Vikan - 30.05.1991, Blaðsíða 12
HVAÐSEGIR S Á L F R Æ ÐIN G U RIN N ?
!=
t=
'O
Q
GO
'ZD
o
i
£L
'>-
Q
o
Valgerður Magnúsdóttir
er sálfræðingur og starf-
ar hjá Félagsmálastofn-
un Akureyrar. Valgerður
hefur meðal annars unn-
ið mikið með konur sem
beittar hafa verið ofbeldi
af ýmsu tagi. Vikan leit-
aði til Valgerðar og bað
hana að velta fyrir sér or-
sökum framhjáhalds og
afleiðingum.
- Valgerður, nú virðast
flestir fordæma framhjáhald
en þrátt fyrir það sýnist það
vera algeng hegðun.
„Svo virðist sem fólk sé
býsna tvöfalt í roðinu gagnvart
framhjáhaldi. Flestum finnst
það skammarlegt athæfi og lítt
virðingarvert en þrátt fyrir það
sýna allar rannsóknir að kynlíf
fólks í sambúð með öðrum en
maka sínum er síður en svo
sjaldgæft. Nákvæmartölureru
ekki fyrirliggjandi en erlendar
rannsóknir hafa bent til að
nærri lagi sé að allt að rúm-
lega helmingur karla og tæp-
lega helmingur kvenna haldi
framhjá áöur en fertugsaldri er
náð. Framhjáhald á íslandi
gæti sem hægast verið álíka
algengt þótt um þaö sé ekkert
hægt að fullyrða. Þetta er
hegðun sem flestir fordæma
en æði margir leiðast engu að
síður út í slíkt.“
- Hvernig verður fólki við
þegar upp kemst um framhjá-
hald?
„Það er venjulega mjög
óvænt áfall þegar karl eða
kona uppgötvar að hinn aðil-
inn heldur framhjá. Því má á
margan hátt líka við það áfall
þegar dauðinn knýr dyra enda
má segja að sakleysið i hjóna-
bandinu sé nú horfið, dáið.
Traustið er fyrir bí og hug-
myndum um merkingu hjóna-
bandsins hefur verið kollvarp-
að.“
- Hver eru helstu viðbrögð
þolandans?
„Gott samband milli karls og
konu í sambúð byggist meðal
annars á tilfinningum þeirra í
milli og kynlífi sem aðrir hafa
ekki haft aðgang að. Þegar
þessi sérstaða er ekki lengur
fyrir hendi, haldið hefur verið
framhjá og nýjum aðila bland-
að inn í, þá eru viðbrögð þol-
andans venjulega áfall, reiði,
ótti og tortryggni. Samband
þeirra eins og þolandinn þekkti
það og hélt vera er einfaldlega
ekki til lengur, hann er ber-
skjaldaður og óöruggur og
finnst hann einskis virði þegar
einhver þriðji aðili á allt í einu
einnig orðið hlut að þessari
nánu miðlun tilfinninga.
Framhjáhald er langoftast
laumuspil og er innrás í tilfinn-
ingalega sambandið sem ríkir
milli hjónanna. Það veldurtog-
streitu, vekur sektarkennd hjá
gerandanum og þegar upp
kemst vakna ýmiss konar erf-
iðar tilfinningar hjá þolandan-
um. Þær geta verið allt frá reiði
og upp í það að veröldin virðist
hrynja gersamlega. Þetta virð-
ist jafnvel gerast innra með
þeim sem sjálfir hafa áður
haldið framhjá. Þeim finnst
eitthvað hafa verið tekiö frá
þeim sem tilheyrði þeim ein-
um. Stundum beinist reiðin að
gerandanum en hún getur
einnig snúist að elskhuganum
eða ástkonunni."
- Er einhver munur á körl-
um og konum sem þolendum?
„Rannsóknir hafa sýnt að
reiði karla, sem haldið hefur
verið framhjá, hefur tilhneig-
ingu til að beinast að elskhug-
anum og þeir finna til afbrýði-
semi í hans garð. Kona, sem
haldið hefur verið framhjá,
tengir afbrýðisemi sína meira
við það sem hún hefur misst,
athygli manns síns og um-
hyggju fremur en við ástkon-
una og keppinautinn."
- Nú hlýtur samband/
hjónaband að breytast mikið
eftir framhjáhald.
„Já, þegar annar aðilinn
heldur framhjá hefur samband
tveggja einstaklinga breyst á
þann hátt að sá þriðji hefur
haslað sér þar völl. Það hefur
mikil áhrif á þennan þríhyrning
hversu miklum þrýstingi ást-
maðurinn eða ástkonan beitir,
þriðji aðilinn í hjónabandinu.
