Vikan - 30.05.1991, Qupperneq 19
sterk í korti Arnar. Þessi plán-
eta tungumálsins og þeirra
tækja sem við notum til tjá-
skipta, birtist í korti Arnar sem
stjórnunarpláneta Tvíburans,
kemur aftur í 0 gráðum á rís-
andann, auk þess sem Venus,
Mars og Úranus eru í þriðja
húsi hjá Erni. Þriðja húsið er
táknrænt fyrir hugsun og tjá-
skipti við umheiminn og
tengist, viti menn, Tvíbura-
merkinu og plánetunni Merkúr.
Þeim 99 prósentum lands-
manna sem þekkja til starfa
Arnar ætti ekki að koma þessi
vitneskja á óvart. Sem afi
gamli á Stöð tvö, Bogi róni,
Davíö borgarstjóri, Ófeigur
fréttamaður, Friðmar Gauks-
son matargat og hvað þeir
heita allir, hefur Örn stytt okkur
stundir og miðlað til okkar
skemmtun og upplýsingum
um sjálf okkur undanfarin ár.
Samkvæmt korti Arnar blund-
ar í honum bæði fjölhæfur
hugsuður, nýsköpunarmaður
og næmur rannsakandi.
Rannsakandinn hefur sterkt
ímyndunarafl sem gott er að
virkja í listrænni, andlegri eða
II Það er miklu
skemmtilegra að vera
innan um gáfað fólk
heldur en eintóma
vitleysinga. Það
gengur ekki upp,
nema fólk fái þá
hreinlega borgað ffyrir
að láta eins og
vMeysingar. f f
ffÖrn er mjög
rómantískur og ef við
ætlum út að borða
pantar hann borð á
besta staðnum og
lætur kampavin biða
eftir okkur við borðið.
ff
sálrænni vinnu. Hugsuðurinn
nýtur sín í margs konar miðl-
unarstörfum og verkefni ný-
sköpunarmannsins þurfa að
vera skapandi og lífleg. Miðað
við þetta mætti ætla að Örn
væri í afar öfundsverðri stöðu,
því fljótt á litið virðast allir
þessir þættir fá að njóta sín í
störfum hans.
Örn samsinnir því að hann
sé öfundsverður af starfi sínu.
„Það er Ijómandi gaman að
vera leikari. Það er verið að
spá og spekúlera og oft er á-
kveðin og skemmtileg heim-
speki sem felst [ þeim pæling-
um sem fram fara. Forvinnan
getur því verið mjög skemmti-
leg og einfaldlega er þetta
mjög gefandi starf á alla lund.“
Örn upplýsir að þeir Spaug-
stofumenn leggi Knurnar að
persónusköpun þeirra er fram
koma á Stöðinni saman, en að
síðan æxlist skissurnar eftir
persónuleika hvers og eins.
„Það er til dæmis ekki nóg
með að Ófeigur fréttamaður
eigi í basli með að koma texta
sínum frá sér, hann á líka erfitt
með að læra hann, svo
liggja í augum uppi. Hann deil-
ir og deilir svo aftur í útkom-
una.
Tvíburinn felur í sér lögmál
valsins. Hann verður að velja
réttu hugmyndirnar svo sál
mannkynsins megi þroskast
og vaxa. Hvert stjörnumerki er
aðeins fulltrúi eins tólfta af lífi
mannkynsins og sál. Hlutverk
Tvíburans er að velja þær
hugmyndir sem mannkynið
mun byggja siðmenningu sína
á.
Til þess beitir Tvíburinn
huganum eða réttara sagt rök-
Páll Magnússon
Ragnhildur Helgadóttir
Tinna Gunnlaugsdóttir
Þór Tulinius
Þórdís Arnljótsdóttir
Örn Árnason
Bob Dylan
lan Fleming
Joan Collins
Judy Garland
Paul Gauguin
Tom Jones
John F. Kennedy
Barry Manilow
Marilyn Monroe
Laurence Olivier
Cole Porter
Brooke Shields
Rudolph Valentino
John Wayne
hugsuninni. Það er ólíklegt að
Tvíburinn viðurkenni nokkuð
nema hann beiti skynseminni
á það; að það hafi staðist hans
persónulega rökfræðipróf. Það
má kannski segja að greind
Tvíburans sé vísindalegs eðlis
því hann skilgreinir upplýsing-
ar vandlega, lætur kerfisbund-
ið reyna á hlutina og dregur
síðan ályktanir af því sem
þessar tilraunir hafa leitt í Ijós.
Tvíburar eru að vísu afar
sveigjanlegir og breytilegir en
þeir vilja aðeins láta þá eðlis-
þætti í Ijós þegar þeim sjálfum
hentar.
Tvíburar eiga auðvelt með
að koma fyrir sig orði og að sjá
göt í röksemdafærslu. Þeir
heimta líka sannanir í orðum;
trúin ein verður aldrei nægi-
lega sterk til að sannfæra þá.
