Vikan - 26.07.1990, Blaðsíða 56
Frh. af bls. 53
ég aö setja plástur á mig áður en ég gat sinnt
drengnum og sem betur fer var þetta aðeins
smáskeina hjá okkur báðum. Ég klæddi hann
aftur í og setti hann út fyrir. Þegar ég var að
sleppa honum mundi ég eftir því að hann var
ekki með vettlinga. Ég tók um höndina á hon-
um og ætlaði að fara að lagfæra þetta þegar
hann rétti mér hina höndina skælbrosandi og
sýndi mér annað bert rakblað sem hann hélt á.
„Ég á annað, pabbi,“ sagði hann og hló.
Ég sagði víst ekki mikið en tók af honum
rakblaðið. Svo fór ég með höndina ofan í úlpu-
vasa hans til að leita að vettlingum en kom
með hana upp aftur. í vasanum voru þrjú rak-
blöö og í hinum voru fjögur. Hvernig hann hef-
ur getað komið þessu þangað án þess að
skera sig meira veit ég ekki enn í dag.
Þegar ég var búinn að binda um mig fór ég
að hugsa um að koma eldri strákunum út en
fann þá hvergi. Þeir voru þá komnir út, báðir í
sparifötunum og frakkalausir, en dótið lá
óhreyft á gólfinu.
Ég var búinn að tína saman dótið um klukk-
an ellefu og taka það mesta til í íbúðinni og
ætlaði að fara að þvo upp leirtauið síðan um
morguninn þegar ég mundi eftir því að það
væri matartími klukkan tólf og að konan hafði
haft tilbúið læri sem ég átti aö setja í ofninn og
steikja. Það hlaut að vera kominn tími til þess.
Ég kveikti á ofninum og setti steikina inn. Síð-
an fór ég að þvo upp. Þá datt mér í hug að kon-
an hafði lagt sveskjur í bleyti kvöldið áður og
kennt mér að elda sveskjurgraut. Ég setti pott-
inn yfir og hitaði sveskjumaukið, setti dálítið
meira vatn í. Hún hafði lýst því vandlega fyrir
mér hvernig ég ætti að setja kartöflumjöl út í
grautinn til að gera hann dálítiö þykkari. Lík-
lega hef ég þá verið að hugsa um eitthvað
annað því ég tók staukinn með kartöflumjölinu
og hellti dálitlum slatta út í pottinn. Ég hrærði
ofsalega í pottinum um leið en allt kom fyrir
ekki. Mjölskrattinn hljóp í eintóma kekki sem
engin leið var að drepa. Þá mundi ég óljóst eftir
því að ég átti fyrst að hrista mjölið út í vatni. Ég
fór nú að veiða kekkina upp úr grautnum en
þeir reyndust 873 talsins og það tók mig um
hálftíma. Síðan gekk allt vel með grautinn. En
um það leyti sem ég komst að því fann ég ein-
kennilega brunalykt í eldhúsinu og fór að leita.
Lyktin kom úr bakarofninum og þegar ég leit
inn í hann brá mér í brún. Steikin var orðin kol-
svört aö utan. Ég hafði víst átt að ausa hana
soði öðru hverju en hafði því miður alveg láðst
það. En betra er seint en aldrei svo ég tók til
óspilltra málanna að ausa yfir steikina.
Klukkan var tólf og eldri strákarnir komu inn.
Ég sagði þeim að leita aö litlu krökkunum og
koma með þau.
Þá mundi ég eftir því að ég hafði gleymt
kartöflunum.
Þær þurfa minnst hálftíma suðu, hafði mér
verið sagt. Þær fóru á mettíma ofan í einn pott-
inn í viðbót á meðan ég jós yfir steikina með
annarri hendinni og hrærði í sveskjugrautnum
á milli. Svo þurfti ég að opna baunadós, án í
sultutau og leggja á borðið. Þá komu krakkarn-
ir inn og nú fékk ég hjálp því öll voru þau orðin
svöng og köld. - Eldri strákarnir klæddu þau
litlu úr. Svo varð að fara með allt inn á bað og
þvo þeim. Síðan féll allt í Ijúfa löð þegar þau
voru sest. Nú stóð bara á mér að bera matinn
á borðið. Það heyröust ýmis hljóð um að þetta
væri öðruvísi en hjá mömmu svo ég ætlaði að
sannfæra þau um að þetta væri aðeins að utan
og fór að skera steikina.
