Vikan


Vikan - 26.07.1990, Side 61

Vikan - 26.07.1990, Side 61
benda á aö meginstyrkur nýaldarhreyfingar- innar felist í því aö hún dragi fram hina yfir- skilvitlegu og andlegu hliö mannsins og leggi áherslu á þekkingarleit, sjálfsuppgötvun frem- ur en trú. GUÐSPEKIFÉLAGIÐ Guðspekifélagiö (The Theosophical Society) var stofnaö í New York þann 17. nóvember 1875. Helsti frumkvööull aö stofnun þess var rússneski dulspekingurinn H. P. Blavatsky. Stefnuskrá Guöspekifélagsins er þrískipt: 1. Að móta kjarna úr allsherjar bræðralagi mannkyns, án tillits til kynstofna, trúarskoö- ana, kynferöis, stétta eöa hörundslitar. 2. Að hvetja menn til aö leggja stund á samanburð trúarbragða, heimspeki og nátt- úruvísinda. 3. Aö rannsaka óskilin náttúrulögmál og öfl þau er leynast með mönnum. Kjörorð félagsins, „Engin trúarbrögö eru sannleikanum æðri“, fengu hljómgrunn hjá frjálslyndu menntafólki og guðspekideildir voru stofnaðar víða um heim. Hér á landi hefur ís- lenska guöspekifélagið ætíð rekið öfluga kynn- ingar- og fræðslustarfsemi. Aðgangur að fyrir- lestrum og annarri kennslu Guöspekifélagsins er ókeypis. Félagið starfar í stúkum, veitir að- gang að góðu safni dulspekilegra rita og gefur ÞRÍDRANGUR Þrídrangur var stofnaður á þremur stofnfund- um, þann 3., 9. og 23. október 1986. Á vegum Þrídrangs hafa í gegnum árin verið haldin fjöl- mörg námskeið innlendra sem erlendra leið- beinenda. Þessi námskeið eru gott dæmi um hinar fjölbreytilegu aðferðir sem efla eiga heilsu og þroska og finna má á markaði hug- ræktar og náttúrulækninga á íslandi. Þrídrang- ur hefur til dæmis staðið fyrir námskeiðum í reiki, draumaráðningum, fyrri lífs reynslu, mið- ilsstarfsemi, hugefli og líföndun. Einnig hafa pýramídahugleiðslu, hópefli, Ijóðaupplestur, skyggnimyndir og fyrirlestra um ýmislegt er snertir andleg og dulræn málefni. Ýmsir er- lendir aðilar, huglæknar, sálfræðingar og sjá- endur, hafa sótt þessar hátíðir og verið með einkatíma og helgarnámskeið í tengslum við Snæfellsásmótin. Árið 1989 keypti síðan hóp- ur áhugafólks um mannrækt Brekkubæ á Hellnum á Snæfellsnesi. Hlaða og fjárhús voru innréttuð sem samkomusalir og er hugmyndin að koma þar á fót andlegri miðstöð. Einnig hefur félagið Jörð gengið frá kaupum á Syðra- Einarslóni, stundum nefnt Djúpalón. Markmið félagsins er að byggja þar alþjóðlega menn- ingarmiðstöð sem bera á heitið (slandshof. FRÆÐSLUMIÐSTÖÐIN ÆSIR Garðar Garðarsson er forsvarsmaður Ása. Hann hefur verið leiðbeinandi í hugeflisþjálfun, sem er kvöldnámskeiö er kennir aðferðir „til að auka sköpunarhæfni, minnisgetu og hæfileik- ann til að finna úrlausn vandamála". Garöar býður einnig upp á námskeið sem hann nefnir „Fyrri líf“ og á að gera þátttakendum kleift aö Snæfellsjökull hefur miklð aðdráttarafl fyrlr ís- lenska nýaldarslnna. Sumlr hafa fyrir satt að jökullinn sé ein af sjö orkustöðvum jarðarinnar. Á VETTVANGI NÝRRAR ALDAR Hér verður getið nokkurra aðila er starfg ó sviði mannræktar ó íslandi. Eins og áður hefur komið fram er áœflað að á annað hundrað aðilar starfi að heildrœnum málefnum hérlendis. Það sem hér er tínt til er því aðeins lítið brot þeirra félaga, miðstöðva og leiðbeinenda er starfa á þessum órœða og nýstárlega vettvangi._________ út tímaritið GANGLERA sem kemur ut árs- fjórðungslega og er fjölbreytt og vandað að éfni. SÁLARRANNSÓKNAFÉLAGIÐ Sálarrannsóknarfélag (slands var stofnað árið 1918. Frumkvöðlar Sálarrannsóknafélagsins voru séra Haraldur Níelsson prófessor og Einar H. Kvaran rithöfundur. Markmið félags- ins er að fræða fólk um árangur sálarrann- sókna, einkum þeirra rannsókna er lúta að framhaldslífi manna og sambandi við fram- liðna. Innan vébanda félagsins starfa bæði innlendir og erlendir miðlar. Vegna mikillar aðsóknar að miðilsfundum verður félagið að takmarka þátttöku fólks þannig að einungis félagsmönnum gefst kostur á einkafundum með miðlum Félagið hefur verið með opna skyggnilýsingafundi fyrir almenning og á veg- um þess eru haldin fræðsluerindi um ýmislegt er tengist spíritisma og dulsálfræði. kristalheilun, rúnavéfrétt, fornri töfrahefð og helgisiðum indíána verið gerð skil. Sállíkam- legar aðferðir hafa einnig notið talsverðra vin- sælda, til dæmis Tai Chi, Akido, ýmis afbrigði jóga, lífeflisæfingar Alexanders Lowen og að- ferðir Wilhelms Reich. Þrídrangur hefur enn- fremur verið með námskeið í djúpslökun, nær- ingarfræðum og vítamínvali, svæðanuddi, netamorphic-tækninni, makróbíótík (lífheilsu- fæði), hugleiðslu og smáskammtalækningum svo eitthvað sé nefnt. Árið 1987 kom helsti huglæknir Bretlands, Matthew Manning, í boði Þrídrangs til landsins, hélt fyrirlestur í Langholtskirkju og var með helgarnámskeið í huglækningum. Þrídrangur hefur einnig haldiö mót þar sem kynntar eru „fornar og nýjar leiðir til könnunar raunveruleikans og aukinnar lífsfyllingar". Á Snæfellsásmótunum hefur (slendingum gefist kostur á að taka þátt í eldgöngu. Snæfellsás- mótin hafa einnig boðið upp á draumaþing, „rannsaka og upplifa fyrri æviskeið". Á nám- skeiðinu er svonefndri Kristos-tækni beitt. Hún felst í því aö leiðbeinandinn og aðstoðarmaöur hans nudda fætur og enni þess sem vill upplifa fyrra líf sitt. Um leið er honum sagt að ímynda sér ákveðna hluti og loks lýsa því sem hann upplifir og sér í huganum. Garðar Garðarsson hefur einnig einkatíma þar sem hann beitir að- ferðum Neuro Linguistic Programming, NLP. LEIFUR LEOPOLDSSON Leifur vakti landsathygli þegar hann gekk einn síns liðs þvert yfir landið frá Reyðarfirði til Arnarstapa á Snæfellsnesi á þrjátíu og sex dögum. Nú starfar Leifur sem vökumiðill. Hann heldur fyrirlestra um yfirskilvitlega reynslu sína, stundar heilun og leiðir námskeið eða „næmisþjálfun" til að „efla næmi og Frh. á bls. 65 15TBL 1990 VIKAN 61

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.