Vikan


Vikan - 11.07.1991, Blaðsíða 56

Vikan - 11.07.1991, Blaðsíða 56
A FERÐ UM NEPAL » Ein af lengstu og bestu brúarsmíðum sem urðu á vegi okkar um Himalaja. ♦ Hinn hrikalegi fsveggur sem gnæfir yfir Everest Base Camp og kveikir óhug hjá öllum sem þar dvelja sökum snjóflóðahættu. Lhotse 8516. Á FÆTUR KUKKAN HÁLFFJÖGUR Fyrstu tvær vikurnar lá leið okkar um gróðursæla dali og landbúnaðarhéruð. Hver dag- ur hófst um klukkan hálffjögur með morgunverði og um fimmleytið var lagt í hann. Flesta daga gengum við í níu til ellefu stundir og að kvöldi var oftast slegið upp búðum í sveitaþorpum. Þorpsbúar tóku okkur opnum örmum og eftir að menn höfðu matast vildu heimamenn ólmir spila, syngja og dansa fyrir aðkomumenn- ina. Yngstu stúlkurnar döns- uðu þjóðdansa en feður og eiginmenn léku undir og sungu enda varð úr mikil gleði. EKKI f BAÐ NÆSTU ÞRJÁR VIKURNAR! Arun River er fljót eitt mikið sem við gengum upp með i nokkra daga og kom það sér vel því dag hvern um hádegisbil, þegar heitast var, böðuðum við okkur í tæru en köldu vatn- inu. Þetta nýttum við okkur til hins ýtrasta því við vissum að þegar inn í fjallagarðinn kæmi yrði ekki um nein böð að ræða í að minnsta kosti þrjár vikur. Brúarsmíð nepalskra bænda þótti mér allævintýra- leg. Yfir flest árgljúfur eru þrír kaðlar notaðir til fólksflutninga. Þeim er komið fyrir í þrihyrn- ing þannig að gengið er á þeim neðsta en stuðst við hina tvo. Áttu menn iðulega erfitt með að hafa sig út á kaðlana, einkum ef gljúfrið var djúpt. LURKUM LAMIN Á fjórtánda degi göngunnar komum við að sveitaþorpi einu er nefnist Tumlingtar. Þar ákvað Mani Lama að við skyldum hvíla okkur í rúman sólarhring. Hann bætti þvi við að héðan í frá gætum við farið að búast við snjókomu og verulegum kulda. Við Brian, göngufélagi minn, þurftum, þótt við værum þreyttir eftir erfiðan dag, endilega að fara að djöflast við að berja krydd- jurt eina með lurkum, þorps- búum til mikillar skemmtunar. Þessi kryddjurt er kölluð dalbat og Nepalbúar nota hana mikið á hrísgrjón. ÞAR BLÓMSTRAR MENNING NEPALA Á tuttugsta og þriðja degi göngunnar rættust fullyrðingar Mani Lama. Það tók að snjóa án afláts um það leyti er við náðum að fjallaþorpinu Namche Bazar. Það liggur í ♦ A góöri stund í gó&ra vina hópi með þeim félögum Mani Lama, Bimba og Fídjí. ■» Nepalskur félagi er ég kynntist í Kat- mandu, höfuðborg Nepals, en hann kom mér í samband við Mani Lama. Lítil og sæt fjallastúlka sem varð á vegi mín- um í einu af mörgu fjallaþorpunum, hún lét sig ekki muna um a& syngja stuttan lagstúf og brosa framan í skeggjaðan ferðalang. nálægt fögur þúsund metra hæð og þar búa eingöngu hinir óspilltu og sönnu Nepalar, fjallabúarnir, serbar. Er skemmst frá því að segja að þarna hefur menning Nepala blómstrað hvað mest enda er fjallafólkið nátengt stórbrotnu umhverfi sínu og töfrandi nátt- úrufegurð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.