Vikan


Vikan - 30.05.1991, Page 38

Vikan - 30.05.1991, Page 38
ar er verkfræðingur eða arkitekt, hvor sem það er sem byggir brýr. hann byggir í sviss og þar er geitamjótk, geitaostur. barn. óóóó, hríðirnar! hríð- irnar eru hryllilegar og hún þarfnast deyfiiyfja, morfíns, þessi JOHANNA BORENTZ, vegna mjaðmarinnar, brotnu mjaðmarinnar. hún hefur iagast, sofnað, en nú vaknar hún og fer að æpa þegargrind hennar vikkar til að hieypa barninu út. eitt barn. tvö. og þrjú. og fjögur. þau koma ekki öll í einu, nei - þau eru upþskera margra ára. þau eru) „Börnin," sönglaði Johnny og talaði með kvenrödd, alls ekki með sinni eigin rödd. Það var kvenrödd. Svo kom söngur á hrognamáli. „i Guðs nafni, hvað ..." byrjaði Brown. „Pólska, það er pólska!" hrópaði Weizak. Augu hans voru þanin, andlitið fölt. „Þetta er vögguvísa og hún er á pólsku. Guð minn góður, hvað er hér á seyði?“ Weizak hallaði sér fram eins og til að fara yfir árin með Johnny, eins og til að stökkva yfir þau eins og til (brú, brú, hún er i tyrklandi. svo brú ein- hvers staðar í austurtöndum fjær, er hún í laos? get ekki sagt um það, misstum mann þar, við misstum HANS þar, svo brú i virginíu, brú yfir RAPPAHANNOCK-ÁNA og önnurbrú i kaliforníu. nú erum við að sækja um ríkisborgararétt og við sækjum tíma í heitu bakherbergi á pósthúsi þar sem alltaf er límiykt. það er nóvember 1963 og við grátum þegar við fréttum afmorði kennedys í dall- as við grátum og þegar litli drengurínn gerir heið- urstákn við kistu föður síns hugsar hún „DRENG- URINN ER ÓHULTUR" og það færir með sér minningar af bruna, stórbruna og sorg, hvaða drengur? Hana dreymir drenginn. hún fær höf- uðverk af því. og maðurinn deyr, HELMUT BOR- ENTZ deyr og hún og börnin búa i carmel i kali- forníu. í húsi á. á. á. sé ekki götunafnið, það er á dauða svæðinu, eins og árabáturinn, eins og skógarferðarborðið á enginu. það er á dauða svæðinu. eins og varsjá. börnin fara, hún fer á út- skriftarhátíðir þeirra eins af öðru og henni er illt í mjöðminni. eitt deyr í víetnam. hinum liður vel. eitt þeirra byggir brýr. hún heitir JOHANNA BOR- ENTZ og seint á kvöldin ein hugsar hún stundum i tifandi myrkrínu: „DRENGURiNN ER ÓHULT- UR.“) Johnny leit upp á þá. Honum leið skringilega í höfðinu. Ljósið furðulega í kringum Weizak var farið. Honum fannst hann vera með sjálfum sér aftur en veikburða og svolítið flökurt. Andartak leit hann á myndina sem hann hélt á og rétti hana siðan til baka. „Johnny?" sagði Brown. „Er allt í lagi með þig?“ „Þreyttur," tautaði hann. „Geturðu sagt okkur hvað henti þig?“ Hann leit á Weizak. „Móðir þín er á lífi,“ sagði hann. „Nei, Johnny. Hún dó fyrir mörgum árum. j stríðinu." „Þýskur hertrukkur fleygði henni gegnum sýningarglugga og inn í úrabúð," sagði Johnny. „Hún vaknaði á sjúkrahúsi haldin minnisleysi. Hún var ekki með nein skilríki. Hún tók sér nafnið Johanna... eitthvað. Ég náði því ekki en þegar stríðinu lauk fór hún til Sviss og giftist svissnesk- um ... verkfræðingi, held ég. Sérgrein hans var brúarsmíð og hann hét Helmut Borentz. Svo gift- ingarnafn hennar var - er - Johanna Borentz." Augu