Vikan


Vikan - 30.05.1991, Page 33

Vikan - 30.05.1991, Page 33
KYNNGIMÖGNUÐ FRAMHALDSSAGA EFTIR MEISTARA SPENNUSAGNA - STEPHEN KING AÐUR BIRT John Smith er kennari í smábæ í Bandaríkjunum. Hann verður fyrir höfuðhöggi sem barn og fær eftir það ,hugboð‘ öðru hverju - um hvar týnda hluti sé að finna eða að einhver verði fyrir óhappi. John og Sara, vinstúlka hans, fara kvöld eitt á héraðshátíð þar sem John vinnur fjárfúlgu f lukkuhjólinu. Meðan á vinningshrinu hans stendur fylgist Sara með honum. Hann leggur aftur og aftur undir á sama reitinn og svo virðist sem hann viti hvar bendillinn muni stansa næst. Meðan á þessu stendur er eins og Johnny sé í leiðslu - augu hans eru köld og fjarræn og á andliti hans er hörkusvipur sem hún er ekki vön að sjá. Johnny lendir í hroðalegu bílslysi á leið heim af hátíðinni. Hann fellur i dauðadá sem varir í fjögur og hálft ár. Meðan hann sefur kynnumst við Greg Stiilson, borgarstjóra í smábæ í New Hampshire. Einnig er leiddur til sög- unnar morðingi í Castle Rock - litlum bæ stutt frá sjúkrahúsinu sem Johnny liggur á. Þegar Johnny vaknar úr dáinu er greinilegt að hann getur öðlast vit- neskju um líf fólks og hugsanir með því einu að snerta það. Hann er kom- inn í þá hræðilegu aðstöðu að fólk bæði sækist eftir vitneskju hans og óttast hann sem einhvers konar furðu- fyrirbæri. FIMMTI HLUTI erb lagði frá sér símann. Drengurinn minn, hugsaði Herb. Vera hafði beðið Guð um kraftaverk, Herb hafði beðið þess að drengurinn dæi. Bæn Veru hafði verið svarað. Stephen King er höfundur sögunnar Misery. sem nu er synd við mikla að sokn i Bioborginm. Aðalhlutverkíð i þeirri mynd aflaði leikkonunni Kathy Bates oskarsverð- launa i ar. Af öðrum heims- frægum sögum höfundarins sem gerðar hafa verið kvikmyndir eftir ma svo nefna Christine. Cujo. Carrie. Pet Semetary og nu sið- ast haspennusög- una It. sem nytur mikilla vinsælda a myndbandaleigum landsins. Sagan Synir (Dead Zone) hefur einnig verið kvikmynduð. Þo þu hafir ekki fylgst með sögunni fram að þessu er ekki of seint að hefja lesturinn i þessu blaði. Þu verður ekki fyrir vonbrigðum. Hvað táknaði það og hver var þá staða hans? Og hvernig yrðu áhrif þess á hana? Hann gekk inn í stofuna. Vera sat á sófanum. Hún var klædd í gamlan, gráan sloþþ. Hún var að borða poþþkorn beint úr pottinum. Hún hafði bætt á sig tuttugu kílóum síðan Johnny lenti í slysinu og blóðþrýstingurinn var kominn upp úr öllu valdi. Læknirinn vildi setja hana á lyf en Vera vildi ekki sjá þau - væri það vilji Guðs að hún væri með háan blóðþrýsting, sagði hún, þá myndi hún hafa hann. Herb hafði eitt sinn bent á að vilji Guðs hefði aldrei hindrað hana í að taka aspirín við höfuðverk. Hún svaraði með sínu langþjáða, Ijúf- asta brosi og kraftmesta vopni sínu: þögninni. „Hver var í símanum?" spurði hún án þess að líta af sjónvarpinu. Prédikarinn Oral Roberts stóð með handlegginn um axlir þekkts fótboltamanns. ....og öll hafið þið heyrt þennan íþróttamann n. tbl 1991 VIKAN 33 BACHMANN ÞÝDDI

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.