Vikan


Vikan - 30.05.1991, Qupperneq 15

Vikan - 30.05.1991, Qupperneq 15
 ■NNARS HEIMS EINAR BJARNASON SEGIR FRÁ REYNSLU SINNI AF HANDAYFIRLAGNINGU OG FJARHEILUN Einar Bjarnason er sérstakur maður með óvenjulega hæfileika. Hann hefur í nær áratug starfað að söiu- og mark- aðsmálum. Samhliða áhuga á mark- aðsmálum hefur ávallt blundað með honum áhugi á því sem ófreskum aug- um er ekki hulið. Fyrir einu og hálfu ári uppgötvaði hann hæfileika sína til lækninga. Síðan hefur hann hjálpað á annað hundrað manns með handayfir- lagningu og fyrirbænum. Blaðamaður Vikunnar hafði spurnir af kraft- lækningum Einars óskaði hann eftir að hann svaraði nokkrum spurningum um starf sitt á þessum vettvangi - Hvenær og hvernig atvikaðist það að þú fórst að leggja fyrir þig heilun? „Ég var í Sálarrannsóknarfélagi Suðurnesja í mörg ár. Þar sótti ég marga skyggnilýsinga- fundi og var svo lánsamur að kynnast ýmsum læknamiðlum. Það sem mér er efst í huga frá þessum árum eru kynni mín af þremur miðlum sem voru frá Englandi, Sviþjóð og Bandaríkj- unum. Ég kynntist þeim sínum í hverju lagi á mismunandi tíma og þeir staðhæfðu allir að frá höndum mínum streymdi heilunarorka en að minn tími væri enn ekki kominn. Síðan gerist það skömmu eftir áramótin 1990 að vinkona mín segir mér frá sérstæðu helgarnámskeiði með Erlu Stefánsdóttur. Hún hvatti mig eindregið til þess að sækja þetta námskeið og ég ákvað að gera það þó að ég hefði í raun og veru ekki hugmynd um hvers eðlis þetta námskeið væri. Á fyrsta kvöldi námskeiðsins gerðum við æf- ingu sem fólst í því að reyna að skynja orkublik annarra. Ég gerði þessa æfingu með konu á miðjum aldri sem er sögð næm. Ég lagði hend- urnar í námunda við höfuð hennar og fann greinilega útstreymi eða orkublik líkamans. Mér fannst þetta mjög skrýtið því að ég hafði aldrei skynjað þetta áður. Erla hafði sagt okkur að ef einhver hluti orkubliksins væri veiklaður myndi útstreymi frá því svæði minnka eða kólna. Þegar ég síðan fer höndum um úlnliði konunnar finn ég hvernig útstreymið minnkar á þeim stað. Ég ákvað því að gefa henni orku á þeim stað eins og lagt hafði verið fyrir okkur í æfingunni. Mér til mikillar undrunar sá ég hvernig svipur konunnar breyttist. Hún hafði auðsjáanlega fundið einhvern mun. Ég spurði hana því næst hvort hún kenndi sér einhvers meins í úlnliðunum. Hún fullyrti að svo væri og sagðist þjást þar af liðagigt. Hún sagði mér einnig að þegar ég hefði haldið lófunum ( námunda við úlnliðina hefði hún skyndilega fundið heitan straum fara upp um handleggina. Sambærilegt fyrirbrigði gerðist síðan á fram- haldsnámskeiði sem ég sótti hjá Erlu Stefáns- dóttur. Þá vorum við að gera tilraunir með að gefa eða miöla orku. Ég lagði hendurnar á axl- Frh. á næstu opnu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.