Vikan


Vikan - 30.05.1991, Síða 41

Vikan - 30.05.1991, Síða 41
VIÐSKIPTAKORT LESENDA VIKUNNAR: „Nei, ekkert sérstaklega," sagði Weizak. „Hann heidur að þú sért að gabba okkur, að af einhverj- um ástæðum sé þetta uppspuni. Kannski til að fá athygli. Ékki dæma hann eingöngu eftir því. Upp- lag hans gerir honum ókleift að halda annað. Reyndu að finna til samúðar með honum. Hann er snjall maður og hann mun ná langt. Hann er þeg- ar búinn að fá tilboð og hann á eftir að fara til Houston eða Hawaii eða jafnvel til Parísar. En hann er furðulega takmarkaður. Hann er heilavél- virki. Hann hefur skorið heila í smábúta með skurðhnífnum en ekki fundið neina sál. Þess vegna er engin sál til. Eins og rússnesku geimfar- arnir sem fóru kringum jörðina og sáu ekki Guð. Það er raunhyggja vélvirkjans og vélvirki er að- eins barn með afburða hreyfistjórn. Þú mátt aldrei segja honum að ég hafi sagt þetta." „Nei.“ „Og nú verðurðu að hvíla þig. Það er langur dagur fram undan á morgun." * 2 * Allt og sumt sem Johnny sá af hinum heimsfræga Ruopp lækni meðan á aðgerðinni stóð voru þykk gleraugu og stórt kýli vinstra megin á enni mannsins. Það sem eftir var af honum var með húfu, í slopp og með hanska. Johnny hafði fengið tvær sprautur fyrir aðgerð- ina svo hann var hátt uppi og hress þegar honum var rúllað inn á skurðstofuna. Svæfingalæknirinn nálgaðist með stærstu sþrautu sem Johnny hafði á ævi sinni séð. Hann vænti þess að stungan yrði sár og hann hafði ekki rangt fyrir sér. Hann var sprautaður á milli L4 og L5, fjórða og fimmta lendaliðs, nógu hátt uppi til að forðast mænutagl- ið, taugaknippið neðst í hryggnum sem minnir lítil- lega á tagl á hesti. Johnny lá á maganum og beit í handiegginn til að öskra ekki. Eftir óratíma fór sársaukinn að dvína og hann fann aðeins fyrir vægum þrýstingi. Að öðru leyti var neðri hluti líkama hans algerlega horfinn. Andlit Ruopps sveif fyrir ofan hann. Græni bófinn, hugsaði Johnny. Jesse James með gler- augu. Peningana eða lífið. „Fer vel um þig, herra Srnith?" spurði Ruopp. „Já. En mig langar ekkert til að endurtaka þetta." „Þú mátt lesa tímarit ef þú vilt. Þú mátt líka fylgj- ast með í speglinum ef þú telur þig þola það.“ „Allt í lagi.“ „Hver er blóðþrýstingur hans, hjúkrunarkona?" „Hundrað og tuttugu yfir sjötíu og sex, læknir.“ „Það er fínt. Eigum við að byrja, gott fólk." „Skiljið eftir læri handa mér,“ sagði Johnny veiklulega og kom hjartanlegur hláturinn á óvart. Ruopp klappaði á öxl hans með hanskaklæddri hönd sinni. Hánn horfði á Ruopp velja skurðhníf og hverfa aftur fyrir grænu gardínuna sem hékk í járnhring fyrir ofan Johnny. Spegillinn var kúptur svo Johnny sá allt svæðið í honum. „Ó, já,“ sagði Ruopp. „Ó, já, dí-dí-dí... hérna var það ... jamm og já ... allt í lagi... klemmu, í guðanna bænum reyndu að vakna, hjúkrunar- kona ... já... nú held ég að ég vilji fá eina ... nei, bíddu ... ekki fá mér það sem ég bið um, fáðu mér það sem ég þarfnast... já, allt í lagi. Bindi, takk.