Vikan


Vikan - 30.05.1991, Blaðsíða 24

Vikan - 30.05.1991, Blaðsíða 24
TEXTI: ÞORSTEINN EGGERTSSON / LJOSM.: BINNI ELDHUGINN EIGNASTJÓRI OG UMBODSMAÐUR HEIMSFRÆGRA HUÓMSVEITA SÖNGKONA í ÁRSLEYFI FRÁ SKRAUTLEGUM ÆVIFERLI í AMERÍKU Hún er hávaxin, með mikið rautt hár og það sópar af henni. Ef ein- hver er á óræðum aldri þá er það hún, vegna þess að hún fæddist nákvæmlega klukkan tólf á miðnætti á gamlárskvöld á sínum tíma og á meðan þutu flugeldar um loftið. Hún óx upp, giftist Ameríkana og flutt- ist með honum til Ameríku árið 1970. Þar fór hjónabandið í vaskinn og hún stóð ein uppi með fjögur börn. En Hafdís Olga Emilsdóttir, kölluð Olga Dís, er ekkert gefin fyrir vol og væl og bauð Bandaríkjunum, landi tækifæranna, birginn. Þar hefur hún unnið fyrir sér sem umboðsmaður heims- frægra hljómsveita og „eigna- stjóri". Það orð verður nánar Olga Dís fyrir utan heimili sitt i Bandarikjunum ásamt dóttur- dóttur sinni. útskýrt í viðtalinu hér á eftir. Hún er hér í ársleyfi frá störf- um og er með ýmislegt á prjónunum því að það er aldrei nein lognmolla í kringum hana. i upphafi viðtalsins lá auðvitað beinast við að byrja á byrjuninni og hún hefur orðið. - Fyrst átti ég heima í Kali- forníu. Mér fannst hún leiðin- leg, öll gul af sólskini. Alltaf sólskin, engar árstíðir, enginn snjór, ekkert rok(hlær). Ekkert íslenskt. Svo átti ég heima í Oregon i níu ár og Seattle í Washingtonfylki í tíu ár. Ég hef alltaf verið að færa mig svolítið norðar, nær islenskri veðráttu! ( Oregon vann ég hálft fjórða ár á afvötnunarstöð fyrir áfengissjúklinga. Þar varð ég algerlega afhuga áfengi og tóbaki en samt hef ég alltaf haft gaman af músíkinni og næt- urlífinu. Þá kynntist ég manni sem kallast víst trúbador á ís- lensku - ein- fari með gítar - og við fór- um að syngja saman opinber- lega. Ég hafði aldrei gert þetta áður og fannst það spennandi. Það gaf mér útrás. Okkur gekk alveg ágætlega þótt ég liti ekki á þetta sem vinnu enda tróð- um við bara upp um helgar. Hafdís Olga Emilsdóttir til í allt eða næstum því. En þetta varð til þess að ég kynntist mörgu fólki sem var í næturklúbbabransanum. - Var það þá sem þú byrj- aðir að syngja það sem kall- að er káhntrí hér á landi? - Nei, ég þoldi ekki country. Oj barasta. Oh! Þetta var sú hryllilegasta tónlist sem ég gat hugsað mér. Þetta var svo væmið og leiðinlegt að ég gat ekki hlustað á það. Nei, við sungum bara ballöður og Ijúft rokk; Sea Cruise og þessi gömlu, góðu lög. - Nú fékkstu umboð fyrir The Coasters, sem meðal annars sungu Yakety Yak, Charlie Brown, Poison Ivy og Along Came Jones. Hvernig kynntistu þeim? - Ég var að fara heim eitt kvöldið - í gallabuxum og stuttermabol - og ók framhjá klúbbi sem ég hafði aldrei komið inn í. Svo mér datt í hug að líta á staðinn. Og labba þarna inn á miðja skemmtun. Þarna voru þrír svertingjar að syngja. Ég tylli mér við barinn, hlusta og finnst ég kannast við þessi lög. Þá kom upp úr kaf- inu að barþjónninn þekkti mig, svo ég spurði: Hverjir eru þetta? Og hann segir: Hvar hefur þú eiginlega verið? Á (s- landi? Þetta eru The Coasters! Svo ég segi: Ertu klikkaður? Um hvað ertu að tala? Charlie Brown Coasters? Og rétt í því byrja þeir einmitt að flytja Charlie Brown. Ég gat náttúr- lega ekki látið nokkurn mann sjá mig eins og ég var klædd svo ég spurði hvað þeir yrðu þarna lengi. Hann sagði að þetta væri næstsíðasta skemmtunin þeirra svo ég bað hann um að taka frá sæti fyrir mig næsta kvöld. Ég fór heim, hringdi í vinkonu mína og sagði að hún yrði að koma með mér að sjá þessa menn. Við fórum í okkar bestu föt að sjá sjóið kvöldið eftir og feng- um góð sæti. Nú, í miðri sýn- ingu kemur einn þeirra og sest í fangið á mér. Þeir eru þekktir fyrir svona grín. Þetta vakti heilmikla kátínu í salnum því ég sleppti manninum ekki og hann gat ekki staðið upp. Það endaði með því að hinir komu og drógu hann upp aftur - og mig með. Þegar skemmtunin var búin og þeir voru búnir að skipta um föt komu þeir aftur niður í sal til að gefa eigin- handaráritanir. Á endanum komu þeir að tala við okkur af þvf að þetta spennitreyjuatriði hafði vakið eftirtekt. Það end- aði með því að þeir buðu okk- ur á matsöluhús sem er opið alla nóttina og við röbbuðum saman. Og ég segi: Það væri gaman að vinna með svona fólki eins og ykkur. Þá stakk einn þeirra, Terry Evans, uþp á því að ég kæmi þeim inn á einhverja klúbba í Oregon. 24 VIKAN ll.TBL 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.