Vikan


Vikan - 30.05.1991, Síða 65

Vikan - 30.05.1991, Síða 65
hætti forfeðranna og meðan snætt er verður leikin lifandi þjóðleg tónlist, meðal annars á langspil, hið forna íslenska hljóðfæri. Ýmsar aðrar uppá- komur eru áformaðar í umsjón Andrésar Sigurvinssonar. Listamenn hafa skreytt skál- ann þannig aö hann minni sem mest á víkingatímabilið. Leikið var á hið forna ís- lenska hljóðfæri langspil og sungið eða kveðið við raust. unum er þrískiptur. í forrétt eru girnilegir íslenskir síldarréttir bornir fram með íslenskum miði og snafs í sauðahornum. Aðalrétturinn samanstendur af Ijúffengu grilluðu lambakjöti sem er sérunnið af þessu til- efni eða grilluðum glænýjum fiski. Með aðalréttinum fylgir jafnframt glas af fslenskum miði. I eftirrétt er síðan boðið upp á íslenskt skyr í leirbikur- um. Verðinu er haldið í lágmarki og er allt þetta boðið á tvö þús- und og níu hundruð krónur og ef ekki er óskað eftir drykkjun- um er málsverðurinn sjö hundruð krónum ódýrari. Óhætt er að fullyrða að Fjörukráin hafi þegar vakið verðskuldaða athygli sem skemmtilegur og notalegur veitingastaður sem býður upp á góðan mat og þjónustu í gömlu og grónu umhverfi að- eins spölkorn frá höfuðstaðn- um. □ Þjónustustúlka syngur við raust um leið og hún ber fram matinn, sem þarna er ís- lensk síld og hákarl. en þau sem venjulega eru fyrir þær ætluð. Matseðillinn í víkingaveisl- Haukur Halldórsson myndlist- armaður hefur teiknað upp myndir úr hinu fræga Bayeux- veggteppi og Sverrir Ólafsson hannaði skildi og sverð til skrauts. Skálinn líkist á marg- an hátt langhúsum fornmanna þar sem setið er við langborð. Þegar veður leyfir gefur að líta fagurt útsýni yfir höfnina í Hafnarfiröi og kvöldsólina eins og hún gerist fegurst. Skálinn tekur allt að eitt hundrað manns í sæti og þá daga sem víkingaveislur eru ekki haldnar er hann opinn matargestum og boðiö upp á Ijúffenga, ódýra grillrétti. Fyrir stærri hópa standa víkinga- veislurnar til boða önnur kvöld Tveir viking- ar ásamt þjónustu- mey við grilíið þar sem lamba- kjötið var grillað að gestum ásjáandi. Reykháfur- inn er klæddur nautshúð. Ummæli nokkurra ánægðra notenda MONDIAL armbandsins: • „Ég hef ekki sofið eins vel í mörg ár síðan ég eignaðist MONDiAL armbandið." • „Eg er búin að eiga MONDIAL armbandið í marga mánuði og ég hef ekki fengið mígrenikast síðan ég setti það upp." • „Eftir að ég eignaðist MONDIAL armbandið er ég í meira andlegu jafnvægi en ég hef fundið fyrir lengi." • „Ég er svo miklu betri af astmanum, eftir að hafa gengið með MONDIAL armbandið í nokkra mánuði, að ég hef getað sleppt meðulunum." • „Ég tók allt í einu eftir því, eftir nokkurra vikna notkun á MONDIAL armbandinu, að sviðinn í axlarvöðvunum var alveg horfinn." Mörg þúsund íslendingar nota nú Mondial daglega og eykst fjöldi notenda stöðugt. Virkni MONDIAL armbandsins felst í pólunum, sem eru hlaðnir 6 millivolta spennu og talið er að hafi áhrif á plús- og mínus- orku líkamans í átt til jafnvægis og eykur þannig vellíðan. MONDIAL armbandið fæst í 5 stærðum Verðið er hagstætt XS-13-14cm ummál Silfur............ kr. 2.990 S-14-16cmummál Silfur/gull....... kr. 2.990 M-17-18cmummál Gull ............ kr. 3.990 L - 19-20 cm ummál XL - 21-22 cm ummál Póstkröfuþjónusta - Greiðslukortaþjónusta Pantanasímar: (91) 62 33 36 og 62 62 65 ÞAÐ ER STAÐREYND - ÞAU VIRKA! becR/*ir Laugavegi 66 101 Reykjavík símar 623336 og 626265 ll.TBL. 1991 VIKAN 65

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.