Vikan


Vikan - 11.07.1991, Blaðsíða 26

Vikan - 11.07.1991, Blaðsíða 26
FYRIRSÆTA LEYSIR FRÁ SKJÓÐIINNI OG DREGUR EKKERT UNDAN Heilbrigðar, þrítugar konur ala ekki allar með sér drauma um að líta út fyrir að vera fimmtán ára eöa tvítugar. Þær vilja bara líta vel út og bera aldur- inn vel. En þegar vel sköpuð kona er þrítug hefur hún náð fullum þroska og fegurðin er komin í hámark. Þetta vita sérfræðingarnir hjá Helenu Rubinstein og þess vegna völdu þeir Rosemary McGrotha til að auglýsa snyrti- vörur fyrirtækisins með útliti sínu. Hún er bandarískur ríkis- borgari af skoskum, írskum og frönskum ættum. Fortíð henn- ar er ósköp venjuleg og tíð- indalítil. Hún erekki af frægum ættum eins og Isabella Ross- elini, hún ólst ekki upp austan járntjalds eins og Pauline Porizkova og hún hefur ekki vakið á sér athygli með ást- arævintýrum með frægum mönnum eða nektarmyndum í Playboy eins og Cindy Crawford. Satt að segja er hún dæmigerð, amerísk fyrirsæta og byrjaði snemma aö sitja fyrir. Það er heilmargt í fari Rose- Mary McGrotha sem Helena Rubinstein kann að meta. Andlitið skartar klassískri fegurð, hún hefur fas breskrar hefðarkonu og svipurinn er leyndardómsfullur. Hún lítur út eins og hún þurfi ekki að gera neitt sérstakt til þess að halda sér fallegri en raunin er önnur. Hún tekur starf sitt mjög alvar- lega. Til dæmis hefur hún unn- ið með sama Ijósmyndaranum siðan 1985 og hann fylgdi með í kaupunum þegar hún gerði samning við Helenu Rubinstein. Hún sló í gegn, eins og svo margar frægar fyrirsætur, þegar andlitsmynd af henni birtist á forsíðu Vog- ue. Reyndar hafa andlit nokk- urra íslenskra stúlkna sést á forsíðu þess virta tímarits svo að íslensk stúlka á kannski einhvern tíma eftir að feta í fótspor frægustu fyrirsæta heimsins og vinna sér inn heil- an milljarð króna á aðeins þrem árum. Og til að gefa enn betri inn- sýn í líf heimsfrægrar fyrir- sætu birtum við hér brot úr við- tali við Rosemary McGrotha - einmitt úrtímaritinu Vogue. Hvernig heldurðu þér í svona góðu formi? Til aö byrja með annast ég líkama minn vel. Ég geng mik- ið og syndi oft. En undirstaðan að líkamshreystinni er jóga. Jógaæfingarnar hafa kennt mér að anda rétt, slaka um- svifalaust á og fjarlægja öll þreytumerki. Þegar ég bjó fyrst í New York fór ég á jóga- námskeið í New York há- skólanum og síðan hefur þetta verið mér lífsnauðsynlegt. Hefurðu gert eigin aga- áætlun til að halda húð þinni ailtaf svona aðlaðandi? Já, auðvitað! Ég sef heilmik- ið. Að minnsta kosti átta stundir á sólárhring, hvað sem ég þarf að gera. Ég fæ líka eins mikið og ég get út úr öll- um hléum meðan ég vinn til að njóta hvíldarinnar. Svefninn er vernd mín gegn streitu. Og ef svo vill til að ég á frídag finnst mér oft gott að eyða honum í rólegheitum heima hjá mér og vera aftur ég sjálf. Ég hef trú á þessum augnablikum sem hjálpa mér aö fást við lífið. Sjálfsvirðing er mjög áríðandi. Annar vani, sem ég hef haft síðan ég var táningur, er að drekka mikið af ölkelduvatni á hverjum degi. Aldrei minna en þrjá lítra til að hreinsa líkam- ann og fá fallegri húð. Og svo fer ég í drottningarhunangskúr