Hugarstarfsemi Tvíburans er
svo flókin að hann getur fært
fram skynsamleg rök og talað
sjálfa sig út í hvað sem hann
vill, einungis með því að nota
heimatilþúna rökfræði. Til
þess að Tvfburinn fái sem
mest út úr sínum miklu guðs-
gjöfum verður hann að vera
yfir hugann hafinn; gera hann
að þjóni sínum en ekki vera
heltekinn af honum.
HUGMYNDIR OG LÍFS-
REGLUR MANNKYNSINS
Sá Tvíburi sem náð hefur
þessu stigi getur gefið
mannkyninu þær hugmyndir
og lífsreglur sem það þarf til
að þróast. Hann getur útskýrt
þessi hugtök með því orðavali
sem best á við þá stöðu sem
mannkynið er í á hverjum
tíma. Tvíburasnillingurinn
mun ávallt geta fundið ná-
kvæma aðferð til að tjá sig
með skarpri greind sinni og
hnitmiðaðri hugsun.
Líkt og Vogin, Vatnsberinn
og Meyjan er Tvíburinn ekki
táknaður með neinu dýri. Tvf-
burinn er mannlegt merki og
sem slíkt er þjónustuhlutverk
hans það að útskýra sam-
bandið milli mannkynsins og
hinna ríkjanna: steina-, jurta-
og dýraríkisins og hinna heil-
ögu anda. Tvíburinn verður
þannig kennarinn og vísinda-
maðurinn. Það er í gegnum
þessar tilraunir sem Tvíbura-
hugurinn fær því áorkað að
mannkynið kynnist þeim lög-
málum betur sem skýra stöðu
þess í alheiminum. En þeir
einstaklingar sem reiða sig á
skilgreiningar og rökfræði,
hvaða stjörnumerki sem þeir
tilheyra, verða að gæta sín á
að útiloka ekki möguleika þess
sem þeir gera sér ekki sam-
stundis Ijóst og kalla þess
vegna „vitleysu", svo sem
lögmál stjörnuspekinnar. Við
verðum að muna að alheimur-
inn og möguleikar mannkyns-
ins eru án takmarka. Það er
Spaugstofan verður stundum
að taka tillit til þess,“ segir
Örn. „Spaugstofan er orðin
svo mikill hluti af manni. Það
sem hæst ber varðandi hana
er líklega vinátta okkar fimm-
menninganna og hvað það er
gaman að vinna með strákun-
um. Sérstaklega er þó gaman
að því hve vel fólki líkar þetta;
þá er tilganginum náð."
FJÖLHÆFNI í
ALGLEYMINGI
En hvernig er hann sjálfur?
„Hann er dæmigerður Tví-
buri,“ segir Jóhanna Kristín
Óskarsdóttir, eiginkona Arnar.
„Hann er mjög tvískiptur kar-
akter, en þeir eru báðir ósköp
vænir. Annars vegar er hann
heimakær en hins vegar afar
atorkusamur í starfi. Undan-
farið hefur borið meira á þeim
atorkusama og ég fer að
stækka mynd af honum svo
börnin þekki hann nú áreiðan-
lega." Börnin eru tvö, Óskar
Örn, sjö ára og Erna Ósk,
tveggja ára. „Honum Erni
Frh. á næstu opnu
aðeins þröngsýni sem setur
okkur hömlur.
MÖRG STUTT OG
SKEMMTILEG ÆVINTÝRI
Vinir og vinnufélagar eru Tví-
buranum mikilvægir því þeir
leggja honum til þær breyti-
legu kringumstæðursem hann
kann svo vel að meta. Hann er
einnig mikið fyrir skoðana-
skipti en gangi þau of langt
getur hann verið mjög ofstopa-
fullur ræðumaður.
Þótt Tvíburinn sé yfirleitt op-
inn og vingjarnlegur eru vin-
áttusambönd hans yfirleitt yfir-
borðskennd. Það er auðvelt að
kynnast Tvíburanum en að þvf
kemur að fólk gerir sér grein
fyrir því að samskiptin munu
ekki öðlast meiri dýpt. Sam-
skipti við Tvíbura eru létt, full
spennu en raunverulega ein-
lægni og tryggð skortir oft.
Sama má segja um ástar-
fundi Tvíburans. Hann kýs
fremur að eiga (mörgum stutt-
um og skemmtilegum ástar-
ævintýrum en flóknum og
krefjandi samböndum. Jafnvel
þegar í hjónaband er komiö
mun hinn vitri maki Tvíburans
aldrei klippa fiðrildavængi
hans of stutta. Lykillinn að vel-
gengni Tviburans liggur í
hæfni hans til að leika á öll
hljóðfæri persónuleika síns en
vera þó jafnframt hljómsveitar-
stjóri sinfóníu lífs síns.
11.TBL1991 VIKAN 19