Hún var aldeilis og öldungis blóðhrá að
innan.
Alveg.
Blóöið lak út um allt og við fengum öll ógeð
á steikinni, ekki síst þegar við minntumst rak-
vélarblaðanna um morguninn.
Ég tók steikina burt. Hvað átti ég nú að
gera?
Jú, sveskjugrauturinn hlaut þó að vera í lagi.
En ekki var það nóg. Kartöflurnar voru ekki
soðnar ennþá. Grænar baunir og sultutau var
enginn matur handa greyjunum.
Konan hafði skilið eftir fullan ísskáp af alls
konar mat og bardaganum lauk með því að ég
hitaði pylsur í vatni og bar á borð. Kartöflurnar
með þeim voru sæmilegar þótt þær væru
ósaltaðar og ekki alveg soönar og sveskju-
grautur með rjóma og nokkrum óveiddum
kekkjum á eftir gerði lukku. Tilbúinn ís var í
eftirmat og allir luku lofsorði á matinn.
Síðan kom sami bardaginn við að klæða
krakkana til að fara út. Þá sá ég að fötunum
þeirra hafði verið hrúgað saman á gólfið í
vaskahúsinu og auðvitað tók það sinn tíma að
finna hvað var hvað og koma þeim í. En loks
klukkan rúmlega tvö voru allir farnir út svo ég
gat farið að vaska upp. Ég hafði oft gert það
áöur svo að það gekk sæmilega að undan-
skildum einum brotnum diski og ég var næst-
um því alveg búinn að því klukkan þrjú þegar
krakkarnir komu öll þjótandi inn aftur - ásamt
nokkrum leiksystkinum - og heimtuðu kaffi og
kökur.
Nú byrjaði sami leikurinn aftur, að klæða
þau úr og þvo þeim á meðan ég hitaði kakó og
skar niður kökur og brauð. Síðan settust þau
við og drukku þau lifandis ósköp að ég hafði
ekki við að smyrja og skera niður. Klukkan var
fjögur þegar ég var laus við þau enn á ný og fór
að taka til að vaska upp eftir kaffitímann. Svo
þurfti ég að sópa gólfið í eldhúsinu því helm-
ingurinn af kökunum var þar ennþá. Ég hafði
engan tíma gefið mér til að borða né drekka og
sígarettu hafði ég ekki getað kveikt mér í allan
daginn, hafði enda gleymt því í látunum. Nú
ætlaði ég að fá mér sígarettu og kaffibolla. Þá
kom sá næstelsti hlaupandi inn, hágrenjandi
með stærðar kúlu á hausnum. Hann hafði þá
verið að þvælast með hausinn einmitt þar sem
steinn flaug úr hendi einhvers leikfélaga hans
og minnstu munaði að hann rotaðist. Ég varð
að sinna honum og hugga hann en að því
búnu fékk ég tíu mínútur til að drekka einn
kaffibolla sem ég lagaöi sjálfur. Síðan hef ég
aldrei lagað kaffi - og mun ekki gera í bráð.
En sígarettan bragðaðist vel, þótt hún héti
raunar pípa hjá mér og þótt ég kláraði hana
ekki fyrr en allur skarinn kom æðandi inn aftur
og heimtaði að fá að vera inni því það væri svo
kalt úti.
Það var auðfengið og þau tóku nú allt dótið
sem verið hafði á gólfinu um morguninn og
dreifðu því af mikilli festu um allt húsið.
Ég fór strax að elda kvöldmat. Tók steikina
frá því um morguninn skar af henni það sem
brennt var og saxaði hitt í smástykki, setti það
á pönnu og ætlaði að gera smásteik.
Ég skal ekki þreyta ykkur á lýsingu á matar-
Frh. á bls. 58
FRISVUMD
Ómissandi krossgátublað í sumarfríið
56 VIKAN 15 tb