Vikan - 30.05.1991, Page 10
II Ég vissi
frá byrjun að
maðurínn var
giHur og siíkt
samband kom
aldrei til greina frá
minni hálfu. Ég
held varla að ég
hafi vitað að það
tiðkaðist að fólk
héldi fram hjá. fl
ff Það hvarflaði
aldrei að mér að
hann værí að Ijúga
að mér enda hafði
ég enga ástæðu
til þess þar sem
við vorum alls
staðar saman
opinberíega. ff
Ég var svo brotin
andiega þegar þetta
var að ég var gjörsam-
lega viljalaust verkfæri
« höndum hans. Hann
fár með mig nákvæm-
lega eins og honum
sýndist. Niðuríæging
mín var algjör og
sjálfsfyrirlHning orðin
sterkasti þátturinn
í fari mínu. ff
ff Þegar ég virði hann
fyrír mér núna get ég
ekki annað en brosað
með sjálfri mér. Gamli
sjarmörinn er orðinn
svotítið rauður í framan
af of mildlli drykkju og
maginn orðinn fram-
stæður. AHtaf tekst
honum þó að ná sér í
nýtt og nýttviðhald.MM
Hvað segir viðhaldið?
Frh. af bls. 9
aö fólk skiptist í tvo hópa hvaö
varðar álit á honum, það ann-
aðhvort elskar hann eða hatar.
Enginn er hlutlaus hvað hann
varðar og það ætti að segja
sína sögu um hvernig mann-
gerð um er að ræða. Ég sé eft-
ir á hvað ég var honum auð-
veld bráð.
Það hvarflaði aldrei að mér
að hann væri að Ijúga að mér
enda hafði ég enga ástæðu til
þess þar sem við vorum alls
staðar saman opinberlega.
Fljótlega sögðu nokkrir vinir
mínir mér þó frá því að hann
væri ekki skilinn og byggi enn
heima hjá konu sinni og
börnum. Þegar ég bar þetta
upp á hann sagði hann að
hjónaband sitt væri löngu búið
en þau gætu ekki skilið vegna
barnanna. Sagöi hann að þau
byggju undir sama þaki en
lifðu að öðru leyti engu samlífi.
Þau svæfu til að mynda aldrei
saman. Til að sannfæra mig
fór hann með mig heim til sín í
hvert sinn sem kona hans var
að heiman. Sýndi hann mér þá
hvar hann svaf á skrifstofu
sinni en hún í hjónarúminu.
Honum var mjög mikils virði að
við svæfum saman í hjóna-
rúminu í hvert sinn sem því
varð við komið. Ég reyndi það
en leið illa og sagði honum að
ég gæti ekki verið með honum
þarna. Honum þótti það mjög
miður en tók það ráð að leigja
sér íbúð úti í bæ og þar hitt-
umst við þegar við vorum ekki
heima hjá mér.
Á þessum tíma var ég flutt
að heiman en foreldrar mínir
komust þó fljótlega að þessu
sambandi. Faðir minn greip til
þess ráðs að láta sem hann
vissi ekki af neinu. Móðir mín
reyndi aftur á móti mjög að
tala um fyrir mér en það var til
einskis. Ég sá ekkert nema
Jón og trúði öllu sem hann
sagði. Að lokum hætti móðir
mín að tala við mig og það
sama má segja um hluta af
systkinum mínum og vinum.
Mánuðum saman talaði móðir
mín ekki við mig og það tók ég
mjög nærri mér.
Mannorð mitt var gjörsam-
lega komið í rúst og ég stóð
uppi vinalaus í vonlausu
sambandi við giftan mann. Þá
reyndi ég að horfast í augu við
staðreyndir en gat það ekki.
Nú sagði hann mér að hann
gæti ekki skilið við konu sína
vegna þess að fjármál þeirra
væru svo samtvinnuð að hann
stæði eftir eignalaus maður ef
hann gerði það. Og ég varð að
trúa honum því ég var ekki til-
búin að horfast í augu við
sjálfa mig og umhverfi mitt og
viöurkenna að ég hefði verið
opinbert viðhald gifts manns í
tvö ár og að hann ætlaði aldrei
að giftast mér.
