Vikan


Vikan - 11.07.1991, Blaðsíða 47

Vikan - 11.07.1991, Blaðsíða 47
SÆ ISNE Við getum engan veginn ætlast til að aðrir trúi á augljósa hæfileika okkar ef við erum sjálf efins og óörugg um þá. HÆFILEGUR METNAÐUR ARIÐANDIAFL Ótæpilegur metnaöur einstaklinga, sem skortir vit og hæfni til ákveðinna verka, er vissulega óæskilegur og veldur oftar en ekki skaða í einhverjum myndum. Aftur á móti er ávinningur í metnaði þeirra sem augljóslega hafa kosti og hæfni á ýmsum sviðum, eigin- leika og eðlisþætti sem eru mögulega mikils virði fyrir þá sjálfa að rækta og hlúða að. Oft er það svo að þeir sem eru virkilega hæfileikaríkir, duglegir og samviskusamir eru ekki að sama skapi fúsir til að fylgja þessum eiginleikum sínum eftir. Eru kannski of hlédrægir og vanmáttugir þrátt fyrir sjáanlega kosti. Sorgleg staðreynd en nokkuð algeng. Það er ákaflega mikilvægt að hafa heilbrigðan metnað fyrir sjálfs sín hönd og ekki síst þegar um er að ræða vilja og löngun til ákveðinna tæki- færa eða framkvæmda. Það er því áríðandi að efla með sér sterka sjálfsvitund, heilbrigt sjálfsmat og skýra stefnu þeg- ar kemur að vali á líklegum tækifærum til framkvæmda. Þá er ekki bara átt við starfs- lega heldur ekki síður tilfinn- inga- og félagslega. Metnaður, sem er [ samræmi við vilja, vit og hæfileika, er því ákaflega mikilsverður okkur sem viljum áfram í sem flestum tilvikum. Það er ekki skemmtileg til- hugsun, ef við óskum einhvers starfa, að uppgötva að við höf- um sjálf með rangri afstöðu til eigin persónu dregið úr mögu- leikum okkar og tækifærum. Gott er að íhuga af kostgæfni hvað í okkur sjálfum veldur, í stað þess að fyllast kannski biturð og vonbrigðum. Við getum engan veginn ætlast til að aðrir trúi á aug- Ijósa hæfileika okkar ef við erum sjálf efins og óörugg um þá. Það að hafa metnað liggur í því að þegar við óskum ein- hvers okkur til handa, sem í eðli sínu er jákvætt og mögu- lega happadrjúgt, þá verðum við að örva trú okkar á hæfni okKar og nota viljann til að ýta á eftir tækifærunum. Við get- um auöveldlega náð fram auknum möguleikum okkur til handa með skipulögðum að- gerðum til þess arna, ef við trúum, viljum, framkvæmum og ýtum á eftir því sem við þráum og óskum að krækja í. Metnaðarlaus persóna er óvirk á vissan hátt. Það er engan veginn nóg að fá fyrir- taks hugmyndir um möguleg tækifæri. Það þarf að byrja á innri skipulagningu til að auka lífmöguleika þeirra svo um munar. Metnaður í hæfilegu hófi er því áríðandi afl sem kveikir oft líf í hugmyndum sem tengjast því sem við vilj- um fá fram sjálfum okkur til framdráttar og hana nú. JÓNA RÚNA KVARAN 14. TBL. 1991 VIKAN 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.