Vikan


Vikan - 30.05.1991, Síða 42

Vikan - 30.05.1991, Síða 42
TEXTI: ÞORSTEINN ERLINGSSON Eins og lesendur muna eflaust var fjallað um heimsókn blaðamanns Vikunnar til Sebastian fyrirtækisins í Los Angeles á síðum annars tölu- blaðs þessa árs. Þar var meöal ann- ars fjallað um hið mikla átak fyrirtækisins i um- hverfisvernd. Síðan þá hafa forsvarsmenn þess að sjálf- sögðu ekki látið deigan siga. Þeir standa nú í stórræðum og er eitt af verkefnum þeirra að vekja æsku heimsins til umhugsunar um um- hverfi sitt og hvernig megi sem best vernda það. John Sebastian, forstjóri fyrirtækisins, hefur fylgt úr hlaði samkeppni barna á aldrinum sex til tólf ára um allan heim. Hún felst i að útbúa eitthvað sem fær aðra til að veita umhverfis- vernd athygli. Kallast keppnin Sebastian’s Little Green. Börnin geta sent inn teikningar, ritsmíðar, teiknimyndir, hluti, myndbandsupptökur eða hvaö sem þeim dettur í hug. Þau sem best þykir takast til fá verk sín birt í svokölluöum heimsálfubókum. Fjórar mismunandi bækur verða gefnar út í jafnmörgum heimsálfum, það er Ameríku, Evrópu, Ástralíu og Asíu. Bæk- urnar munu síðan fara um allan heim og verða til sýnis á ýmsum stöðum, meöal annars barnasöfnum, viðskipta- og skemmtana- miðstöðvum og víðar. Þeir sem eiga besta verkið í hverri bók fá peningaverðlaun sem eru fimm þúsund dollar- John Sebastlan, forstjóri Sebastian International, afhendir Paulu Abdui fyrsta eintak auglýsingamynd- ar sem sýnir hana halda í hönd teiknimyndafígúru þar sem þau standa saman á hnettinum. Myndin mun verða hengd upp á öllum hársnyrtistofum sem vinna með og seija Sebastian vörur. Unnið er að þvi að íslensk börn geti tekið þátt i barnasamkeppninni Sebastian Little Green. TEIKNIMYNDASAMKEPPNI SEBASTIANS: Rúm millión skiptist milli fjögurra barna Fá að auki Amazonferð með foreldrum sínum ar, en þeir eru lagðir á bankareikning og ekki er hægt að taka þá út fyrr en viðkomandi hefur náð ákveðnum aldri. Þá á að nota peningana til að kosta áframhaldandi nám barnsins. Einn- ig mun vinningshafanum og foreldrum hans verða boðið í skoðunarferð til Amazonregn- skóganna til að kynna sér aðstæður þar. Þeir sem taka þátt í þessari samkeppni munu fá send fréttabróf, límmiða og margt fleira. STJARNAN PAULA ABDUL Hin fræga söngkona og dansahöfundur Paula Abdul er talsmaður samkeppninnar, en hún hefur lengi verið fyrirmynd og áhrifavaldur barna, ekki sfst f Bandarikjunum. Þar hefur hún lagt þung lóð á vogarskálar vakningar barna í sambandi við umhverfisvernd. Hópur barna var með ýmsar uppákomur í tllefnl þess að samkeppni Sebastlan var hleypt af stokkunum. Fyrir aftan börnin má sjá fuiltrúa þeirra sem styðja samkeppnlna með einum eða öðrum haetti. 42 VIKAN 11.TBL.1991

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.