Vikan


Vikan - 11.07.1991, Blaðsíða 4

Vikan - 11.07.1991, Blaðsíða 4
11. JULI 1991 14. TBL. 53. ÁRG VERÐ KR. 325 í áskritt kostar VIKAN kr. 247 eintakið ef greitt er með gíró en kr. 211 ef greitt er með VISA eða EURO. Áskriftargjaldið er innheimt fjórum sinnum á ári, sex blöð í senn. Athygli skal vakin á því að greiða má áskriftina með EURO eða VISA og er það raunar æskilegasti greiðslumátinn. Aðrir fá senda gíróseðla. VIKAN kemur út aðra hverja viku. Tekið er á móti áskriftarbeiðnum í síma 91-813122. Útgefandi: SAM-útgáfan. Framkvæmdastjóri: Sigurður Fossan Þorleifsson Markaðsstjóri: Pétur Steinn Guðmundsson Ritstjóri og ábm.: Þórarinn Jón Magnússon Auglýsingastjóri: Helga Benediktsdóttir Flöfundar efnis í þessu tölublaði: Þórdís Bachmann Hjalti Jón Sveinsson Þorsteinn Eggertsson Lína Rut Karlsdóttir Helga Möller Guðný Þ. Magnúsdóttir Björg Sveinsdóttir Líney Laxdal Anna S. Björnsdóttir Stephen King Gísli Ólafsson Katrín Elvarsdóttir Jóna Rúna Kvaran Þórarinn Jón Magnússon Pétur Valgeirsson Þorsteinn Erlingsson Halla Nikulásdóttir Hólmfríður Sigurðardóttir Christof Wehmeier Martin Luther Guðjón Baldvinsson Myndir í þessu tölublaði: Magnús Hjörleifsson Pétur Valgeirsson Sigurður Stefán Jónsson Björg Sveinsdóttir Robert Mapplethorpe Bragi Þ. Jósefsson Binni o.m.fl. Útlitsteikning: Þórarinn Jón Magnússon og Auglýsingastofa Brynjars Ragnarssonar. Setning og umbrot: SAM-setning: Árni Pétursson, Pála Klein og Sigríður Friðjónsdóttir Filmuvinna, prentun, bókband: Oddi hf. Forsíðumyndina tók Magnús Hjörleifsson af Önnu Rún Atladóttur. Förðun: Kristín Stefánsdóttir með No Name Cosmetics. HAFT EFTIR HEIMSPEKINGUNUM MARTIN LUTHER Afimmtándu og sex- tándu öld var fariö að bera svo mikið á spill- ingu innan rómversk katólsku kirkjunnar að mörgum fannst nóg um. Stórbófinn Roderico Borgia haföi keypt sér páfatign og börnin hans, Cesare og Lucrecia, voru fræg fyrir sukk og svínarí. Ekki bætti úr skák að ráðamenn kirkjunnar fóru að selja syndaaflausnir fyrir morð fjár til að byggja Péturs- kirkjuna og Vatíkanið. Harð- asti mótmælandinn gegn þessu óréttlæti var Martin Luther (f. 1483, d. 1546). Hann var sonur námuverka- manns, hafði gerst munkur árið 1506 og prestur ári seinna. Hann var mikill tungu- málamaður og fór að kenna trúfræði við háskólann í Witt- enburg árið 1512. Hann var gerður að doktor í greininni og það hafði mikil áhrif á hann. Að kvöldi allra heilagra messu árið 1517 hengdi hann upþ heilmikið bréf í 95 liðum þar sem hann gagnrýndi páfastól og þær villigötur sem kirkjan var komin á. Þetta bréf átti eftir að draga dilk á eftir sér og varð kveikjan að lútersku kirkj- unni sem er orðin næst fjöl- mennasta trúfélag heimsins á eftir rómversk katólskunni. Luther réðst í það stórvirki að þýða Biblíuna yfir á þýsku en um það leyti var hún aðeins fáanleg á latínu. Aö visu sleppti hann nokkrum bókum úr og hafa þær aldrei sést í lút- erskum Biblíum þótt katólskir haldi þeim. Smám saman tók katólska kirkjan margt úr gagnrýni Luth- ers til greina og er nú gjör- breytt frá því sem hún var fyrir fimm hundruð árum, eins og nærri má geta. Lúterskan hef- ur líka breyst mikið og eðli sínu samkvæmt hefur hún stöðugt klofnað niður í fleiri og fleiri sértrúarflokka, svo sem hvítasunnusöfnuðinn, babt- ista, hjálpræðisherinn, Ku Kux Klan og svo mætti lengi telja. Lúterskan hefur náð mikilli út- breiðslu í Norður-Evrópu, Bandaríkjunum og Suður-Afr- íku. Á Norður-lrlandi eru þeir líka fjölmennari en katólskir sem vilja sameinast írska lýð- veldinu þar sem katólikkar eru í meirihluta. Það vilja mótmæl- jjGób verk geta aldrei skapað góðan mann en góóur maÓur gerír góÓ verk. Slæm verk geta aldrei skapaÓ slæman mann en slæmur maÓur gerír slæm verk.ÆÆ o co & o; i—i—i O O co Od O rL Ö 'I o o S5 endur (lúterstrúarmenn) hins vegar ekki heyra nefnt því að i sameinuðu írlandi yrðu þeir í miklum minnihluta. En hvernig var svo þessi Luther? Hann skrifaði einhver lifandis býsn og virtist baráttuglaður. Eftir- farandi setningar eru meðal þeirra frægustu sem hafðar eru eftir honum og lýsa honum kannski svolítið. Hér stend ég. Ég get ekki annaö. Samviska mín er fönguð í orði Guðs. Ég get hvorki né vil draga neitt af þvi sem ég hef sagt til baka, þar sem hvorki er öruggt né ráðlegt að haga sér gagnstætt sinni eigin sannfær- ingu. Guð hjálpi mér. Amen. Ég giftist nunnu til að bjóða djöflinum og hyski hans birginn. Sömuleiðis þjóðhöfð- ingjum og biskupum, fyrst þeir voru svo heimskir að banna prestum að giftast. Maður sem verður fundinn sekur um þann glæp að gera uppreisn á skilið bannfæringu Guðs og keisarans. Hverkrist- inn maður getur því drepið hann og á að gera það. Þannig gerir hann góðverk. Ef nokkur maður kemst til himins með munklegri hlýðni hef ég sannarlega unnið fyrir því að komast þangað. Aðeins með því að efast um okkur sjálf getum við fundið frið. Náðu kjarnanum í hnetunni, korninu úr hveitinu og mergn- um úr beininu. Góð verk geta aldrei skapað góðan mann en góður maður gerir góð verk. Slæm verk geta aldrei skapað slæman mann en slæmur maður gerir slæm verk. Traust virki er Guð okkar; góður skjöldur og vopn. Hugsanir eru tollfrjálsar. Vertu syndari og sterkur í syndum þínum en vertu sterk- ari í trú þinni og fagnaðu í Kristi. Sá sem vill ei elska konur, vín og söng, verður æ að fífli, ævidægrin löng. Auðæfi gefur herra vor venjulega mestu ösnunum sem hann unnir einskis annars. 4 VIKAN 14. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.