Vikan


Vikan - 30.05.1991, Qupperneq 5

Vikan - 30.05.1991, Qupperneq 5
ERT ÞÚ MEÐ ÁBENDINGU? Leitað að forsiéu- stúlku ársins 1991 Eins og skýrt var frá í síð- asta tölublaði Vikunnar er nú hafin leit að for- síðustúlku ársins 1991 i sam- vinnu við skemmtistaöinn vin- sæla Yfir strikið við Ármúla. Leitað er að samtals átta stúlk- um og verða þær kynntar bæði í Vikunni og Samúel, en tímaritin eru bæði gefin út af SAM-útgáfunni. Hafir þú ábendingu er ekki eftir neinu að bíða með að koma henni á framfæri. Heildarverðmæti verðlaun- anna, sem forsíöustúlkan hlýtur, verður ekki undir hálfri milljón króna og stór hluti í reiðufé. Meðal verðlauna verða ferðalög, hljómtæki, snyrtivörur og föt svo eitthvað sé nefnt. Það er því til mikils að vinna. Segja má að þessi SAM- keppni sé beint framhald af Hollywood-keppninni sem Vik- an og Samúel stóðu að ásamt skemmtistaðnum í liðlega ára- tug og þótti jafnan takast með miklum ágætum. Sú keppni fór síðast fram í fyrra, síðasta árið sem skemmtistaðurinn bar nafnið Hollywood. Þá voru keppendurnir níu talsins og úr þeirra hópi var valin Ijós- myndafyrirsæta Samúels, en það er einmitt hún sem prýðir forsíðu þessa tölublaðs Vik- unnar. Hún heitir Bryndis Ólafsdóttir og hefur haft úr nægum Ijósmyndafyrirsætutil- boðum að velja síðan hún hlaut titilinn. Hún hefur gengið til liðs við Módel 79 og vegnað vel á þeim vettvangi. Tvær stúlkur úr Hollywood- keppninni í fyrra fóru utan til þátttöku (fegurðarsamkeppn- um. Lísa Björk Davíðsdóttir fór til Taiwan þar sem hún keppti um titilinn Queen of Europe og Sigrún Jónsdóttir tók þátt í keppninni Queen of the World í Baden-Baden. Til stóð svo að ungfrú Hollywood, Elín Reynisdóttir, færi í júlí til Pól- lands til að taka þar þátt í vali þessa árs á Queen of Europe. Úr því getur ekki orðið að Elín fari til þeirrar keppni af óvið- Bryndis Ólafsdóttir, sem í Hollywood-keppnlnni 1990 var kosin Ijósmyndafyrirsæta Samúeis. LJÓSM.: GUNNLAUGUR ráðanlegum orsökum og varð því úr að SAM-útgáfan fól annarri stúlku úr Hollywood- keppninni það hlutverk að vera fulltrúi íslands í keppn- inni. Hún heitir María Guðrún Sveinsdóttir og er úr Kópa- vogi. Ráðgert er að sigurvegarinn í forsíðustúlkukeppni SAM-út- gáfunnar taki þátt í keppninni um titilinn Queen of the World 1992. Að lokum skal ítrekað aug- lýst eftir ábendingum fyrir keppnina. Þeim skal koma á framfæri við ritstjóra Samúels og Vikunnar, Þórarin Jón Magnússon, fyrir 15. júní næstkomandi. Æskilegast er að ábendingunum sé komið skriflega á framfæri ásamt mynd. Fyrir forsíðumyndatöku þessa tölublaðs Vikunnar var Bryndís förðuð af Kristínu Stefánsdóttur með No Name Cosmetics snyrtivörunum vel þekktu. María Guðrún Sveinsdóttir kemur fram á kynningarkvöldi í Hollywood í fyrra. SAM-útgáfan sendir Mariu til keppni um titilinn Queen of Europe í júlí. UÓSM.: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON 11.TBL1991 VIKAN 5 UÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.