Vikan


Vikan - 30.05.1991, Page 46

Vikan - 30.05.1991, Page 46
JONA RUNA KVARAN MIÐILL SVARAR BREFI FRA LESANDA tWELSKAR MIG ENGINN SVAR TIL SAUTJÁN ÁRA STRÁKS Elsku Jóna Rúnal Ég hef alltaf lesið það sem þú hefur skrifað í Vikuna og finnst svörin þín meiri háttar. Vonandi hœttir þú aldrei að svara fólki sem vill fá ráð hjá þér. Ég er nýorðinn sautján ára og er frekar feiminn svo mér vex svolítið í augum að skrifa þér. Málið er að pabbi og mamma skildu þegar ég var þrettán ára og núna eru bœði gift aftur. Ég bý hjá mömmu og manninum sem hún giftist fyrir tveim árum. Þau eru mjög upptekin af sjálfum sér en samt virðast þau ekkert hamingjusöm. Tala iítið saman nema þegar þau eru að þrasa, finnst mér. Pabbi talar aftur á móti mjög sjaldan við mig og eiginiega bara þegar ég á frumkvœðið. Ég held að honum þyki ekkert vænt um mig og örugglega ekki konunni hans. Þegar ég var lltill var hann alltaf með mér og ég var eins og skugginn hans. Ég bý á heimili þar sem allt er til en samt má enginn vera að því að tala við mig. Mér líður svo ömurlega, Jóna Rúna, vegna þess að ég finn að ég er fyrirþeim öllum. Þau muna bara eftir mér, finnst mér, efég gleymi að gera eitthvað, sem þau œtlast til að ég geri eða þegar ég stend mig vei I einhverju sem viðkemur skólanum. Skólinn er eini staðurinn sem mér líður vei á. Ég á þó fáa vini þar en tala við þá sem tala við mig. Elsku Jóna Rúna, hvað á ég að gera? Ég er svo viss um að ekkerf þeirra elskar mig og mig langar ekki að lifa mikið lengur án þess að finna vœntumþykju og einhvern til að tala við um tilfinningar mínar og drauma. Ég er frekar myndarlegur, með dökkt liðað hár og brún augu. Reyndar er ég ágœtur námsmaður, segja kennaramir í framhaldsskólanum sem ég er í. Ég á köft sem ég elska mikið og hann mig á móti. Ég vildi að fieiri hugsuðu eins og þú, þá vœri örugglega betra að vera tii. Viltu vera svo góð að segja mér allt sem þú finnur og skilur um mig því ekki skii ég ástandið þó það bitni á mér. Þinn Binni. P.S. Pabbi gaf mér gítar fyrir tveim árum og ég eiska að sþila á hann, meira að segja gleymi mér oftast við það.. Mig langar mikið að komast í hljómsveit einhvern tíma. Elskulegi Binni. Þakka þér innilega fyrir bréfið og ekki síður hlýja um- fjöllun um mig og skrif mín hér í Vikunni. Vonandi getum við skoðað ástand það sem hvílir svona þungt á þér með innsæi mínu og hyggjuviti þannig að mögulega megi verða eitthvert gagn af fyrir þig. Vissulega verður þú að vinna úr þessari leiðsögn minni sjálfur og ekk- ert gleypa hrátt. Faglegra eða hefðbundinna ábendinga getur þú líka leitað hjá til dæmis sálfræðingi og félagsráðgjafa ef þér sýnist svo. Hvað varðar það að skoða manngerð þína og hugsanlega möguleika að auki er ágætt að þú gerir þér grein fyrir því að þar er að sjálf- sögðu um líkur að ræða en ekki rökrænar staðreyndir sem hægt er að hrekja, nokkuð sem hentað getur heilbrigðu fólki ágætlega, sem notadrjúg viðmiðun við aðrar og öllu hefðbundnari upplýsingar sem það getur vissulega nálgast um sjálft sig. Hvað um það, kæri Binni, við sjáum hvað set- ur og ég vona að þér falli góð viðleitni mín ekki sem verst. SKILNAÐUR FORELDRA HEFUR ÁHRIF Á BÖRNIN Skilnaðir hjóna eru mjög al- gengir í seinni tíð og furðu oft að börnin lenda í einhvers konar tilfinningakreppu vegna viðskilnaðar við annað foreldr- ið eða það sem hverfur af heimilinu. Þú segist hafa verið pabbastrákur á árum áður og auðvitað ertu það ennþá, þó hann sé ekki öllum stundum til staðar. Hann hefur myndað ný tilfinningatengsl við konu sem í fyrstu er þér ókunnug og jafn- vel fráhverf og er það ofureðli- legt. Við búum ekki til í okkur tilfinningatengsl við fólk sem við tengjumst vegna skyldleika við aðstandendur okkar. Sum- ir virðast þó halda það og það er barnalegt. Eins er ágætt að gera sér grein fyrir því að afbrýðisemi á báða bóga er mjög algeng þó vissulega geti hún auðveld- lega horfið við frekari viðkynn- ingu við viðkomandi. Eins og við vitum flest er afbrýðisemi ekki heppilegur hvati að góö- um og farsælum samskiptum. Hún er fremur undirrót nei- 46 VIKAN 11.TBL.1991

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.