Vikan


Vikan - 30.05.1991, Side 6

Vikan - 30.05.1991, Side 6
TEXTl: GUÐNÝ Þ. MAGNÚSDÓTTIR / LJÓSM.: BINNI m&mfm Einn þeirra þatta i mannlegum samskiptum sem hvað minnsta umfjöllun hafa hlotið opinberlega er framhjáhald. Það er ekki að undra þar sem um er að ræða afar viðkvæman og erfiðan málaflokk sem fæstir vilja kann- ast við. Það er þó til lítils að neita að horfast í augu við að framhjáhald er staðreynd í lífi margra og hefur alltaf verið. Vikan ákvað að leita til einstaklinga sem kynnst hafa framhjáhaldi af eigin raun, ýmist sem þolendur eða gerendur. Ekki var auðvelt að fá fólk j til að deila þessari reynslu sinni með okkur og ekki tókst að fá karlmenn til viðtals. Hér með er því lýst eftir reynslu þeirra og viðhorfum. Þær tvær konur sem Vikan átti viðtal við eiga það sammerkti að hafa reynslu af framhjáhaldi þótt á ólíkan hátt sé. Önnur var viðhald gifts manns í tvö ár en hin „komst upp á milli hjóna“ eins og sagt er og er nú gift manninum. Vikunni lék forvitni á að kynnast reynslu þeirra og þær féllust á viðtal með því skilyrði að nöfnum þeirra væri haldið leyndum. Við þeirri bón var sjálfsagt að verða enda um viðkvæm einkamál að ræða. Einnig er Ijóst að það hverjar þær eru skiptir varla máli heldur það sem þær hafa frá að segja. Ýmsu er breytt í frásögnum þeirra svo enginn geti þekkt sig í þeim en eftir stendur sá hluti frásagnanna sem mestu skiptir; reynsla tveggja íslenskra kvenna. Vikan leitaði einnig til sálfræðings, Valgerðar Magnúsdóttur á Akureyri, og bað hana að skýra orsakir framhjáhalds og afleiðingar. í næstu viku verður síðan rætt við konu sem var yfirgefin af eiginmanni sínum vegna annarrar konu. Ó VIKAN ll.TBL. 1991

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.