Vikan


Vikan - 26.07.1990, Blaðsíða 63

Vikan - 26.07.1990, Blaðsíða 63
I ingu á því hvers vegna þið hafið náð svona langt? „Það er vegna þess að við erum heiðarleg, vegna þess aö við erum frönsk, vinnum samkvæmt sterkum tónlistar- hefðum og líka vegna þess að tónlist okkar er tónlist framtíð- arinnar þar sem við erum að brúa hin ýmsu bil milli ólíkra tónlistartegunda. Fólk úröllum áttum getur fundið eitthvað við sitt hæfi í tónlistinni okkar." - Textarnir ykkar hafa vakið athygli, þykja fyndnir og kaldhæðnir. Álítið þið að húmor sé það mikilvægasta í daglegu Iffi? „Nei, kannski ekki það mikil- vægasta en húmor og kald- hæðni er góð leið til þess að fjalla um alvarleg málefni. Þeir sem nota til dæmis ofbeldi eru á villigötum. Húmor er hins vegar okkar tæki til þess aö fjalla um lífið og tilveruna. Þetta er frönsk hefð - að fjalla um alvarlega hluti á gaman- saman hátt.“ - Kynþáttahatur er Ifka málefni sem þið fjallið um. Þið standið mjög nálægt slíkum málum, er það ekki? „Jú, enda erum við af mörg- um þjóðernum og erum þvf hluti af þessu. Og þaö er mikið kynþáttahatur í París, alltof mikið af því eins og víðast hvar í heiminum." - í París mætast ólíkar tónlistastefnur og það hefur verið sagt að þar séu eins konar menningarlegar krossgötur. Geturðu sagt mér eitthvað frá þessu? „í kringum 1980 fór eitthvað að gerast í tónlistarl ífinu i Frakklandi sem var öðruvísi en þessi hefðbundna væmna franska popptónlist. Franskir tónlistarmenn uppgötvuöu að það var til önnur tónlist en gamla vellan. Þremurtil fjórum árum síðar fóru tónlistarmenn víða að úr Afríku, sem voru í borginni, að gefa út snældur og hljómplötur. Þetta var önn- ur bylgja frumlegrar tónlistar og nýrra hluta. Tónlistin sem þarna ruddist inn á markaðinn var geysilega fjölbreytt. f þess- ari hringiðu þróaðist okkar tónlist og áhrifin koma úr öllu sem við lífum og hrærumst í.“ - Er ný plata á leiðinni frá Les Négresses Vertes? „Já, við förum að vinna að henni í september. Við verð- um á hljómleikaferðum fram í byrjun ágúst og tökum okkur þá mánaðar frí. Þá fyrst getum við fariö að semja og leggja línur." - Hefurðu einhverja hug- mynd um hvernig platan verður? „Hún verður á svipuðum nótum en betur spiluð. Við vor- um nefnilega allir byrjendur þegar við spiluðum inn á MLAH en okkur hefur farið mikið fram.“ - Hvaða aðferðir notið þið þegar þið semjið tónlist ykkar? „Það má eiginlega líkja því við matseld, eldamennsku. Það verður að ákveða hvort á að hafa fisk eða kjöt, hvernig fisk eða kjöt og síöan kemur grænmetið, kryddið og vínið til að gera góða sósu. Út úr þessu kemur lag! Yfirleitt byrj- ar þetta með einni grunnhug- mynd sem síðan er unnið út frá. Við erum þrír til fjórir sem semjum tónlistina en Helno söngvari semur textana. Loka- útkomuna ákveður svo hljóm- sveitin sjálf." . Frá útkomu breiðskífunnar MLAH, sem selst hefur í um fjögur hundruð þúsund eintök- um, hefur hljómsveitin verið mjög upptekin og spilað um alla Evrópu, að Spáni frátöld- um, Japan, Ástralíu og í Bandaríkjunum. Mathias sagði að engin þjóð, engin borg væri sambærileg við aðra varðandi viðtökur við tónlist- inni. Þau væru heldur aldrei eins, fólk væri í mismunandi skapi. „Við erum með „lifandi" tónlist, þess vegna er hún aldrei eins frá degi til dags.“ Hljómsveitin er um þessar Frh. á næstu opnu Tvöfaldur raki ACO Fuktlotion! Með og án ilmefna. Fæst aðeins í apótekinu. ACO FUKTLOTION gefur húð þinni tvö náttúruleg rakabindiefni. Finndu sjálf hve ACO Fukt- lotion smýgur hratt inn í húð- ina án þess að klægi eða svíði undan og hve húðin verður mjúk. ACO FUKTLOTION ilmar einnig þægilega. Heldurðu að þú finnir betri húðmjólk? Hún er notaleg fyrir allan líkamann. 15 TBL. 1990 VIKAN 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.