Vikan - 26.07.1990, Side 64
c^
á
c^
co
Z
O
co
ZD
Cí
co
OE
Cí
o
z
co
LOUIE LOUIE
- THE STATE l’M IN
Louie Louie hefur skotiö upp
á stjörnuhimininn meö svip-
uðum hraöa og Kevin Paige
og reyndar eru þessir kappar
um margt mjög líkir. Báðir
flytja þeir áheyrilegt og vel
sþilað dægurpopþ og semja
mestallt efniö sjálfir. Louie
Louie vakti á sér athygli hér á
landi meö laginu Sittin' in the
Lap of Luxury sem komst
alla leiö i þriðja sæti íslenska
listans strax í annarri viku.
Platan The State l’m in er
hressileg og skemmtileg og
mjög í anda lagsins sem
áöur er getið. Reyndar eru
tvær mjög áheyrilegar ball-
ööur á þlötunni og mér segir
svo hugur að aö minnsta
kosti önnur eigi eftir aö ná
vinsældum. Titillag þlötunnar
er þegar farið aö heyrast í út-
varpi og þau eiga eftir aö
verða fleiri. The State l’m in
er skemmtileg plata, vel unn-
in og áheyrileg í alla staöi.
★ ★★Vi2
HOTHOUSE FLOWERS
- HOME
Þessi írska hljómsveit vakti
fyrst á sér athygli þegar
Eurovisionkeþpnin var haldin
á (rlandi. Þá kom hún fram í
„hléinu“ og stal senunni.
Leiöin hefur veriö upp á viö
allt frá því og platan People
frá '88 þykir mjög góö. Beöiö
var eftir nýju þlötunni með
mikilli eftirvæntingu og þegar
Home kom á markaö fyrir
skömmu var hún rifin út úr
þlötubúðum. Hothouse Flow-
ers þykja hafa þroskast mikiö
á þessum tveimur árum en
þrátt fyrir að þeir séu breyttir
hafa þeir ennþá sín sérein-
kenni, þennan sérstaka írska
þjóölagahljóm. Fyrsta smá-
skífulagiö, Give It Up, er
lr
íi
64 VIKAN
15 TBL. 1990
þegar komiö á fleygiferð á ís-
lenska listanum og gæti eins
vel endað á toþþnum. Önnur
lög, sem vert er aö veita at-
hygli, eru Water, ballaðan
Sweet Marie sem er virkilega
góð og titillagið.
★ ★★V2
MADONNA
- I’M BREATHLESS
Hvernig í ósköþunum fer
manneskjan að þessu? Þaö
viröist vera alveg sama hvaö
er í tísku og hvað þykir flott,
Madonna hefur allt á hreinu
og virðist alltaf vera best. I’m
Breathless inniheldur aö
miklu leyti tónlist úr kvik-
myndinni um Dick Tracy sem
spáö er geysimiklum vin-
sældum og tónlist í anda
Dick Tracy áranna. Eitt lag-
anna er þó í takt við tímann
og vel það, topplagið Vogue
sem hefur fariö hamförum á
vinsældalistum um allan
heim. Vinnslan er aö sjálf-
sögðu óaðfinnanleg og ekki
er undan söngnum aö
kvarta. Madonna er Ma-
donna og hún getur leyft sér
þetta-og því ekki þaö? Plat-
an er stórskemmtileg. Lagið
Hanky Panky er þegar farið
að gera sig líklegt til vin-
sælda og þaö kæmi mér ekki
á óvart þótt Now l’m Follow-
ing You geröi góöa hluti.
★ ★★★
THE CHIMES
- THE CHIMES
Tríóiö Chimes er skiþað
tveimur Skotum, Mike Peden
og James Locke, sem sjá um
allan hljóöfæraleik og enskri
söngkonu sem heitir Pauline
Henry. The Chimes vöktu
heldur betur á sér athygli
með endurgerð U2-lagsins I
Still Haven’t Found What l’m
Looking for og áttu þaö svo
sannarlega skilið. Lagið er
B the
| chimes j
^y/i i\v^
vissulega frábært en þaö er
synd aö þaö skuli þurfa
svona lag til aö vekja athygli
á jafnframbærilegri hljóm-
sveit og Chimes í rauninni
eru. Danstónlistin er líklega
besta útskýringin á tónlist
þeirra, góö og mjög áheyri-
leg danstónlist. Heaven,
True Love og 1-2-3 eru allt
mjög góð lög. Platan inni-
heldur einnig svokallaö „st-
reet-mix” af fyrrnefndu U2-
lagi og þaö er virkilega gott.
