig aftur.
Ég var að festa blundinn þegar ég fann að
eitthvað eða einhver skreið yfir mig, potaði sér
undir sængina hjá mér og lagði hendurnar
utan um hálsinn á mér. Ég opnaði augun með
erfiðismunum og sá að þetta var það yngsta,
prinsessan á heimilinu. Ég sussaði á hana
þegar hún fór að segja mér sögur og sagði
henni að fara að sofa aftur. Hún lofaði því og lá
grafkyrr.
Svo lagði ég mig aftur.
Eftir augnablik var sparkað óþyrmilega f
bakið á mér. Dóttirin reis upp með offorsi og
heimtaði „harfagaut". Ég fór með hana fram í
eldhús, skar niður sex stórar brauðsneiðar,
setti ofan á þær kæfu, hellti mjólk í glas handa
henni og bauð henni að matast af hjartans lyst.
Svo lagði ég mig aftur.
Ég vaknaði við brothljóð og þaut fram. Glas-
ið lá á gólfinu, mjólkin lá á gólfinu og sex
brauðsneiðar með kæfu lágu á gólfinu. Ég gaf
henni mjólk í annað glas, tíndi upp brauð-
sneiðarnar, þurrkaði upp mjólkina og sagði
henni að vera nú dugleg og borða fallega.
Svo lagði ég mig aftur.
Ég vaknaði við eitt heljarmikið skaðræðis-
öskur og þaut fram. Við eldhúsborðið sátu fjög-
ur börn, þrír strákar og ein lítil stúlka. Strákarn-
ir voru allir með tvær brauðsneiðar í höndun-
um og einn þeirra með mjólkurglas. Prinsess-
an sat á stólnum með galopinn munn og öskr-
aði eins og aðeins tveggja ára stúlkubörn hafa
þrótt og rödd til.
Ég lagði mig ekki aftur. Það var sýnilega til-
gangslaust - og klukkan var ekki nema rétt um
sjö. Ég smurði fleiri brauðsneiðar. Sumir vildu
ristað brauð, aðrir bara með smjöri, enn aðrir
eina með osti og aðra með sultu. Sú litla vildi
köku. Sumir vildu mjólk, aðrir kókó, sumir kók.
Svo fór ég að elda hafragraut. Konan var búin
að kenna mér það og ég bjó til fullan pott sem
ég vonaði að mundi duga f morgunmat. Sá
elsti smakkaði á honum, sagði að hann væri
„bara góður“ og hélt svo áfram að borða brauð
og mjólk. Grauturinn var aldrei borðaður og
þegar mig vantaði pottinn datt grauturinn ofan
í öskutunnuna.
Elstu strákarnir gátu klætt sig sjálfir svo að
ég lét þá um það og tók til við dótturina. Það
var tíu stiga frost úti og ég hugsaði mér að
klæða hana vel því auðvitað heimtaði hún að
fara beint út. Það tók mig um klukkutíma að
klæða hana f þrjár eða fjórar skyrtur, þrjár
peysur, trefil, vettlinga og úlpu sem ég batt vel
um hálsinn. Að neöan var hún álíka klædd, í
fernum buxum og tilheyrandi. Svo fór hún út.
Á tröppunum fann ég þann næsta í röðinni á
náttfötunum, skjálfandi af kulda. Ég dreif hann
inn, hlýjaði honum og fór að klæða hann á
sama hátt. Ég átti í dálitlum erfiðleikum með
að finna fötin hans. Það var kannski eðlilegt
því seinna kom í Ijós að ég hafði klætt stelp-
una f þau. Eitthvað fann ég samt til að klæða
hann í en var varla hálfnaður þegar sú litla
kom aftur æðandi inn og heimtaði skýrt og
skorinort að fá að pissa.
Það varð að ganga fyrir. Hver veit hvað
skeður ef maður gegnir ekki slíkum kröfum
þegar í stað. Ég fór því að klæöa hana úr öllu
aftur og sjálfsagt hefur það tekið mig um hálf-
tíma. Hvað sem því líður var klukkan að verða
tíu þegar þau voru loks komin bæði út. Auðvit-
að er þetta ekkert að marka því ég var viðvan-
ingur í faginu og hefði vafalaust verið fljótari ef
ég hefði kunnað þetta betur.
Síðan leit ég til eldri strákanna og ætlaði að
reka þá út líka til að passa þau yngri. Þeir lágu
ennþá á gólfinu í náttfötunum og voru aö leika
sér að bílum. Það var samt sýnilegt að þeir
höfðu ekki verið að leika sér að þeim allan
tímann. Það sást varla í þá fyrir alls konar dóti
sem þeir höfðu dregið fram og fundið uppi í
skáp, því mamma var ekki heima og gat ekki
tekið það af þeim. Það var staflað um allt gólf
og langt upp á veggi, kubbum og spilum, blöð-
um og bókum, járnbrautarlesum, flugvélum,
kranabílum, öskubílum, vörubílum, fólksbíl-
um, kappakstursbílum, sjúkrabílum, brunaliðs-
bílum og alls konar annars lags bílum, byssum
af öllum gerðum og stærðum, kábojfötum,
indíánafjöðrum, bogum, myndavélum og
leikaramyndum.
Það var eins og þeir vöknuðu af draumi þeg-
ar ég æpti upp og skipaði þeim á fætur þegar
í stað. Þeir ruku sínn í hvora áttina og fóru að
klæða sig. Ég fór að klæða mig sjálfur og ætl-
aði að búa um rúmið - en hætti samt við það af
einhverjum ástæðum. Þá komst ég að því að
annar strákurinn var kominn í nærfötin og hinn
í annan sokkinn. Þeir voru farnir að leika sér
aftur. Nú lét ég hendur standa framúr ermum
og sagði þeim hverju þeir mættu eiga von á ef
þeir klæddu sig ekki í einum hvelli og tækju
saman dótið eftir sig.
Yngsti strákurinn birtist háöskrandi í dyrun-
um og blóð lak úr einum putta. Ég greip hann
í skyndi og fór með hann að eldhúsvaskinum.
Ég greip höndina og ætlaði að láta kalt vatn
renna á sárið til að stöðva blóðrásina. En blóð-
rennslið jókst aðeins um allan helming. Þegar
ég fór að athuga þetta betur sá ég að meirihluti
blóðsins rann úr mínum eigin putta og bert rak-
vélarblað var í lófanum. Drengurinn hafði fund-
ið þetta einhvers staðar og farið að leika sér að
því með þessum afleiðingum. Auðvitað varð
Frh. á bls. 56
Ég fór nú að veiða kekkina upp úr grautnum ...
15 TBL. 1990 VIKAN 53