“ Með töngum rétti hjúkrunarkonan Ruoþþ eitt- hvað sem leit út eins og knippi af samansnúnum vírum. Ruopp tók varlega á móti þeim með sára- töng. Eins og ítalskur kvöldverður, hugsaði Johnny, og sjáið alla þessa spaghetti-sósu. Það var hún sem olli honum vanlíðan og hann leit undan. Fyrir ofan hann, á svölunum, horfðu hinir í bófaflokkn- um niður til hans. Augu þeirra virtust Ijós, misk- unnarlaus og skelfileg. Þá tók hann eftir Weiz- ak, þriðja frá hægri, með úrið snyrtilega nælt fram- an á sloppinn. Johnny kinkaði koll. Weizak kinkaði kolli á móti. Það bætti svolítið úr skák. * 3 * Ruopp lauk við tengingarnar milli hnjánna og kálf- anna og Johnny var snúið við. Þetta hélt áfram. Svæfingalæknirinn spurði hann hvort honum liði vel. Johnny svaraði að hann héldi að sér liði eins vel og hægt væri við þessar aðstæður. Honum var boðið að hlusta á spólu og tók því með þökkum. Andartaki síðar ómaði tær rödd Joan Baez um skurðstofuna. Ruopp vann áfram. Johnny syfjaði og hann blundaði. Þegar hann vaknaði var aðgerðin enn i gangi. Weizak var enn á staðnum. Johnny lyfti annarri hendinni til að gefa til kynna að hann vissi af honum og Weizak kinkaði aftur kolli. * 4 * Klukkutíma síðar var því lokið. Honum var rúllað inn í herbergi þar sem hjúkrunarkona spurði hann aftur og aftur hvort hann gæti sagt henni hve margar af tám hans hún væri að snerta. Johnny gat það eftir skamma stund. Ruoþp kom inn, bófagríman hangandi til ann- arrar hliðar. „Allt í lagi?“ spurði hann. „Já.“ „Þetta gekk mjög vel,“ sagði Ruopp. „Ég er bjartsýnn." „Gott.“ „Þetta verður sárt,“ sagði Ruopp. „Jafnvel mjög sárt. Sjálf meðferðin verður sár í fyrstu. Reyndu að halda það út.“ „Halda það út,“ tautaði Johnny. „Vertu sæll,“ sagði Ruopp og fór. Líklega, hugsaði Johnny, til að leika níu holur á golfvellin- um í grenndinni áður en yrði of dimmt. * 5 * Mjög sárt. Klukkan níu um kvöldið gætti staðdeyfingarinn- ar ekki lengur og Johnny var sárþjáður. Honum var bannað að færa fæturna nema með hjálp tveggja hjúkrunarkvenna. Það var eins og nagla- beltum hefði verið vafið um hnén og þau síðan hert grimmilega fast. Tíminn hægði á sér. Hann leit af og til á úrið sitt, þess fullviss að klukkutími væri liðinn síðan hann leit á það síðast og sá þess í stað að aðeins voru liðnar fjórar mínútur. Hann varð þess fullviss að hann þyldi ekki sársaukann í mínútu í viðbót, svo leið mínútan og hann varð þess fullviss að hann þyldi ekki við í aðra mínútu. Hann hugsaði um allar mínúturnar sem staflað- ar voru upp fram undan eins og smámynt og svartasta þunglyndi sem hann hafði kynnst helltist yfir hann og tók hann niður með sér. Þeir ætluðu að pynta hann til dauða. Aðgerðir á olnbogum hans, lærum, hálsi. Meðferð. Göngugrindur, hjólastólar, göngustafir. Þetta verður sárt... haltu það út. Nei, haltu það út sjálfur, hugsaði Johnny. Láttu mig bara i friði. Komdu ekki nálægt mér aftur með slátrarahnifinn. Ef þetta er ykkar hugmynd um hjálp vil ég ekki sjá hana. Stöðugur sársauki skarst inn í hold hans. Hlýja á maganum, lekandi. Hann var búinn að pissa á sig. Johnny Smith sneri andlitinu upp að vegg og grét. FRAMHALD í NÆSTU VIKU Á ÞITT VIÐSKIPTAKORT HEIMA HÉR? EF PÚ TELUR AÐ SVO SÉ HRINGIR ÞÚ í SÍMA 83122 OG TALAR VIÐ HELGU BEN, Höfum opnað nýja fatahreinsun með öllum nýjustu og bestu vélum sem fáanlegar eru í dag. Hreinsum allan venjulegan fatnað. Tökum í þvott fyrir fyrirtæki. Hreinsum einnig gluggatjöld, sængur, kodda, svefnpoka, gólfmottur, tjöld o.fl. HÁRSrtYRTISTOPAN GRAHDAVEQl 47 <2 626162 Hársnyrting fyrir dömur og herra OPIÐ A LAUGARDÖGUN SÉRSTAKT VERÐ PYRIR ELLILlPEYRISPEGA Mrafnhildur Konráðsdóttir hárgreiðslumeistari Helena Hólm hárgreiðslumeistari Ásgerður Felixdóttir hárgreiðslunemi RA/CARA- & mqtf/ÐSMZTVFA HVERFISGÖTU 62 ■ 101 REYKJAVlK 11. TBL. 1991 VIKAN 41

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.