Vikan


Vikan - 30.05.1991, Page 50

Vikan - 30.05.1991, Page 50
ÞÝÐING: LÍNEY LAXDAL Strákurinn okkar borðar allt sem hann kemst í, segir mamma hans. Aðeins tveggja ára vegur hann yfir 50 kíló! Þessi litli „stóri" strákur, sem á heima í bænum Chikan [ Kína, verður með sama áframhaldi bráðum jafn- þungur og faðir hans. Ef hann fær ekki mat étur hann bara þaö sem hendi er næst, þar á meðal ýmis skordýr. Einu sinni sat hann og át mold. - Jin Li var svo stór og þungur við fæðingu að það var ekki hægt að vigta hann. Eng- inn veit því hvort hann er þyngsta barn sem fæðst hefur I heiminum. Konurnar í þorp- inu segjast aldrei hafa séð annað eins, segir mamman. Hún heitir Mei og er þrítug að aldri. Hann hefur alltaf þurft mikið að borða. Um sex mánaða aldur borðaði hann fimmtán skálar af pasta á dag. Núna er hann tveggja ára, vegur yfir 50 MATSEÐILL JIN Ll: Morgunmatur. Fimm skálar af núðlum, tvær skálar af hrís- grjónum og eitt kíló af fiski. Hádegismatur: Fimm skálar af núðlum, fjórar skálar af hrís- grjónum, eitt til eitt og hálft kíló af fiski og grænmeti. Kvöldmatur: Heill kjúkl- ingur, eitt til eitt og hálft kíló af fiski, fimm núðluskálar, ein skál af hrís- grjónum og ein af ferskum ávöxtum. kíló og borðar minnst einn fisk í hverja máltlð. Foreldrar hans hafa ekki efni á að kaupa allan þennan fisk svo að pabbi hans fer á veiðar á nóttunni svo að þau séu viss um að eiga nóg handa honum. Eftir aö hafa sporðrennt fiskinum getur hann borðað nokkrar skálar af grænmeti og núðlum. Hann passar að enginn matur fari til spillis og er ekki eins og flest börn sem sulla matnum niður og út um allt. Það er nú kannski engin uppörvun fyrir foreldrana. Læknar, sem hafa skoðað þennan snáða, segja að um sjö ára aldur verði hann með þessu áframhaldi orðinn 150 kíló. Aörir segja aö hann verði helst að fara í megrun og þaðermikið til í því. Það er engin von til þess að hann lifi lengi ef hann úðar svona í sig mat. ELDHUGINN OLGA DÍS Frh. af bls. 27 því sem The Judds eru að gera. Sigrún kom eins mikið af fjöllum og ég en svo förum við að pæla betur I þessu og slá- um til. Okkur fannst þetta fyrst og fremst skemmtilegt. Við byrjuðum að kaupa allar plötur The Judds og völdum okkur tvö lög; annað hratt og hitt ró- legt eins og lög gerðu ráð fyrir. Svo áttum við að líta út eins og stjörnurnar. Það var ekki svo erfitt þar sem við erum báðar rauðhærðar eins og þær, mæðgur og svolítill svipur með okkur. Við klædd- um okkur eins og þær, mætt- um í keppnina og allt gekk slysalaust. Þarna voru tu ttugu „stjörnur"; Johnny Cash, Marty Robins, Randy Travis og fleiri. Við litum nú fyrst og fremst á þetta sem grln en við lentum í öðru sæti. Svo hélt þetta áfram. Við tókum þátt I svipaðri keppni ( hinum endanum á fylkinu og unnum hana. Við gerðum svolítið að þessu um tíma en bara að gamni okkar. En út úr þessu komu beiðnir um að ég syngi á hljómleikum og góðgerðar- skemmtunum með hljómsveit- inni. - Hvernig er svo þessi músík? - Þegar ég minnist á coun- try-dansa við Islendinga koma þeir annaðhvort af fjöllum eða segja: Square dance! En squ- are dance er allt öðruvísi. Það er gamall, stjórnaður sveita- dans. Country-dansarnir eru alveg sér í flokki og þeir eru margs konar; hraðir og hægir en alltaf mikið að gerast. Fólk dansar hvort við annað. Karl- maðurinn leiðir mann I gegn- um alls konar snúninga sem eru ógurlega skemmtilegir. Og af því ég get aldrei verið að- gerðalaus hef ég fengið þá hugmynd að kynna þetta fyrir Islendingum. Sýna og kenna. Ég veit að íslendingum finnst svo gaman að dansa og skemmta sér að ég er viss um að þeir verða ástfangnir af þessu. Það eru líka svo hrein- ar rætur í þessari músík. Hún fjallar um traust, sannleika, hreinlyndi og vináttu. Það er ekki sungið um eiturlyf, drykkju eða kvennafar, morð og svoleiðis. Það er saga í hverjum texta og fjallað um einföldu hlutina í daglega líf- inu. Ég held að þetta sé að koma aftur. Fólk er búið að fara hringinn, djöfladýrkun, eit- urlyf og hvaðeina, en nú vill fólk eitthvað hreint og ómeng- að. Og Islendingar geta lært hvað sem þeir vilja svo lengi sem þeir halda að það sé ekki sveitó. - Þú hefur samið nokkur country-lög sjálf. Hefurðu komið þeim á framfæri? - Nei, nei. Ekki einu ein- asta. Þetta er bara mitt einkamál. Þetta kemur þér ekkert við - nema þú getir samið nokkra texta fyrir mig; gott country rock! - Hvað hefur komið þér mest á óvart eftir langa fjar- veru erlendis? - Mér finnst eiginlega skrýtnast hvað íslendingar hafa lítið breyst. Mér finnst þeir vilja halda I þaö að breyt- ast ekki. Og ástæðan er eigin- lega - af því bara. Þetta er aþþíbara-ástæða. En það er nauðsynlegt að þróast í sam- ræmi við umheiminn því annars er hætta á stöðnun sem gæti leitt til afturfara. Og til að kom- ast af nú á dögum verður mað- ur að fylgjast með. En Islend- ingar eru svolítið þrjóskir. Mér finnst stundum að þeir vilji ekki breyta til af því aö þá halda þeir að þeir séu að apa eftir öðrum og halda að þeir tapi einhverju af sjálfstæði sínu I leiðinni. En þetta heitir ekki að apa eftir. Þetta heitir að læra af öðrum og við ættum að geta það eins og hver annar. - Hvernig stendur svo á því að þú ert komin heim? - Maður þíðir ekki „klaka“ svo glatt. íslendingurinn fer aldrei úr manni. Ég hef komið hingað af og til en núna fékk ég ársleyfi frá störfum til aö sinna persónulegum erindum hérna. Ég er búin að fá spenn- andi vinnu og hef endurnýjað kynni við vini og ættingja sem yrði erfitt aö skilja við aftur. Þetta er mitt land. Ég er kannski meiri íslendingur en margir sem hafa átt heima hérna síðastliðin tuttugu ár. Þess vegna kem ég aftur. Ég gæti auðveldlega snúið baki við því lífi sem ég átti í Banda- ríkjunum, vegna þess að hér eru rætur mínar. □ 50 VIKAN n.TBi. i99i

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.