Vikan


Vikan - 30.05.1991, Page 16

Vikan - 30.05.1991, Page 16
##Daginn eftir hringdi ég síðan heim ril Erlu og án þess ad ég hefði orð á því sem gerst hafði daginn ádur þakk- aði hún mér fyrir stuðninginn. Þetta var í fyrsta sinn sem ég fékk staðfestingu á því að fjarheilun gæti átt sér stað. Þessi reynsla varð mér mikil hvatning í þá veru að halda áfram á sömu braut.## ##Bað ég hana um að slaka á í að minnsta kosti hálftíma eftir að handayfirlagningunni lauk. Ástæðan fyrir því er sú að þrír aðstoðarmenn mínir, sem eru af öðrum heimi, halda heiluninni áfram eftir að ég hef gefið frá mér Ijósið.## Jf#Ég hef alla tíð verið á móti þessu orði, nýöld. Ástæðan er einfaldlega sú að flest af því sem flokkast undir þetta hug- tak eru ævafom hræbi.U ##Er ég geng inn í kirkjuna finn ég allt ■ einu hvernig ég fyllist af Ijósi. Mér fannst eins og ég víkkaði út og næði úttil veggjanna og upp í loftið. Ég var glóandi af Ijósi. Líkami minn var ein logandi orkustöð.## ##Ég skil ekki þá menn og konur sem segjast vera kristin en álíta dulrænt fálk útsend- ara hins illa. Ég bið fyrir þessu fálki því að því er skilnings vant. U irnar á konu sem var á námskeiðinu og hún sagði að við það hafði hún fundið fyrir blossa er leiddi niður allan líkamann. Þetta voru fyrstu skiptin sem ég fékk vísbendingu um að ef til vill gæti ég hjálpað fólki með heilun." - Hvert var framhaldið á þessari þróun? „Nokkrum vikum síðar var ég staddur á Sel- fossi. Ég frétti þá af því að Erla Stefánsdóttir hefði þurft að fresta einu af námskeiðum sín- um sökum veikinda. Ég ákvað því að leggjast fyrir í rúmið á Hótel Selfossi og einbeita mér að því að senda Erlu lækningaorku. Við það finnst mér líkt og sálarlíkaminn fari upp yfir jarðlík- amann og svífi í lausu lofti um það bil eitt fet frá honum. Um tíma fannst mér ég vera kom- inn til Reykjavíkur, heim til Erlu Stefánsdóttur. Daginn eftir hringdi ég síðan heim til Erlu og án þess að ég hefði orð á því sem gerst hafði daginn áður þakkaði hún mér fyrir stuðninginn. Þetta var í fyrsta sinn sem ég fékk staðfestingu á því að fjarheilun gæti átt sér stað. Þessi reynsla varð mér mikil hvatning í þá veru að halda áfram á sömu braut. Síðan gerist það í apríl sama ár að ég er staddur heima hjá móður minni. Þar er þá amma mín sem er 78 ára gömul. Hún var mjög slæm í öxlinni og gat ekki farið í kápuna hjálp- arlaust. Ég sagðist vilja gera tilraun á henni sem hún samþykkti. Ég lagði því næst hend- urnar yfir axlirnar á henni, fór með bæn og setti mig þannig í samband við æðri mátt. Síðan fann ég hvernig geysilegt rennsli af orku leiddi upp fæturnar, einnig niður höfuðuð, upp eftir líkamanum og síðan út um hendurnar sem sjóðhitnuðu. Þetta gerðist á tveimur til þremur mínútum og meðan á þessu stóð svitnaði ég svo mikið að skyrtan límdist við bakið á mér. Ég vann þannig í nokkra stund með ömmu mína. Skömmu seinna spurði ég hana hvernig henni liði og hún sagði mér að verkurinn sem hafði hrjáð hana um langt skeið væri gjörsam- lega horfinn. Þessi árangur varð til þess að styrkja mig enn betur í þeirri trú aö ég hefði hæfileika til heilunar. Annað atvik hjálpaði mér einnig í þessu sambandi. Það var þannig að kona vinar míns lá heima hjá sér illa haldin af flensu. Hún var vön að fá flensu árlega þegar sumar og vetur mætast. Hún var þá yfirleitt rúmliggjandi í viku til tíu daga og þurfti síðan að taka penísillín í þrjár vikur. Þegar maðurinn hennar bað mig um að hjálpa henni hafði hún verið rúmföst í tvo daga. Ég sagðist ætla að athuga hvað ég gæti gert. Um kvöldið, nánar tiltekið á mið- nætti, lagðist ég fyrir, fór með bænir mínar og hóf að senda henni lækningaorku. Þetta stóð yfir í um það bil fimmtán mínútur. Síðan hitti ég konuna tæpum hálfum mánuði síðar. Um leið og við hittumst þakkaði hún mér fyrir sending- una. Hún sagði mér jafnframt að nákvæmlega á miðnætti, sama kvöld og ég hafði hugsaö til hennar, hefði henni fundist eins og herbergið hennar fylltist af fólki. Hún náði sér einnig full- komlega af veikindunum, mætti til vinnu dag- inn eftir og þurfti ekki einu sinni að taka inn penísillín. Þetta var í annað sinn sem ég fékk skýra svörun við fjarheilun. Ég fann þá að í hvert skipti sem ég set mig í samband og vinn með Ijósið þá styrkist ég. Síðan hef ég haldið áfram að vinna með fjöldann allan af fólki og það hefur verið leitað til mín úr