Vikan


Vikan - 11.07.1991, Blaðsíða 8

Vikan - 11.07.1991, Blaðsíða 8
Savannatríóið 1965: Þórir Baldursson, Björn Björnsson og Troels Bendtsen. alltaf fariö til baka og sótt í þennan fjársjóð. í þessari tónlist er einhver kjarni sem er ódauðleg- ur. Guðjón, bassaleikari í hljómsveitinni, var í Versló og var að æfa í þjóðlagagrúppu með Tro- els Bendtsen. Ég var hins vegar í Menntaskólan- um og sat við hliðina á Þóri Baldurssyni. Þeir fengu mig síðan til að troða upp með sér á nem- endamóti Verslunarskólans árið 1961, af því að ég átti svo stóran og flottan gítar. Atriðið hét: Sjö piltar leika og syngja kúrekalög. Við vorum með gamlan gervivarðeld og hnakka á sviðinu en svo kom einfaldlega í Ijós að þessi sjö manna flokkur gat hvorki spilað né sungið. Ég fékk síðan Þóri sessunaut minn úr Keflavík til að koma á eina æfingu og úr þessu varð síðan Savanna-tríóið og Guðjón bassaleikari - fyrsta þjóðlagatríóið. Þaö er svo á nýársdag 1963 að viö troðum upp í fyrsta skipti með æft prógramm og í rauðum silkiskyrtum. Við sungum á fimm stöðum þetta fyrsta kvöld og á þessum fjórum árum, sem við vorum að, sungum við fjórtán sinnum í viku þeg- ar mest var. Við fórum um allt land og til Bretlands, Stokk- hólms og þetta var æðisgenginn tími fyrir skóia- stráka, enda var lítið lært.“ Björn sat lengur í menntaskóla en gengur og gerist því auk söngsins komst hann þar í kynni við leikmyndasmíð. „Þórhallur Sigurðsson leikari, Andrés Indriða- son og fleiri höfðingjar stóðu að Herranótt þessi árin og ég gerði leikmyndir fyrir Herranótt í ein fjögur ár. Á þeim árum ætlaði ég mér að verða arkitekt. Ég gerði þarna leikmyndir í leikhúsunum því á þeim árum var Herranótt bæði sett upp í Iðnó og í Þjóðleikhúsinu. Þetta var yndislegur tími, fyrir utan það að mér hundleiddist í skólan- um og lærði þar fátt sem ég hafði gaman af. Þá var til dæmis ekki hægt að læra listasögu; annað- hvort varð maður að velja stærðfræði eða latínu og hvort tveggja þótti mér jafnömurlegt en þetta slampaðist þó einhvern veginn. Ég hef stundum sagt að íslendingar viti ekki nógu mikið um samfélagið sem þeir lifa í og á hverju það byggist. Við vitum allan fjandann um samfélagið fyrir einhverjum árþúsundum og kónga austur í Kænugarði en kannski ekki prakt- íska hluti eins og þá að það eru kannski ekki nema svona tíu þúsund manns sem vinna fyrir íslenska þjóðfélaginu! Svo háir það okkur svolítið að við lærum ekki að tala heldur aðeins að lesa og skrifa. Við eigum erfitt með að standa upp og tjá okkur. Það þarf að kenna umferðarreglur og að svara í síma í skólum, ekki síður en svo margt annað.“ KOM EKKI HEIM í ÞRJÚ ÁR Við stofnun Ríkissjónvarpsins árið 1966 gerðu Steindór Hjörleifsson og Andrés Indriðason sex skemmtiþátta samning við Savanna-tríóið. Björn tók að sér að gera leikmyndir fyrir þættina. „Þegar ég hef störf við það sumarið 1966 kem- ur í Ijós að gleymst hafði að hugsa fyrir leik- myndadeild við Sjónvarpið. Menn höfðu verið sendir til Danmerkur að læra tækni, London að læra þáttastjórnun - en það var engin leikmynda- deild. Þá varð til skemmtileg deild sem síðar varð leikmyndadeild en varfyrst Einbjörn, Tvíbjörn og Þrfbjörn - Björn Kristleifsson, sem nú er arkitekt, Björn Emilsson, sem nú er pródúsent, og ég. Þetta var nú deildin í mörg ár og svo var Rósa Ingólfs hjá okkur líka sem grafíker, alveg ó- gleymanleg. Þarna var ég í tíu ár hjá þessari fyrstu sjón- varpsstöð og gerði hverja einustu leikmynd sem gerð var í upphafi, fréttir og alla þætti, enda segir konan mín að ég hafi ekki komið heim fyrstu þrjú árin. Þetta var samfelld vinna dag og nótt í þá daga. Arin 1969 og 1970 var ég hjá danska sjón- varpinu í verklegu námi og það er það sem ég hef lært um dagana yfirleitt, fyrir utan skóla lífsins, og hef bara látið það duga.