Það skiptir einnig miklu máli
hversu mikið konan og karlinn
höfðu lagt í hjónaband sitt,
hversu miklar væntingar þau
höfðu til þess, hve gott sam-
band þeirra hafði verið og
hvers konar kynlífi þau lifðu.
Ennfremur skiptir að sjálf-
sögðu máli hvort stofnað hefur
verið til skyndikynna í eitt ein-
asta sinn eða hvort um lang-
varandi ástarsamband er að
ræða. STaða hjónanna hvort
gagnvart öðru breytist þó alltaf
við framhjáhald. Að sumu leyti
öðlast gerandinn sterkari að-
stöðu þrátt fyrir hugsanlega
sektarkennd því hann hefur
unniö sigur og fundið aðdáun
nýs aðila. Á sama tíma er þol-
andinn særður, yfirþyrmdur,
agndofa, ef til vill fokillur og
með sjálfstraust sem hefur
beðið hnekki."
- Hverjar eru helstu orsakir
framhjáhalds?
„Flestir þolendur framhjá-
halds „verða að vita hvaö
gerðist". Það er þeim mjög erf-
itt og um leið er þeim nánast
óbærilegt að heyra um at-
burðarásina. Hvað var á seyði
innan hjónabandsins sem
gerði að verkum að nauðsyn-
legt var að leita hófanna ann-
ars staðar? Hversu vænt getur
honum þótt um mig úr því aö
hann hélt framhjá mér? Þarna
er sjaldnast hægt að finna
óyggjandi svör. Þó benda at-
huganir til þess að draumórar
um framhjáhald séu þeim mun
líklegri sem hjónabandið er
lægra skrifað og því minna
fullnægjandi og sjaldgæfara
sem kynlífið er. Með draumór-
unum aukast likur á framhjá-
haldi ef tækifæri bjóðast.
Karl og kona í sambúð líta
yfirleitt á kynlíf sitt sem mikil-
væga miðlun náinna tilfinninga
og framhjáhald merkir óneit-
anlega að misvægi hafi mynd-
ast í þessum nánu tengslum á
milli þeirra. Stundum er annað
hvort þeirra hrætt við nálægð,
á erfitt með að mynda tilfinn-
ingasamband. Einnig getur
verið um óánægju að ræða ef
slíkt samband hefur ekki náð
að myndast og þroskast. Með
nánum tengslum á ég ekki við
að sitja saman við kertaljós og
Ijúfa tónlist og haldast í hendur
heldur fyrst og fremst að þau
þori að segja hvort öðru frá
óskum sínum og draumum í
lífinu og að traust og gagn-
kvæmur skilningur ríki á milli
þeirra.
Þegar konan er ótrú virðist
sem hún sé oft að leita að
þessum nánu tengslum utan
hjónabandsins, af því að hún
saknar þeirra og hefur gefist
upp við að ná þeim með karli
sínum. Hún leitar út fyrir
hjónabandið að bandamanni
sem hún getur látið sér líða vel
með. Ótrúr eiginmaður virðist
aftur á móti frekar vera að flýja
undan kröfunni um náin tengsl
og yfir í samband sem krefst
þeirra í minna mæli. Þetta er
þó sannarlega engin algild
regla, hvorki hjá karlinum eða
konunni. En þegar svona er
háttað er kynferðisleg löngun
ekki það sem fyrst og fremst
rekur fólk til framhjáhaldsins.
Ég hef séð athyglisverðar
hugmyndir, sem sálfræðingur
nokkur setti fram, um að
venjulega þegar annar aðilinn
heldur framhjá hafi hinn einnig
haft einhverja draumóra um
framhjáhald. Forsendurnar
séu fyrir hendi hjá báðum og
þetta sé í raun spurning um
hvort þeirra fái tækifæri og nýti
sér það. Þess vegna sé varla
hægt að segja að þetta sé eitt-
hvað sem komi fyrir hjá öðru
þeirra. Ég veit reyndar ekki
hversu mikið er hæft í þessum
hugmyndum. Alltént er þó
staðreynd að framhjáhald er
eitthvað sem snertir þau bæði
og sambandið á milli þeirra og
rökrétt er að leita skýringa aö
einhverju leyti í samspilinu á
milli þeirra. Og víst er að það
þarf vilja og vinnu hjá báðum
tveim ef þau ætla að byggja
samband sitt upp á nýjan leik
og komast yfir áfallið, óttann,
reiðina og vantraustið." □
12 VIKAN ll.TBL. 1991