Vikan - 30.05.1991, Qupperneq 5
ERT ÞÚ MEÐ ÁBENDINGU?
Leitað að forsiéu-
stúlku ársins 1991
Eins og skýrt var frá í síð-
asta tölublaði Vikunnar
er nú hafin leit að for-
síðustúlku ársins 1991 i sam-
vinnu við skemmtistaöinn vin-
sæla Yfir strikið við Ármúla.
Leitað er að samtals átta stúlk-
um og verða þær kynntar
bæði í Vikunni og Samúel, en
tímaritin eru bæði gefin út af
SAM-útgáfunni. Hafir þú
ábendingu er ekki eftir neinu
að bíða með að koma henni á
framfæri.
Heildarverðmæti verðlaun-
anna, sem forsíöustúlkan
hlýtur, verður ekki undir hálfri
milljón króna og stór hluti í
reiðufé. Meðal verðlauna
verða ferðalög, hljómtæki,
snyrtivörur og föt svo eitthvað
sé nefnt. Það er því til mikils
að vinna.
Segja má að þessi SAM-
keppni sé beint framhald af
Hollywood-keppninni sem Vik-
an og Samúel stóðu að ásamt
skemmtistaðnum í liðlega ára-
tug og þótti jafnan takast með
miklum ágætum. Sú keppni fór
síðast fram í fyrra, síðasta
árið sem skemmtistaðurinn
bar nafnið Hollywood. Þá voru
keppendurnir níu talsins og úr
þeirra hópi var valin Ijós-
myndafyrirsæta Samúels, en
það er einmitt hún sem prýðir
forsíðu þessa tölublaðs Vik-
unnar. Hún heitir Bryndis
Ólafsdóttir og hefur haft úr
nægum Ijósmyndafyrirsætutil-
boðum að velja síðan hún
hlaut titilinn. Hún hefur gengið
til liðs við Módel 79 og vegnað
vel á þeim vettvangi.
Tvær stúlkur úr Hollywood-
keppninni í fyrra fóru utan til
þátttöku (fegurðarsamkeppn-
um. Lísa Björk Davíðsdóttir fór
til Taiwan þar sem hún keppti
um titilinn Queen of Europe og
Sigrún Jónsdóttir tók þátt í
keppninni Queen of the World
í Baden-Baden. Til stóð svo
að ungfrú Hollywood, Elín
Reynisdóttir, færi í júlí til Pól-
lands til að taka þar þátt í vali
þessa árs á Queen of Europe.
Úr því getur ekki orðið að Elín
fari til þeirrar keppni af óvið-
Bryndis Ólafsdóttir, sem í Hollywood-keppnlnni 1990 var kosin
Ijósmyndafyrirsæta Samúeis. LJÓSM.: GUNNLAUGUR
ráðanlegum orsökum og varð
því úr að SAM-útgáfan fól
annarri stúlku úr Hollywood-
keppninni það hlutverk að
vera fulltrúi íslands í keppn-
inni. Hún heitir María Guðrún
Sveinsdóttir og er úr Kópa-
vogi.
Ráðgert er að sigurvegarinn
í forsíðustúlkukeppni SAM-út-
gáfunnar taki þátt í keppninni
um titilinn Queen of the World
1992.
Að lokum skal ítrekað aug-
lýst eftir ábendingum fyrir
keppnina. Þeim skal koma á
framfæri við ritstjóra Samúels
og Vikunnar, Þórarin Jón
Magnússon, fyrir 15. júní
næstkomandi. Æskilegast er
að ábendingunum sé komið
skriflega á framfæri ásamt
mynd.
Fyrir forsíðumyndatöku þessa
tölublaðs Vikunnar var Bryndís
förðuð af Kristínu Stefánsdóttur
með No Name Cosmetics
snyrtivörunum vel þekktu.
María Guðrún Sveinsdóttir kemur fram á kynningarkvöldi í
Hollywood í fyrra. SAM-útgáfan sendir Mariu til keppni um titilinn
Queen of Europe í júlí. UÓSM.: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON
11.TBL1991 VIKAN 5
UÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON