Vikan


Vikan - 30.05.1991, Side 4

Vikan - 30.05.1991, Side 4
VERÐ KR. 325 VIKAN kostar kr. 247 eintakið ef greitt er með gíró en kr. 211 ef greitt er með VISA eða EURO. Áskriftargjaldið er innheimt fjórum sinnum á ári, sex blöð í senn. Athygli skal vakin á því að greiða má áskriftina með EURO eða VISA og er það raunar æskilegasti greiðslumátinn. Aðrir fá senda gíróseðla. VIKAN kemur út aðra hverja viku. Tekið er á móti áskriftarbeiðnum í síma 91-83122. Útgefandi: SAM-útgáfan. Framkvæmdastjóri: Sigurður Fossan Þorleifsson Markaðsstjóri: Pétur Steinn Guðmundsson Ritstjóri og ábm.: Þórarinn Jón Magnússon Augiýsingastjóri: Helga Benediktsdóttir Höfundarefnis i þessu tölublaði: Guðný Þ. Magnúsdóttir Líney Laxdal Guðmundur Sigurfreyr Jónasson Þórarinn Jón Magnússon Þórdís Bachmann Jón Björgvinsson Þorsteinn Eggertsson Guðrún Bergmann Lína Rut Karlsdóttir Helga Möller Stephen King Gísli Ólafsson Guðjón Baldvinsson Þorsteinn Erlingsson Jóna Rúna Kvaran Christof Wehmeier Ómar Friðleifsson Myndir í þessu tölublaði: Magnús Hjörleifsson Jón Björgvinsson Þorsteinn Erlingsson Kristján Logason Binni o.fl. Útlitsteikning: Þórarinn Jón Magnússon og Auglýsingastofa Brynjars Ragnarssonar. Setning og umbrot: SAM-setning: Árni Pétursson, Pála Klein og Sigríður Friðjónsdóttir Filmuvinna, prentun, bókband: Oddi hf. Forsíðumyndin er af Bryndísi Ólafsdóttur, sem í fyrra var kosin Ijósmyndafyrirsæta Samúels. Förðun: Kristín Stefánsdóttir með No Name Cosmetics. HAFT EFTIR HEIMSPEKINGNUM GEORGE BERNARD SHAW Þegar hann var 94 ára - og gekk teinréttur, hröð- um skrefum á hverjum degi - varð hann fyrir bíl og dó skömmu síðar. Hann fæddist í Dublin 26. júlí árið 1856 og átti erfitt uppdráttar sem rithöfund- ur. Þegar hann fór til Englands um tvítugt svalt hann heilu hungri og kom verkum sínum ekki á framfæri. Hann fékkst svolítið við blaðarhennsku en fyrsta bókin hans, Immaturity (Vanþroski), sem er að mestu leyti sjálfsævisöguleg, átti ekki upp á pallborðið hjá útgefend- um. Þeim fannst hún einfald- lega hræðileg. Hann lauk við hana 1879 en hún kom ekki út fyrr en árið 1930 þegar hann var kominn yfir sjötugt. Þrátt fyrir erfiðleikana fann hann sér stíl á fertugsaldrin- um. Um svipaö leyti gerðist hann jurtaæta og pennaþras- ari. Fyrsta leikrit hans, Widow- ers House, var sett á svið árið 1892. Það var aðeins sýnt tvisvar. Nokkrum árum síðar var hann lagður inn á sjúkra- hús og hann giftist hjúkrunar- konunni Charlotte Payne- Townshend. Þau voru gift þar til hún dó eða í 45 ár en hann hélt því alla tíð fram aö þau hefðu aldrei sofið saman. Um svipað leyti og hann kvæntist gaf hann út þrjú leikrit undir nafninu Óþægileg leikrit og nokkru seinna þrjú Þægileg leikrit. Þegar leikritasafnið Þrjú leikrit fyrir hreintrúarmenn kom út árið 1903 var hann orðinn töluvert vinsæll á meginland- inu en það var ekki fyrr en leikrit hans Menn og ofurmenn kom út árið 1904 (þegar hann var orðinn 48 ára gamall) að hann sló verulega í gegn í Englandi. Árið 1913 var fyndn- asta verk hans, Pygmalion, frumsýnt. Hann var svolítið hissa á vinsældum þess og sagði að þetta væri fyrst og fremst fræðsluleikrit um hljóð- fræði. Seinna var söngleikur- inn My Fair Lady gerður eftir verkinu. Áriö 1920 kom það leikrit út sem honum þótti sjálf- um mest til um, Heilög Jó- hanna, og fimm árum síðar fékk hann nóbelsverðlaunin. Bernard Shaw var meistari háðs og