hjúkrunarkonunnar urðu stærri og stærri. Andlit Browns var herþt, annaðhvort af því að hann var búinn að ákveða að Johnny væri að gabba þau eða kannski bara af því að hann kunni ekki við að láta leysa upp snyrtilegu rannsóknirnar sínar. En andlit Weizaks var rólegt og íhugult. „Hún og Helmut Borentz áttu fjögur börn,“ sagði Johnny með sömu rólegu, þreytulegu rödd- inni. „Hann ferðaðist um allan heim í sambandi við starf sitt. Hann var í Tyrklandi um hríð. Ein- hvers staðar í Austurlöndum fjær, Laos, held ég, kannski í Kambódíu. Svo kom hann hingað. Fyrst til Virginiu, svo á aðra staði sem ég náði ekki, Kaliforníu að lokum. Hann og Johanna urðu am- erískir ríkisborgarar. Helmut Borentz er dáinn. Eitt barna þeirra er dáið einnig. Hin eru á lífi og líður vel. En hana dreymir þig stundum. Og í draumun- um hugsar hún 'drengurinn er óhultur’. En hún man ekki nafn þitt. Kannski telur hún það vera of seint." „Kalifornía?" sagði Weizak hugsandi. „Þú mátt ekki ýta undir þetta, Sam,“ sagði Brown. „Hvar í Kaliforníu, John?“ „í Carmel. Við ströndina. En ég sá ekki við hvaða götu. Það var þarna en ég sá það ekki. Það var á dauða svæðinu. Eins og skógarferðarborðið og árabáturinn. En hún er í Carmel í Kaliforníu. Johanna Borentz. Hún er ekki gömul.“ „Nei, vitanlega væri hún ekki orðin gömul,“ sagði Sam Weizak í sama hugsandi, fjarlæga tón- Johnny gerði sér skyndilega grein fyrir því að mikið grundvaliarumrót hafði átt sér stað í bandarískum stjórnmálum — næstum áreiðanlega vegna Víetnam- stríðsins — og að hann hafði misst af því. Hve mikið höfðu hlutirnir breyst? Hann óttaðist að spyrja. Svo datt honum nokkuð hryllilegt í hug. inum. „Hún var ekki nema tuttugu og fjögurra ára þegar Þjóðverjar réðust inn í Pólland." „Ég verð að krefjast þess, Weizak,“ sagði Brown hörkulega. Weizak virtist ranka við sér. Hann leit í kringum sig eins og hann væri að taka eftir yngri starfs- bróður sínum í fyrsta sinn. „Auðvitað," sagði hann. „Auðvitað þarftu þess. Og John er búinn að fá spurningatímann sinn ... þó ég haldi að hann hafi sagt okkur meira en við honum.“ „Hvaða þvæla,“ sagði Brown stuttlega og Johnny hugsaði: Hann erhræddur. Skíthræddur. Weizak brosti til Browns og síðan til hjúkrunar- konunnar. Hún horfði á Johnny eins og hann væri tígrisdýr í ótraustu búri. „Ekki ræða þetta, hjúkr- unarkona. Ekki við yfirmann þinn, móður þina, bróður þinn, elskhuga þinn né prestinn þinn. Er það skilið?" „Já, læknir,“ sagði hjúkrunarkonan. En hún talar, hugsaði Johnny og leit síðan á Weizak. Og hann veit það. * 2 * Hann svaf mest allt síðdegið. Um fjögurleytið var honum ýtt fram ganginn að lyftunni, farið með hann á taugadeildina og fleiri rannsóknir fram- kvæmdar. Johnny grét. Hann virtist hafa mjög lítið vald yfir þeirri líkamsstarfsemi sem fullorðið fóik á að geta hamið. Á leiðinni uþp pissaði hann á sig og það þurfti að skipta á honum eins og barni. Fyrsta (en langt frá síðasta) aldan af djúpu þung- lyndi helltist yfir hann og hann óskaði þess að hann væri dauður. Sjálfsvorkunn fylgdi þunglynd- inu og hann hugsaði um hve ósanngjarnt þetta væri. Hann gat ekki gengið. Stúlkan hans hafði gifst öðrum manni og móðir hans var í helgreipum trúarofstækis. Hann sá ekkert fram undan sem virtist þess virði að lifa fyrir. ( herberginu hans spurði hjúkrunarkonan hvort hann langaði í eitthvað. Hefði Marie verið á vakt hefði Johnny beðið um ísvatn. En hún hafði farið klukkan þrjú. „Nei,“ sagöi hann og sneri sér til veggjar. Eftir skamma stund var hann sofnaður. 