af og til; eitt hylki á dag (heilan mánuð. I því er mikið af öllum B-vítamínunum. Þú ert stöðugt á ferðalög- um og á mismunandi vinnu- stöðum. Hvernig heldurðu þér fallegri þegar þú lendir einhvers staðar hinum meg- in á hnettinum? í flugvélum hugsa ég fyrst og fremst um að koma í veg fyrir aö húðin þorni upp. Alltaf þegar ég ferðast vernda ég húðina og varirnar skipulega með mjög vökvadreifandi geli, Performance H20 frá Helenu Rubinstein. Þegar ég lendi ber ég aftur á mig Performance H20, Index 4 eða jafnvel 7 til að lengja vökvadreifinguna og vegna ómótstæðilegrar þæg- indatilfinningarinnar sem það færir mér. Hvaða venjur hefurðu við umönnun húðarinnar og förðun? Á hverjum morgni, þegar ég vakna, gusa ég vatni, svona tíu sinnum, framan í mig. Það örvar húðina verulega. Þarfyr- ir utan nota ég meðhöndlunar- krem reglulega. Núna nota ég Intercell. Yfir daginn nota ég mjög náttúrulegt, matt meik. Ég nota grunninn Contact Fin- ish No 12 sem ég geri mattan með lausa púðrinu Perfect Powder Transparent. Liturinn kringum augun breytist eftir því sem líður á daginn. Um hádegisbil nota ég reyklitaða augnskuggann Tender Taupe og Volumatic Mascara (bláan eða gráan) til að þétta augnhárin en láta þau þó líta eðlilega út um leið. Á kvöldin hef ég þetta mun dramatískara og meira tæl- andi; Smokey Grey augn- skugga á augnlokin og svo set ég svartan Volumatic Mascara á tvisvar til aö gera augun enn leyndardómsfyllri. Á varirnar nota ég eðlilega liti; Sandstone eða Desert Spice, tvo rósaviðarliti úr línunni Hel- ena Rubinstein Rouge For- ever. Hvernig ferðu að því að halda hárinu svona þykku, líflegu og fjaðurmögnuðu? Ég læt klippa á mér hárið minnst einu sinni í mánuði. Það styrkir það og heldur því mátulega síðu. Fyrir mynda- tökur þvæ ég það daglega með mjúku sjampói. Og kerfis- bundið nota ég hárnæringar- krem eftir þvottinn (Kerastase Nutritive) og þegar ég hef tíma læt ég það í olíumeðferð sem gerir það mjúkt og skínandi. Hvers vegna ákvaðst þú að gerast ímynd fyrir fyrir- tæki eins og Helenu Rubin- stein? Þótt ég vilji vera eðlilegt barn míns tíma eru glæsileiki og fágun ómissandi fyrir lífsstíl minn og umhverfi. Ég vil veita mér svolítinn daglegan munað á minn hátt. Ég veit að Helena Rubinstein fullnægir þessum skilyrðum og mér finnst ég samræmast þeirri nútímalegu ímynd sem fyrirtækið leggur áherslu á. Hvernig telurðu sambandi þfnu við fyrirtækið háttað? Enn önnur hlið á mér er ástríða mín fyrir snyrtivörum! Eins og allar konur er ég stundum óánægð með sjálfa mig. Ég splæsi því fegrunar- vörum frá fyrirtækinu á sjálfa mig og um leið líður mér betur! Hvernig heldurðu að Ijósmyndarinn Denis Piel fari að því að ná fram hug- hrifum og áferð þess sem hann myndar fyrir Helenu Rubinstein? Denis er illa við „svindl“- fyrirsætur. Hann snuðrar um- svifalaust uþþi allt sem er óekta í þessari eða hinni stell- ingunni. Hann kann vel að meta konur sem búa yfir vissri heiðríkju. Þannig vill hann hafa mig og sú ímynd fellur vel að persónuleika mínum. 26 VIKAN 14. TBL. 1991 ÞÝÐING: ÞORSTEINN EGGERTSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.