“ Grínland, Egill Eðvarösson, Gunnar Þóröarson og „Allt vltlaust“ á Broadway 1987. ÓGLEYMANLEGT ÖRLAGAHÁR Á þessum tíu árum fer Björn smám saman að vinna aðra hluti meðfram sjónvarpsstörfum. „Ég gerði leikmyndir við leikhúsin; Endatafl með Hrafni Gunnlaugs og Ringulreið með Flosa Ólafssyni sem ég kalla ávallt heimspekikennara minn síðan. Hann kenndi mér að horfa á heiminn frá þessu skemmtilega, háðska sjónarhorni sem hann hefur á lífið. Örlagahárið var ógleymanleg ópera sem Flosi tók í stúdíóinu á einni nóttu, gott ef ekki var stolist til að taka hana að nóttu til; það var rosalega gaman. Fyrstu áramótaskaupin voru eitt dellumakerí frá upphafi til enda og Flosi hló alltaf mest sjálfur." HEYRÐU, ÞÚ ÞARNA, LADDI! Á þessum árum komu til starfa í leikmyndadeild bræður tveir; annar þeirra með bítlahár niður á bak og nýkominn úr hljómsveit. Þetta voru Halli og Laddi og þarna hófst þeirra stjörnutími. „Það vissi eiginlega enginn hvað átti að gera við Ladda; svo álappalegur og feiminn var hann. Hann var þess vegna settur „á kústinn". Eitt sinn vorum við að lesa um þá frægu barna- þætti Sesame Street sem státuðu víst af tvö hundruð uppeldisfræðingum, barnasálfræðing- um og kennslufræðingum. Þar í voru fígúrur sem hétu Burt og Ernie. Þetta voru handbrúður og voru í raun upphafið að Muppet-veldinu hjá Jim Henson. Gunni Bald bjó svo til tvær handbrúður því við ætluðum að stæla þetta. Þegar að upptöku kom hafði enginn hugsað fyrir því hver ætti að hreyfa. Við uppgötvuðum strax að Halli væri fínn í að hreyfa aðra brúðuna því hann var það nettlega vaxinn að hann komst undir borðið. Hver átti þá að hreyfa hina? - Jú, heyrðu, þú þarna, Laddi, komdu og hreyfðu hina. Þarna fæddist Skrámur og þessi maður, sem eiginlega er þúsund menn, uppgötvast þarna. Þeir færðu sig svo smám saman upp á skaftið, bræðurnir, og fóru að gera meira af gríni og sjón- varpsþáttum. Laddi er mikill uppáhaldslistamaður hjá mér en hann er svo lítillátur að hann getur varla komið fram sem hann sjálfur. Þess í stað hefur hann all- ar hinar persónurnar til að bera fyrir sig. Allt finnur sinn farveg og fyrr eða síðar hefði hann komið fram með hæfileika sína en þarna var eins og tækifærið biði hans með opna arma. Á þessum tíma fór ég einnig tvisvar til Þránd- Björn Björnsson, sömdu og settu upp rokksjóið heims og vann við leikhúsið þar. Þar setti Sveinn Einarsson upp Kristnihald undir Jökli og það var spaugilegt að Norsarar stálu gjarnan leikmunun- um; þeir átu rúgbrauðið og harðfiskinn sem ég hafði komið með svo ég varð alltaf að skrifa heim eftir meiru." KEYPTI FJÖRUTÍU RAUÐMAGA „Stærsta verkefnið mitt á þessum árum var þó þegar þýska sjónvarpið ákvað að mynda Brekku- kotsannál og leitaði til Sjónvarpsins eftir aðstoð. Ég man alltaf eftir því þegar Jón Þórarinsson kall- aði á mig í mars eða apríl og sagði mér að þetta stæði fyrir dyrum. Ég brenndi beint vestur á Ægi- síðu, keypti fjörutíu rauðmaga og lét setja þá í frystihús. Ég vissi að það voru „hrokkelsi", eins og Halldór segir, í sögunni og þetta kom sér vel því svo voru þeir teknir úr frysti í september og notaðir í myndina. Leikmyndateiknari reynir að skapa andblæ 8 VIKAN 14. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.