Vikan - 30.05.1991, Side 58
TEXTI: ÞORSTEINN EGGERTSSON
HEIMSROKK í HAFNARFIRÐI
PEIRHÁMAÍSIG
HHA OG SPÚA ELM
Erlendu hljómsveitirnar,
sem eiga að spila á Kapla-
krikavelli í Hafnarfirði 16.
júní, hafa verið gaumgæfi-
lega valdar til þess enda er
reiknað með að flugvélar
flykkist hingað til lands með
erlenda áhorfendur. Hverjar
eru svo þessar erlendu
hljómsveitir? Við skulum
kynna okkur málið.
Haft er fyrir satt að máttur og
dýrð The Who, The Faces,
Bad Company og Led Zeppe-
lin séu saman komin í hljóm-
sveitinni Thunder. Hér er því á
ferðinni endurfæddur sá mesti
kraftur sem enskt þungarokk
hefur nokkurn tíma boðið upp
á. Við seljum það ekki dýrarar
en við keyptum þaö en breskir
poppskríbentar virðast sam-
mála um þetta.
Stofnendur hljómsveitarinn-
ar, gítarleikarinn Luke Morley
og söngvarinn Danny Bowes,
báðir frá suðurhluta Lundúna,
voru áður i hljómsveitinni
Terraplane sem átti ekki langa
lífdaga, enda var sagt að hún
væri einhver hallærislegasta
hljómsveit sem nokkurn tíma
hefði spilað á plötu á Bret-
landseyjum. Þegar hún komst
á samning hjá Epic sendi hún
frá sér lagið I Survive (1984)
og nokkrum mánuðum síðar
albúmið Black and White.
Hvorugt fékk mikla umfjöllun.
Þá lagöi umboösmaður hljóm-
sveitarinnar alla áherslu á að
gera plötu sem fengi spilun á
BBC1 sem er eins konar gufu-
radíó breskra músíkhlust-
enda. Þetta var albúmið Mov-
ing Target (1987), eins konar
kurteisislegt þungarokk, kaf-
fært í skrautlegum strengja-
útsetningum fyrir hljóðgervla.
Strákarnir voru hundóánægðir
með árangurinn enda seldist
platan ekkert. Ekki var heldur
samið um fleiri plötur og hljóm-
sveitin var leyst upp.
Danny og Luke fóru til
Ameríku til að fá hugmyndir og
góð ráð. Þeir hlustuðu og
horfðu á margar hljómsveitir
og töluðu við plötuframleið-
endur. Þegar þeir höfðu fengið
nóg af New York og Los Ange-
les sneru þeir heim til
Englands, staðráðnir I að
endurvekja breskt þungarokk
og snúa baki við því sem þeir
höfðu gert áður. Þeir fundu
þrjá hljóðfæraleikara sunnan
Thames í London. Það voru
trommuleikarinn Gary James,
sem einhverra hluta vegna er
oftast kallaður Harry, gítar-
leikarinn Ben Mathews sem
líka spilar á hljómborð og
trommuleikarinn Snake. Sá
síðastnefndi heitir að vísu
Mark Luckhurst en er aldrei
kallaður annað en Snake. Þeir
stofnuðu hljómsveitina Thund-
er og lögðust undir feld til að
semja nýtt, ferskt efni.
Nú var látið til skarar skríöa
og vinur þeirra, Andy Taylor,
sem spilaði með Duran Duran
á sínum tíma, bauðst til að
stjórna upptökum fyrir þá.
Hann útvegaði þeim líka plötu-
samning við EMI og starf sem
upphitunarhljómsveit fyrir
Aerosmith. Það runnu tvær
grímur á forsprakka þeirrar
stórsveitar þegar þeir heyrðu
strákana spila en það hafði
aldrei gerst fyrr. Enda var
gagnrýni popptímaritanna eftir
því. Allir hældu þessari nýju
hljómsveit á hvert reipi. Þegar
fyrsta plata Thunder, She’s so
Fine, kom út I febrúar 1990
fékk hún frábærar viðtökur og
tímaritið RAW setti lagið næst
efst á lista yfir bestu lög ársins.
Fyrir réttu ári kom fyrsta alb-
úm Thunder út. Það heitir
Backstreet Symphony og hef-
ur alls staðar fengið frábæra
dóma enda eru lögin á plöt-
unni hvert með sínu móti þótt
heildarsvipurinn sé sterkur.
Helstu lögin eru She’s so Fine,
Love Walked in, Englishman
on Holiday og Until My Dying
Day. □
Eru máttur og dýrð
gömlu stórstirn-
anna í þungarokk-
inu samankomin í
Thunder?
58 VIKAN ll.TBL. 1991