Vikan


Vikan - 30.05.1991, Qupperneq 63

Vikan - 30.05.1991, Qupperneq 63
Sama kvöld áttum við skemmtilegt stelpnatal heima hjá henni. Teppið, sem hún hafði skolaö með garðslöng- unni, lá blautt og þungt á gólf- inu því hún gat hvergi hengt það upp. Við undum þaö þrisv- ar um kvöldið og hlógum mikið, sérstaklega ég. Þetta var ekki mitt teppi... Viö þyrftum öll að hafa svona eiginleika sem skrúfar frá hlátrinum og kemur í veg fyrir að við verðum brjáluð af reiði í hvert sinn sem óhöpp verða. Það er nefnilega ekkert hættulegt þótt kökurnar brenni, teppið blotni eða við þurfum að skúra einu sinni enn. Það er ekki hægt að kom- ast hjá að eitthvað þessu líkt hendi en ef þessi óhöpp eru skoðuð í samhengi vara þau yfirleitt ekki lengi. Gamla ráðið að telja upp að tíu áður en maður sleppir sér er vel nothæft ennþá... Það má líka setjast niöur og hugsa: Fátt er svo meö öllu illt að ekki boði nokuð gott... Ég sá reyndar ekki neitt gott við það þegar einn og hálfur lítri af gosi flóði út úr ísskápnum þegar ég opnaði hann... Ég verð að viðurkenna að ég var lengri reiö, bölvaði mikiö og hóf umsvifalaust leit að söku- dólgnum sem hafði gleymt að setja tappann á flöskuna (og hver var að stelast í gosið?). Það var auðvitað ég sem var sökudólgurinn. Þegar ég komst að raun um það varð ég enn æstari. - Maður verður grettinn og Ijótur af stöðugum áhyggjum, sagði frænka mín einu sinni og setti feitan putta á hrukku í andliti mínu. Mér líkaði ekki alls kostar það sem hún sagði en varð að viðurkenna að hún hafði að hluta til rétt fyrir sér. Hún hló sínum smitandi hlátri þegar við hin ætluðum að springa af reiði yfir smáóhöpp- um og ég fékk alltaf áfall þegar ég sá hana reiðast því það gerðist svo sjaldan. - Það lag- ast allt yfir kaffibolla voru hennar orð og oft stóð hún upp frá hálfkláruðu verki til þess að hella upp á kaffi og spjalla við mann ef maður var leiður. Það merkilega er að sorgir og óhöpp urðu býsna lítilvæg þarna í litla húsinu hennar, yfir kaffi og mjólkurskvettu úr samanlímdu bollunum hennar. Húsið hennar var ekki hreint í hólf og gólf eins og flestir vilja hafa það. Þar angaði allt af kamfóru og kaffilykt og katt- arhár voru um allt. Sá sem var boðinn í mat til hennar varð að hafa nógan tíma því hún fór ekki eftir klukkunni. En það var gaman að vera hjá henni og hún dó háöldruð, á sama hátt og hún lifði, án áhyggju- hrukkna á andlitinu. Við getum lært eitt og annað af þessari frænku minni. Lífið er of stutt til að hafa áhyggjur af óhöppum, stórum sem smáum. Það jafnar sig allt ein- hvern tíma. Samvistir við fólk eru meira virði en dýr húsgögn eða ryklaust heimili. Matartím- inn þarf ekki alltaf að vera á slaginu þetta. Stressum okkur aðeins minna. Og síðast en ekki síst: Tveir samanlímdir gamlir kaffibollar eru alveg eins brúklegir og fínustu postulíns- og keramikbollar því við höfum það gott og stöndum saman. SKÍTT MEÐ ÞAÐ! eftir Ásgeir Svanbergsson Handbók ræktunarmannsins. Leiðbeiningar um ræktun og hirðingu. Með 170 litmyndum. ORN OG £r • SÍÐUMÚLA 1 I - SÍMI 84866 ÖRLYGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.