ólíklegustu áttum." - Getur þú nefnt fleiri dæmi um árangur á þessu sviði? „( september á síðasta ári fór ég til Banda- ríkjanna ásamt kunningja minum. Þar kynntist ég stúlku sem er söngkona. Hún hafði slasast á skíðum, var bólgin á öðrum fætinum og þurfti sífellt að vera með teygjubindi. Hún hafði leit- að til ýmissa lækna sem gátu lítið að gert nema gefið henni verkjalyf. Þessi meiðsl háðu henni og stundum kom fyrir að henni skrikaði fótur á sviðinu á meðan hún var að syngja. Kunningi minn sagði henni að ég væri lækna- miðill og ráðlagði henni að leita til mín. Þar sem hún hafði enga vantrú á slíku bað hún mig um að hjálpa sér. Ég lagði hendurnar yfir orku- stöðvar líkamans og fótlegg hennar og gaf henni orku um stund. Síðan bað ég hana um að slaka á í að minnsta kosti hálftíma eftir að handayfirlagningunni lauk. Ástæðan fyrir því er sú að þrír aðstoðarmenn mínir, sem eru af öðrum heimi, halda heiluninni áfram eftir að ég hef gefið frá mér Ijósið. Þessi stúlka fann strax breytingu til batnaðar. Ég hef nokkrum sinnum haft samband við hana síðan og hún fullyrðir að frá því að þessi handayfirlagning átti sér stað hafi hún ekki kennt sér meins í fætinum. Þessi árangur spurðist út meðal vina hennar meðan ég dvaldi þarna. Einn daginn hafði samband við mig maöur sem hafði í nær þrjá mánuði verið svo slæmur í hælnum að hann neyddist til þess að ganga á táberginu. Sam- kvæmt lýsingu hans var engu líkara en bein væri að vaxa í hælnum á honum. Þegar ég kom til hans bað ég hann að sitja á stól fyrir framan mig. Hann var þá svo slæmur í hæln- um að hann þurfti að hafa kodda undir fætin- um. Ég gaf honum heilunarorku um stund og bað hann hálftíma síðar aö standa á fætur. Hann stóð upp en líkt og áður stóð hann á tá- berginu. Ég spurði hvort hann vildi ekki reyna að stíga í hælinn. Hann sagðist ekki þora það vegna þess að sársaukinn, sem því fylgdi, væri óbærilegur. Eftir ítrekaðar áskoranir lét hann loks verða af því. Okkur báðum til mikillar furðu stóð hann nú eðlilega í báða fæturna án þess að finna fyrir nokkrum meiðslum. Ég hef sjaldan séð mann svo ánægðan. Sjálfur var ég mjög undrandi því hann varð alheill eftir aðeins einn meðferðartíma. í þessari ferð tókst mér að hjálpa fleirum bæði með handayfirlagningu og einnig fjarheilun." - Þú minntist á að þú hefðir þrjá aðstoð- armenn af öðrum heimi. Getur þú sagt okk- ur eitthvað nánar af þeim? „Ég veit að þeir eru þrír en ekki hvað þeir heita né hvaðan þeir koma. Mér hefur verið sagt af miðli að ég væri á ákveðnu millistigi og að ég muni hitta aörar liknarverur sem eiga eftir aö koma inn í myndina." - Nærð þú ekki betri árangri þegar þú ert í nálægð við þá persónu sem þú ert að heila fremur en með fjarheilun? „Það virðist eiginlega ekki skipta miklu máli. Ég hef náð ótrúlegum árangri með fjarheilun og mér hefur tekist að heila fólk sem er í mikilli fjarlægð frá mér. Ég hef hins vegar lesið um það í erlendu riti um heilun að þegar um fjar- heilun sé að ræða eigi sér stað meiri samræm- ing á líkamanum í heild sinni heldur en þegar ákveðin svæði eru tekin til meðhöndlunar. Þegar ég hitti fólk persónulega beiti ég handa- yfirlagningu á ákveðin svæði líkamans en jafn- framt fjarheilun því ég held yfirleitt áfram að vinna með viðkomandi persónu þegar hún er farin frá mér. Þegar ég var kominn til íslands var haft sam- band við mig frá Bandaríkjunum og ég beðinn um að hjálpa tveimur manneskjum, manni og konu í New York. Þó að mér hafi tekist að miðla lækningaorku frá Selfossi til Reykjavíkur og milli staða á Suðurnesjum átti ég erfitt með að trúa þvf að slíkt væri mögulegt milli heims- álfa. Ég kvaðst þó mundu reyna að gera mitt besta. Ég bað þetta fólk einnig að hafa sam- band við mig ef það fyndi einhvern árangur af viðleitni minni. Seinna um kvöldið setti ég mig í samband eins og ég er vanur aö gera og sendi frá mér heilunarkraft. Klukkutíma síðar hringdi þetta fólk frá Bandaríkjunum og lýsti reynslu sinni. Þau sögðust bæði hafa fundið fyrir værð og hita í líkamanum á sömu stundu og ég hafði hugsað til þeirra. Mér varö því Ijóst að fjarlægðir virðast ekki skipta neinu máli í heilun.“ - Getur þú nefnt dæmi um sjúkdóm sem hefur verið greindur af lækni og þér hefur tekist að ráða bót á? „Ég var til dæmis með konu í heilun sem var 16 VIKAN ll.TBL. 1991

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.