8. KAFLI * 1 * Foreldrar hans litu inn í klukkustund um kvöldið og Vera skildi eftir bunka af bæklingum. „Við ætlum að vera hér þar til í vikulok," sagði Herb, „og þá ætlum við aftur til Pownal ef þér heilsast ennþá vel. En við komum hingað um hverja helgi." „Ég vil vera hjá drengnum mínum," sagði Vera hátt. „Það er best að þú gerir það ekki, mamma,“ sagði Johnny. Þunglyndinu var að létta en hann mundi hve svart það hafði verið. Ef móðir hans færi að tala um hin dásamlegu áform Guðs hon- um til handa meðan hann væri í því ástandi efað- ist hann um að hann gæti haldið aftur af móður- sjúkum hlátrasköllum. „Þú þarfnast mín, John. Þú þarfnast mín til aö útskýra..." „Fyrst þarf ég að láta mér batna,“ sagði Johnny. „Þú getur útskýrt þetta eftir að ég er far- inn að ganga. Samþykkt?" Hún svaraði ekki. Á andliti hennar var allt að því fyndinn þrjóskusvipur - nema það var ekkert sér- lega fyndið við hann. Alls ekkert. Ekkert nema duttlungar örlaganna, það er allt og sumt. Fimm mínútur fyrr eða síðar á þessum vegi hefðu getað skipt sköpum. En sjá okkur núna, öll veruiega illa farín. Og hún trúir því að Guð hafi áformað þetta. Annaðhvort það eða fara gersamlega yfir um, býst ég við. Til að rjúfa vandræðalega þögnina sagði Johnny: „Jæja, náði Nixon endurkjöri, pabbi? Hver bauð sig fram á móti honum?" „Hann náði endurkjöri," sagði Herb. „McGo- vern var í framboði á móti honum." „Hver?" „McGovern. George McGovern. Öldungadeild- arþingmaður frá Suður-Dakota.“ „Ekki Muskie?" „Nei. En Nixon er ekki forseti lengur. Hann sagði af sér.“ „Hvað þá?“ „Hann var lygari,“ sagði Vera þungbúin. „Hann bólgnaði út af drambi og herrann felldi hann.“ „Sagði Nixon af sér?“ Johnny var agndofa. „Hann?“ „Það var annaðhvort að hætta eða verða rekinn," sagði Herb. „Þeir voru að búa sig undir að kæra hann fyrir embættisbrot." Johnny gerði sér skyndilega grein fyrir því að mikið grundvallarumrót hafði átt sér stað í banda- rískum stjórnmálum - næstum áreiðanlega vegna Víetnamstríðsins - og að hann hafði misst af því. Hve mikiö höfðu hlutirnir breyst? Hann óttaðist næstum að spyrja. Svo datt honum nokkuð hrylli- legt í hug. „Agnew ... er Agnew forseti?" ■ „Ford," sagði Vera. „Góður, heiðarlegur maður." „Er Henry Ford forseti Bandaríkjanna?" „Ekki Henry," sagði hún. „Jerry.“ Hann starði á þau til skiptis, næstum sannfærð- ur um að þetta væri draumur eða fáránlegur brandari. „Agnew sagði líka af sér,“ sagði Vera. Varir hennar voru klemmdar saman, þunnar og hvítar. „Hann var þjófur. Hann tók við mútum á skrifstofu sinni. Þeir segja það.“ „Hann sagði ekki af sér vegna mútanna," sagði 38 VIKAN ll.TBL. 1991

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.