Þegar ég var loks tilbúin að
horfast í augu við sannleikann
og reyndi að slíta sambandinu
notaði hann öll tiltæk ráð til að
halda mér og tókst það. Eitt
sinn eftir að ég hafði sagt hon-
um að ég vildi binda enda á
sambandið lét hann vin sinn
hringja í mig og tilkynna mér
lát sitt og útskýrði vinurinn í
smáatriðum hvernig það hefði
borið að. I heilan sólarhring
grét ég af sorg en frétti þá að
hann væri sprelllifandi á dans-
leik. Eftir dansleikinn kom
hann svo til mín og sagði mér
að ef ég reyndi að losna við
hann gerði hann eitthvað
þessu líkt aftur.
Ég var svo brotin andlega
þegar þetta var að ég var
gjörsamlega viljalaust verkfæri
f höndum hans. Hann fór með
mig nákvæmlega eins og hon-
um sýndist. Niðurlæging mín
var algjör og sjálfsfyrirlitning
orðin sterkasti þátturinn í fari
mínu. Ég hataði sjálfa mig fyrir
það sem ég var að gera en gat
samt ekki hætt þó ég væri sí-
fellt að gera einhverjar mátt-
leysislegar tilraunir í þá átt.
Það var ekki fyrr en hann
varð leiður á kvörtunum mín-
um að hann sleit sambandinu.
Honum þótti ég vera farin að
íþyngja sér og gera of miklar
kröfur til sín. Því fékk hann vin
sinn til að segja mér að ég
væri bara ein af mörgum kon-
um í lífi hans. Sagði hann að á
meðan á okkar sambandi
hefði staðið hefði Jón einnig
átt í sambandi við margar aðr-
ar konur og nefndi hann nöfn
því til áréttingar. Jón staðfesti
þetta og tilkynnti mér einnig að
kona sín væri ófrísk og hann
væri mjög ánægður með það.
Ég brotnaði algjörlega saman.
Sárust var ég út í sjálfa mig
fyrir að hafa leyft honum að
fara svona með mig. Mér
fannst ég einskis virði og enn
þann dag í dag er einhver hluti
af mér sama sinnis.
Þaö væri of langt mál að
rekja það hér hvaða áhrif þetta
hafði á mig því það liggur mikil
vinna í því að jafna sig eftir
svona reynslu. Ég get þó sagt
að ég þurfti gjörsamlega að
endurmeta sjálfa mig og líf
mitt eftir þetta. Ég held að mér
hafi tekist það bærilega þó
mér sé Ijóst að sumt get ég
aldrei lagfært. Stundum sækir
að mér biturð þegar ég hugsa
til þeirrar stúlku sem ég var
áður en ég kynntist Jóni. Auð-
trúa og barnaleg stúlka sem
engum vildi gera illt. Ég vildi
gefa mikið fyrir að engin önnur
lenti I slíku og þegar ég veit af
framhjáhaldi skipti ég mér af
því án þess að hika.
Af Jóni er það að segja að
hann er enn þann dag í dag
giftur sömu konunni og þau
eiga nokkur börn. Hann hefur
staðið í stöðugu framhjáhaldi
öll þessi ár og einhvern ávöxt
hefur nú þetta brölt hans borið
því hann á að minnsta kosti
eitt barn utan hjónabands.
Þegar ég virði hann fyrir mér
núna get ég ekki annað en
brosað með sjálfri mér. Gamli
sjarmörinn er orðinn svolítið
rauður í framan af of mikilli
drykkju og maginn orðinn
framstæður. Alltaf tekst hon-
um þó að ná sér í nýtt og nýtt
viðhald svo eitthvað hlýtur að
vera eftir af gamla Jóni. Hann
hefur oft reynt að ná sambandi
við mig í gegnum árin en það
er til einskis. Ég lærði mína
lexíu á sínum tíma og hef gert
upp hug minn hvað framhjá-
hald varðar. Framhjáhald bitn-
ar nefnilega illa á öllum sem
því tengjast, hvort sem þeir
eru viljugir aðilar að því eða
ekki.“ □
10 VIKAN 11.TBL.1991