Vikan


Vikan - 30.05.1991, Page 60

Vikan - 30.05.1991, Page 60
áhorfendur en þóft þegar hafi selst töluvert mikiö af miðum hér á landi, í Osló, Kaup- mannahöfn, London og jafnvel New York, er aðeins reiknað með að tíu þúsund manns komist á hljómleikana sem standa frá hádegi til miðnættis 16. júní. Þessar hljómsveitir eru reyndar löngu hættar að leggja sig niður við að spila á svo fámennum hljómleikum og allra síst svona margar saman. En tvennt varð til þess að þær fengust til að koma hingað. [ fyrsta lagi er (sland svolítið spennandi land og í öðru lagi réð það kannski úrslit- um að einn færasti hljómleika- skipuleggjari heims var feng- inn til að setja upp og skipu- leggja hljómleikana. Hann heitir Gary Marks og hefur sett upp hljómleika fyrir fjölda kröfuharðra skemmtikrafta, svo sem Ronny Dio, Dire Strait og Paul McCartney. Svo má ekki gleyma því að tvær íslenskar hljómsveitir koma fram á hljómleikunum; Risa- eðlan og svolítil prívatspreng- ing sem kölluð er GCD. Slaughter leggur metn- að sinn í að vera betri á hljómleikum en á hljóm- plötum. Hási söngvarinn í hljóm- sveitinni Quireboys. Flugvélar- farmur af aðdáendum eltir hann og hljóm- sveitina til Islands. „Hugmyndin með hljómsveit- inni Slaughter er að koma til- finningum aftur í rokkið," er haft eftir söngvaranum Mark Slaughter. „Lögin okkar eru svolítið blúsuð, með meló- dískum undirtón en líka með beinskeyttar og jafnvel and- styggilegar skírskotanir. Við reynum að láta plöturnar okk- ar standast þannig tímans tönn að fólk geti fríkað út eftir svona tíu ár þegar þaö hlustar, um leið og það rifjar upp hvernig því var innanbrjósts þegar það heyrði plötuna fyrst." Hljómsveitin, sem ber eftir- nafn söngvarans, hefur orðið fræg á svo stuttum tíma að meðlimirnir eru ekki alveg búnir að átta sig á því ennþá, þótt milljónir eintaka hafi selst með hljómplötum þeirra. Hún byrjaði feril sinn sem upphitun- arhljómsveit fyrir KISS en fékk einfaldlega miklu betri undir- tektir. Lög þeirra af albúminu Stick It to Ya, sem var í heilt ár og mánuði betur á vinsælda- listum í Bandaríkjunum, eru mikið spiluð á útvarpsstöðvum vestanhafs, lög eins og Eye to Eye, sem er hávært og hart rokk, Up All Night, um tryllt götulífið í New York, Fly to the Angles sem er minningarlag um vinkonu Marks sem dó ung og Thinking of June sem er eingöngu spilað. Mark Slaughters er húmor- istinn í bandinu og sá sem fólk kann yfirleitt best við. Bassa- leikarinn Dana Strum er jafn- vel ennþá meira áberandi en Mark enda frakkari og lendir því oftar í blaðaviðtölum. Þeir eru báðir frá Los Angeles. Gít- arleikarinn Tim Kelly er ættað- ur frá Fíladelfíu í Pennsylvan- íu og til alls líklegur en tromm- arinn, Blas Elias, er frá Texas. Hann er gáfnaljósið í bandinu og lagði stund á læknisfræði á sínum tíma en þykist oft vera einfaldari en hann er. Þeir eiga þaö sameig- inlegt að þeir eru ekkert gefnir fyrir sukk, mótorhjól og húðflúr eins og margir þungarokkarar enda líta þeir á sig sem hverja aðra stráka sem hafi óvart lent í því að verða heimsfrægir. Það má geta þess í leiðinni að þeir eru algerlega mótfallnir hvers kyns eiturlyfjum og hafa ímugust á lögum og textum sem fjalla um svoleiðis óþverra. Þótt þeir gefi sér góðan tíma, þegar þeir hljóðrita, þá leggja þeir metnað sinn í að vera betri á hljómleikum en þeir geta mögulega verið á plötum og diskum. Þeir halda því fram að á hljómleikum, þar sem áheyrendur hvetja þá, sé hægt að fá margfalt meiri út- rás en nokkurn tíma í stúdíó- um. Þeim er lítið um blindfulla áhorfendur gefið þótt þeir hafi ekki hátt um það. Og þótt þeir leggi ekkert rosalega mikið upp úr partíum eftir hljómleika er alltaf fullt af stelpum í kring- um þá, eins og mý á mykju- skán. QUIREBOYS Frh. af bls. 59 hljómleikanna sem White- snake og Quireboys héldu í reiðhöllinni i fyrra, Guðmundur Guðbjörnsson í Bláa lóninu og Hick Baroudi sem flytur inn gjafavörur. Þeir náðu samn- ingum við þessar heimsfrægu hljómsveitir gegnum eina bestu skemmtikraftaskrifstofu Bretlands, ITB. Það má telja einsdæmi að svona margar heimsþekktar hljómsveitir fall- ist á að spila fyrir svo fáa Allan Ball stendur fyrir stórtón- leikunum á Kaplakrikavelli 16. júní.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.