Vikan - 30.05.1991, Side 35
KROSSGÁTUGERÐ: GUÐJÓN BALDVINSSON
svo var Herb kominn aö hliö hennar, augu hans
full af tárum. Hann hafði grennst - ekki jafnmikið
og Vera hafði þyngst en hann var greinilega
grennri. Hárið var á hröðu undanhaldi en andlitið
var það sama, hversdagslegt, ófrítt og kært. Hann
tók stóran vasaklút úr rassvasa sínum og þurrkaði
sér um augun með honum. Svo rétti hann fram
höndina.
„Sæll, sonur," sagði hann. „Gott að þú ert kom-
inn aftur.“
Johnny hristi hönd föður síns eins fast og hann
gat; rauð hönd föður hans gleypti föla og veik-
burða fingur hans. Johnny leit á þau til skiptis -
móður sína í Ijósblárri buxnadragt, föður sinn í
forljótum köflóttum jakka sem hefði hæft ryksugu-
sölumanni í Kansas - og hann brast í grát.
„Fyrirgefið," sagði hann. „Fyrirgefið, það er
bara það að ... “
„Gráttu bara,“ sagði Vera sem sat á rúminu við
hliðina á honum. Andlit hennar var heiðskírt núna.
Það var meiri móðir en móðursýki í því. „Gráttu
bara, stundum er það best.“
Og Johnny grét.
* 7 *
Herb sagði honum að Germaine frænka væri
dáin. Vera sagði að loks hefði tekist að safna fyrir
félagsheimili í Pownal og bygging hefði hafist fyrir
mánuði, um leið og ekki var frost í jörðu lengur.
Herb bætti við að hann hefði gert tilboð í verkið en
líklega kostaði heiðarleg vinna meira en þeirvildu
borga. „Suss, þú kannt ekki að tapa,“ sagði Vera.
Það varð svolítil þögn og svo sagði Vera: „Ég
vona að þú gerir þér grein fyrir því að bati þinn er
kraftaverk frá Guði, Johnny. Læknarnir gáfu upp
alia von. í Matteusarguðspjalli, níunda kafla, má
lesa..."
„Vera,“ sagði Herb í aðvörunartón.
„Vitanlega var það kraftaverk, mamma. Ég veit
það.“
„Er... er það?“
„Já. Og mig langar til að ræða það við þig ...
heyra þínar hugmyndir um hvað það táknar...
um leið og ég er kominn á fætur aftur.“
Hún starði á hann með opinn munninn. Johnny
leit framhjá henni á föður sinn og augu þeirra
mættust andartak. Johnny sá létti í augum föður
síns. Herb kinkaði kolli svo lítið bar á.
„Trúartaka!" hrökk upp úr Veru. „Drengurinn
minn hefur tekið trúna! Lof sé Guði!“
„Suss, Vera,“ sagði Herb. „Best að lofa Guð í
lágum hljóðum þegar maður er staddur á sjúkra-
húsi.“
„Ég fæ ekki séð hvernig hægt er að kalla þetta
annað en kraftaverk, mamma. Og við eigum eftir
að tala heilmikið um það. Um leið og ég losna
héðan.“
„Þú kemur heim,“ sagði hún. „Heim í húsið
sem þú varst alinn upp í. Ég hjúkra þér þar til þú
kemst til heilsu á ný.“
Hann var brosandi en það var áreynsla að
halda brosinu. „Auðvitað. Mamma, viltu fara fram
og biðja Marie um safa handa mér? Eða engifer-
öl? Ég er víst ekki vanur að tala og hálsinn á
mér..."
„Vitanlega." Hún kyssti hann á kinnina og stóð
upp. „Mikið ertu horaður. En ég laga það þegar þú
kemur heim.“ Hún fór út úr herberginu og sendi
Herb sigri hrósandi augnaráð um leið. Þeir heyrðu
smellina í skónum hennar fram ganginn.
„Hve lengi hefur hún verið svona?" spurði
Johnny hljóðlega.
Herb hristi höfuðið. „Það hefur smám saman
verið að ágerast síðan þú lentir í slysinu. En það
átti upptök sín löngu fyrr. Þú veist. Þú manst."
„Er hún ... ?“
„Ég veit það ekki. Þaðertilfólk í Suðurríkjunum
sem höndlar slöngur. Ég myndi kalla það geð-
veikt. Hún gerir það ekki. Hvernig líður þér,
Johnny? I alvöru?"
„Ég veit það ekki,“ sagði Johnny. „Hvar er
Sara, pabbi?"
Herb hallaði sér áfram og setti hendurnar milli
hnjánna. „Ég kann ekki við að segja þér þetta,
John, en ... “
„Er hún gift? Gifti hún sig?
Herb svaraði ekki. Hann kinkaði kolli án þess
að líta framan í Johnny.
„Ó, Guð," sagði Johnny holum rómi. „Ég óttað-
ist það.“
„Hún hefur verið frú Walter Hazlett í nærri þrjú
ár. Hann er lögmaður. Þau eiga lítinn dreng.
John... það trúði því enginn að þú myndir
vakna. Nema auðvitað móðir þín. Ekkert okkar
hafði neina ástæðu til að trúa því að þú myndir
vakna." Rödd hans var farin að titra, orðin hás af
sektarkennd. „Læknarnir sögðu ... ah, það skipt-
ir engu máli hvað þeir sögðu. Jafnvel ég gaf þig
upp á bátinn. Mér er illa við að viðurkenna það en
það er satt. Allt sem ég get farið fram á er að þú
reynir að skilja mig ... og Söru.“
Hann reyndi að segja að hann skildi en það
kom ekki annað út úr honum en veiklulegt krunk.
Líkami hans virtist sjúkur og gamall og skyndilega
var sem hann væri að drukkna í missinum. Glat-
aði tíminn hvíldi á honum eins og farg - eitthvað
raunverulegt, ekki bara óljóst hugtak.
HBLLTi SEC.ÍA FR'fl M kl~A\ 1 E M MPT- ÓUÆT 1 fiiLit/AM fli-LS TÍMfi- QiLS TA«T JÓAIfil
N*
sw y iTvw' ’&Btp***—£ JS-R’ Y/í /IV FdLÞDi ÖOTaí- FAL.L. Z > . t >
QÚPi i fi-Ajbl H-Vil-T \JER5L~ UðJ Tt%6- PkftbGS T' Tt L PRE6TS . í ¥ 11 \/ FRiÐfí MVaJT
SÚ& EKLA i *> > v V
CiR- icdmA ,/ s 3 Ö06.Í ELOS- A/BÍTÍ >
TAL Tí'AfÁ' MÓU,A > ItiAFTA TcLut- ÓP-ST.
HHE'3 F- iST B&T4 a/ 5~ s, > Y KStfi Z7
/ l 3 ¥ 5 HA6.AJ- 3 >
Lausnarorö í síðasta blaði 1-7: KRISTUR
ll.TBL. 1991 VIKAN 35