Vikan


Vikan - 30.05.1991, Side 54

Vikan - 30.05.1991, Side 54
urfatnaði að renna upp fullt af rennilásum. Jeffrey Katzenberg, fram- kvæmdastjóri Disney kvik- myndafélagsins, er að láta gera söngvamynd. Danshöf- undurinn Kenny Ortega (Dirty Dancing) sér um dansana í þessari söngvamynd sem heitir Newsies. Söngleikur þessi er byggður á sannsögu- legum atburðum og fjallar um nokkra blaðadrengi sem gera verkfall og bjóða blaðakon- ungum þess tíma birginn. Myndin á að gerast á seinni hluta 19. aldar. í henni er verið að deila á Hearst og Pultizer sem voru fjölmiðlarisar þess tíma. Christian Bale, ungi leikarinn úr myndinni Empire of the Sun, leikur aðalhlut- verkið. Tónlist myndarinnar er samin af Alan Menken (Little Mermaid - Litla Hafmeyjan) og Jack Feldman. Carolco kvikmyndafélagið, sem framleiddi Ram- bo myndirnar og Terminator 1 og 2 er búið að semja við Brandon Lee, son hins frækna karatemeistara Bruce Lee. Hann fylgir karatespörkum föður síns eftir og mun leika í kvik- myndinni Showdown in Little Tokyo. Dolph Lundgren (Rocky IV) leikur með honum. Mel Gibson (Air America, Lethal Weapon 1, 2 og sennilega 3 líka, Hamlet) og hin fagra Julia Ro- berts (Sleeping with the Enemy) munu í bókstaflegum skilningi leiða saman hesta sína í vestra einum sem heitir The Renegades. Þetta verður vestri I stíl við Butch Cassidy Mel Gibson mun brátt leika á móti Juliu Roberts í vestranum Renegades. Hin eggjandi Sherílyn Fenn. ▼ and the Sundance Kid. Alec Baldwin, ástmaður Kim Basinger, mun leika í kvikmynd sem byggð er á sögu Tom Clancys en hann skrifaði einmitt bókina Leitina að Rauða október. Mynd þessi heitir Patriot Games rétt eins og bókin. Alec Baldwin mun kjást við liðsmenn IRA sem ætla að drepa bresku konungsfjölskylduna. Hin kynþokkafulla Sherilyn Fenn, sem meðal annars leik- ur í Twin Peaks þáttunum, mun leika í kvikmyndinni Hit Man. Myndin greinir frá konu sem haldin er víðáttufælni. Auk þess á hún eiginmann sem vill hana feiga. Eigin- manninn leikur Lewis Smith. Hann ræður til sín leigumorð- ingja sem leikinn er af Forest Whitaker (Bird og Downtown) og á að drepa eiginkonuna. Konan þarf að beita hörku til að lifa iaf. í sumar verður sýnd mynd sem leikstýrt er af Lizzie Bor- den (sem gerði Working Girls árið 1986). Hún heitir Love Crimes og er með Sean Young (No Way Out, Cous- ins, Firebirds og The Boots) og Patrick Bergin (Sleeping with the Enemy og Robin Hood). Sean Young leikur saksóknara sem sérhæfir sig í kynferðisbrotum. Hún er líka kynferðislega bæld. Síðan er hún numin á brott af geðsjúkum Ijósmyndara. Þá vaknar sú spurning hvort þessi geðsjúki Ijósmyndari misnoti konuna á einhvern hátt eða geti veitt henni eitthvað sem bætir líf hennar? Við skulum sjá til. Paris Troutfjallarum hættulegar hjónabands- erjur. í myndinni leika öndvegisleikarar eins og Dennis Hopper (Flashback), Barbara' Hershey (Shy People) og Ed Harris (The Abyss). Mynd þessi er mjög raunsæ og ó- geðfelld og því ekki fyrir viðkvæmar sálir. A Kynþokkafull er hún. Patsy Kensit í myndinni Twenty-One. Alec Baldwin og bandaríski þjóðfáninn i baksýn. Enda eins gott að sýna hollustu í myndinni Patriot Games. T Patsy Kensit er breskt ný- stirni sem meðal annars lék í bresku söngvamyndinni Absolute Beginners. Hún lék líka kærustu Mels Gibson í Lethal Weapon 2. Nú leikur hún í mynd sem heitir Twenty-One. Þar leikur hún lífsglaða unga konu sem er nýflutt til New York borgar og fer að rifja upp ástarævintýri sem hún upplifði f heimaborg sinni, London. Þeir sem halda upp á Spike Lee geta hlakkað til því hann er með tvær myndir í takinu. Þær heita Jungle Fever og Malcolm X. Woody Allen lætur ekki deigan síga. Hann lék nýlega á móti Bette Midler í myndinni Scenes from a Mall og hafði áður leikstýrt myndinni Alice. Og núna er hann við tökur á myndinni Shadows and Fog sem Madonna og Jodie Fost- er leika [ þessum pistli hefur aðal- lega verið rætt um frumsýning- ar á nýjum kvikmyndum vest- anhafs. En hvenær verða svo þessar kvikmyndir sýndar á íslandi? Backdraft verður sýnd í byrjun ágúst í Laugar- ásbíói. Hudson Hawk, mynd- in með Bruce Willis, verður annaðhvort sýnd í ágúst eða september og hefur Stjörnu- bíó sýningarrétt á henni. Auk þess mun Stjörnubíó sýna Terminator 2 - The Judge- ment Day sem er með Arnold Schwarzenegger í aðalhlut- verki. Það er von á fleiri stórmynd- um. Bíóborgin sýnir margar 54 VIKAN ll.TBL. 1991

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.