Chimes fara stundum út í
fullmikla sýru að mínu mati
en ég er viss um aö þeir sem
hafa gaman af þessari teg-
und tónlistar hafa mjög gam-
an af þessari plötu.
★ ★★
BIG COUNTRY
- THROUGH A BIG
COUNTRY
Skoska hljómsveitin Big
Country er án efa ein af þeim
bestu. Sérstakur hljómur, sér-
stakur söngur og frábærar
lagasmíöar hafa skipaö henni
á bekk með risum. Nýjasta
platan, Peace in Our Time,
þótti ekki takast alveg nógu vel
en var samt ágætlega vinsæl.
Trommarinn Mark Brzerski
hefur sagt skilið viö félaga
sína og nýr maður er sestur
bak við settið. Big Country er
um þessar mundir á tónleika-
feröalagi en þegar því lýkur
veröur farið beinustu leiö í
hljóðver og tekin upp ný
plata sem væntanleg er meö
vorinu. Til aö stytta biðina
var þessi safnplata gefin út
og hún gerir sönnum Big
Country-aðdáendum, sem
eiga allt efni hljómsveitarinn-
ar, í rauninni afar lítið gagn,
þannig eru safnþlötur nú
einu sinni. Öll bestu lögin eru
á plötunni, In a Big Country,
Wonderland, Where the
Rose Is Sown, Look Away,
King of Emotion og svo
mætti lengi telja. Eitt nýtt lag
er á þessari plötu. Það heitir
Save Me og lofar svo sann-
arlega góöu, frábært lag.
Góö í safnið og vel það.
★ ★★★
Frh. af bls. 63
mundir aö æfa lag fyrir safn-
plötu sem gefin veröur út í
Bandaríkjunum vegna AIDS
og fórnarlamba þeirrar skæöu
veiru. Meðal þeirra sem eiga
lög á þlötunni eru Prince, U2
og fleiri stórlistamenn. Varð-
andi orðróm um að Les Nég-
resses Vertes eigi að spila
undir á næstu plötu Madonnu
er ekkert til í honum. „Viö tók-
um upp eitt lag sem á aö nota
í kvikmynd, annaö er það
ekki,“ sagði Mathias.
- Nú er hljómsveitin ansi
mannmörg. Hver borgar út-
gerðina? Er það hljómplötu-
fyrirtækið ykkar?
„Nei, við erum hætt hjá Off
the Track. Það slitnaði upp úr
samstarfinu vegna þess aö
þeir borguðu okkur ekki. Þetta
gerðist aðeins tveimur dögum
áöur en viö komum hingaö til
lands. Við erum núna að leita [
rólegheitum aö öðru fyrirtæki
og höfum fengið fjölmörg
tilboö. Þetta á við um markaði
utan Bandaríkjanna. Þar erum
viö á samningi hjá Warner út-
gáfunni til fimm ára. En við
erum ekkert að flýta okkur.
Lögfræöingar okkar eru þegar
aö vinna aö okkar málum
varðandi útgáfuréttinn á
MLAH og viö bíðum þar til þau
mál eru komin á hreint. Það er
alveg merkilegt viö þennan
bransa aö allir vilja troöa á
öðrum og græða sem mest
sjálfir.
- Hvernig er framtíð
hljómsveitarinnar að öðru
leyti? Er hún björt og eruð
þið bjartsýn á hana?
„Já, auðvitað. Ef við værum
ekki bjartsýn og jákvæð mynd-
um viö sennilega bara leggjast
í rúmið meö tærnar upp í loft,
kveikja á sjónvarpinu og horfa
á heimsmeistarakeppnina,”
sagöi Mathias og hló hressi-
lega aö lokum. Um kvöldið
héldu hann og félagar hans í
þessari stórskemmtilegu
frönsku hljómsveit eftirminni-
legustu tónleika sem haldnir
hafa verið á Hótel (slandi. □
LES NÉGRESSES VERTES