íroníu og notaði skemmtilega grínlaust orða- lag. Hann hélt áfram að skrifa o oo co EiE LU o o co o; O J2L meðan hann lifði. Hann skrif- aði verkið Langsóttar dæmi- sögur þegar hann var 93 ára og þegar 100 ár voru liðin frá fæðingu hans kom út áður óbirt leikrit sem heitir Hvers vegna hún vildi það ekki. Honum var annt um enska tungu en fannst stafsetning málsins alla tíð of flókin og órökræn eða eins og hann segir [ eftirfarandi dæmi: „Ensk stafsetning er gersam- lega út í hött. Hver stafur getur nánast haft hvaða hljóð sem er. Það væri til dæmis með fullnægjandi rökum hægt að skrifa GHOT og fá út FISH. Ef við tökum stafina GH í orðinu ENOUGH þá fáum við út hljóðið F. O í WOMEN hljómar eins og I í HIM og stafurinn T í NATION hljómar eins og SH. Sem sagt; GHOT = FISH.“ & erfðaskrá sinni gerði hann ráð fyrir að einhverju af auð- ævum hans yrði varið í að búa til nýtt enskt stafróf þar sem hver stafur yrði einfaldur að gerð og hefði aðeins eitt hljóð en ekkert bólar á svoleiðis stafrófi ennþá. Þar að auki sendi hann frá sér eftirfarandi setningar. • Maður ætti að geta verið hrifinn af konunni sinni án þess að gera sig að fífli vegna hennar. • Við höfum ekkert meiri rétt á að svelgja í okkur hamingju sem við höfum ekki skapað sjálf en að svelgja i okkur auð sem við höfum ekki skapað sjálf. • Ég reikna aldrei með að her- maður hugsi. • Allar löggiltar starfsgreinar eru samsæri gegn viðvaning- um. • Hann veit ekkert og heldur að hann viti allt. Það bendir greinilega til þess að hann sé stjórnmálamaður. • Ævilöng hamingja! Engin lif- andi manneskja gæti þolað slíkt. Það væri helvíti á jörð. • Sannur listamaður myndi láta konuna sína svelta, börn- in sín ganga berfætt og móður sína þræla fyrir sér um sjötugt frekar en að vinna við nokkuð annað en list sína. • Það er konunni í hag að gift- ast eins fljótt og hún mögulega getur en karlinum í hag að vera ógiftur eins lengi og hann mögulega getur. • Það eru tveir harmleikir í líf- inu. Annar er að missa af stærstu ástinni sinni, hinn er að fá hana. • Gjörið ekki öðrum það sem þér viljið að þeir gjöri yður. Það er ekki víst að þið hafið sama smekk. • Gullna reglan er sú að það eru engar gullnar reglur. • Sá sem getur gerir. Sá sem getur ekki kennir. • Það eru aðeins til ein trúar- brögð en það eru til hundrað afbrigði af þeim. • Sá sem aldrei hefur vonað getur aldrei örvænt. • Það eina sem unglingar geta gert fyrir gamla fólkið er að hneyksla það - og halda því í takti við tímann. • Hjarta hvers íra er ekkert annað en ímyndun hans. • Englendingurinn heldur að hann sé siðfágaður þegar honum líður einfaldlega óþægilega. • Það er ekkert gaman að hengja mann sem hreyfir eng- um mótmælum. • í himnaríki er engillinn eng- inn sérstakur. • Þögnin er besta yfirbragð reiðinnar. •Ástin er rosalegar ýkjur á mismuninum á einni mann- eskju og öllum öðrum. • Það er aðeins ein sönn sið- gæðisskoðun fyrir hverja manneskju en ekki hafa allar manneskjur sömu siðgæðis- skoðun. • Ef maður gerir sér það ómak að gera og segja alltaf það sem er fullkomlega viðeig- andi getur maður gert það sem manni sýnist. • Æskan eryndisleg. Verstað þurfa að eyða henni meðan maður er bara barn. • Lýðræðið gerir meirihluta hæfileikalausra manna mögu- legt að velja eitthvað í stað þess að fá gjörspillt pakk til að ákveða það. 4 VIKAN ll.TBL. 1991

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.