Vikan


Vikan - 11.07.1991, Blaðsíða 38

Vikan - 11.07.1991, Blaðsíða 38
„Klukkan 9:45 fara þrír strákar úr fimmta bekk fram hjá hljómsveitarpallinum á leiðinni á bóka- safnið. Einn þeirra telur sig hafa séð ’einhvern náunga' standa hinum megin við pallinn. Það er lýsingin. Einhvern náunga. Við ættum að senda hana út, finnst þér það ekki? Verið á verði ef þið sjáið einhvern náunga.” Bannerman rak uþp stuttan hlátur, eins og gelt. „Klukkan 9:55 fara dóttir mín og Susan framhjá á leiö í skólann aftur. Síðan, um 10:05, kemur Mary Kate Hendrasen...ein. Katrina og Sue mættu henni á skólatröppunum. Þær heilsuðust allar." „Góður Guð," tautaði Johnny. Hann renndi höndunum gegnum hár sitt. „Að lokum, klukkan 10:30. Fimmtu-bekkingarn- ir þrír eru á leið til baka. Einn þeirra sér eitthvað á pallinum. Það er Mary Kate, búið að tosa niður um hana buxurnar, læri og leggir alblóðug, andlit hennar...andlit hennar...” „Rólegur,” sagði Johnny og lagði hönd á hand- legg Bannermans. „Nei, ég get ekki tekið því rólega," sagði Bann- erman. Hann talaði nánast í afsökunartón. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt, ekki á átján árum í lögreglustarfinu. Hann nauðgaði þessari litlu stúlku og það hefði nægt... nægt til að, þú veist, ganga frá henni... dánardómsstjórinn sagði að hann hefði gert það á þann hátt... hann sþrengdi eitthvað og það ... já, það hefði líklega... dreþ- ið hana ... en svo varð hann auðvitað að kyrkja hana. Níu ára gömul og kyrkt og skilin eftir... skilin eftir á pallinum með nærbuxurnar niður um sig.“ Allt í einu fór Bannerman að gráta. Tárin fylltu augu hans og runnu niður andlitið í tveimur straumum. Hann þerraði andlit sitt með vasaklút. Axlir hans hristust og skulfu. Johnny beið. Stuttu síðar lagði Bannerman vasaklútinn frá sér. „Fyrirgefðu,” sagði hann. „Þetta hefur verið langur dagur.“ „Allt í lagi,“ sagði Johnny. „Ég vissi að ég ætti þetta eftir en bjóst við að geta geymt það þar til ég kæmi heim til konu minnar.” „Biðin hefur orðið þér ofviða." „Þú hefur skilningsríkt eyra. Nei, þú hefur meira en það. Þú hefur eitthvað. Fjandakornið að ég viti hvað það er, en eitthvað er það.“ „Hvaða fleiri vísbendingar hafið þið?“ „Engar. Það sem truflar mig mest er að hvorki finnst hár né húð undir nöglum fórnarlambanna. Þær hljóta allar að hafa barist um en við höfum ekki svo mikið sem sentímetra af húð. Djöfullinn hlýtur að halda með þessum manni. Hann hefur ekki skilið eina einustu vísbendingu eftir sig. Geð- læknir frá Augusta sagði að þeir kæmu alltaf upþ um sig fyrr eða seinna. En sú huggun. Segjum að það sé nú seinna...svona tólf líkum héðan í frá?“ „Er sígarettupakkinn í Castle Rock?“ „Já.“ Johnny stóð upp. „Komum í bíltúr.” „í mínum bíl?“ Johnny brosti meðan vindurinn jókst í sífellu fyrir utan. „Á svona kvöldi borgar sig að vera í lög- reglufylgd,” sagði hann. Það tók þá einn og hálfan tíma að komast til Castle Rock. Klukkan var tuttugu mínútur yfir tíu þegar þeir komu inn í anddyrið á lögreglustöðinni og stöþpuðu snjóinn af stígvélum sínum. Það voru sex blaðamenn í anddyrinu, flestir sátu þeir á bekk undir hryllilegu olíumálverki. Þeir umkringdu Bannerman og Johnny samstundis. „Er það satt að þið séuð komnir á slóðina, Bannerman lögreglustjóri?” „Ég hef ekkert fyrir ykkur núna,“ sagði Bann- erman sljólega. „Ef þið vilduð hafa okkur afsak- aða..." En athygli þeirra hafði beinst að Johnny og það dofnaði yfir honum þegar hann sá að minnsta kosti tvö andlit frá blaðamannafundinum á sjúkra- húsinu. „Ert þú ekki John Smith?” kallaði einn þeirra. „Jú,“ sagði hann. „Það er ég.“ „Sjáandinn?” sgurði annar. „Hleyþið okkur framhjá!" sagði Bannerman og hækkaði röddina. „Hafið þið ekkert betra að gera en að ... “ Um leið og þeir gengu inn á skrifstofu lögreglu- stjóra voru blaðamennirnir á hlauþum að símun- um á veggnum andsþænis. „Ekki datt mér í hug að þeir væru hér ennþá á svona kvöldi,” sagði Bannerman óhamingjusam- ur. „Ég hefði átt að koma með þig inn bakdyra- megin.“ Johnny sá fyrirsagnirnar fyrir sér; aukakrydd í þott sem þegar bullsauð í. LÖGREGLUSTJÓRI CASTLE ROCK LEITAR TIL MIÐILS VEGNA KYRKINGANNA. SJÁANDI RANNSAKAR NÓVEMBERMORÐIN. Tveir lögreglumenn voru í fremri skrifstofunni, annar þeirra hrjótandi, hinn að drekka kaffi og skoða skýrslustafla. „Sþarkaði konan honum út eða hvað?“ Sþurði Bannerman fýlulega og kinkaði kolli í átt að þeim sem svarf. „Hann var að koma frá Augusta," sagði lögreglumaðurinn. Hann var ekki mikið af barns- aldri og dökkir þreytubaugar voru undir augum hans. Hann leit forvitnislega á Johnny. „Johnny Smith, Frank Dodd. Þyrnirós heitir Roscoe Fisher." Johnny kinkaði kolli. Bannerman lagði höndina á öxl Dodds og hristi hann blíðlega. „Þú verð allt of miklum tíma í þetta mál, Frank." „Ég trúi bara ekki öðru en að eitthvað finnist í þessum skýrslum." Hann yppti öxlum og renndi fingri niður staflann. „Eitthvað." „Farðu heim og hvíldu þig, Frank. Og taktu Þyrnirós með þér. Það yrði okkar síðasta ef ein- hver næði mynd af honum svona. Þeir myndu birta hana með myndatexta sem segði ’Öflug rannsókn heldur áfram í Castle Rock’ og við yrð- um allir settir í að sópa göturnar." Bannerman vísaði Johnny inn á einkaskrifstofu sína. Hann leitaði uppi lítið umslag og rétti Johnny. Johnny opnaði það ekki strax. „Ég get engu lofað. Stundum get ég það og stundum ekki.“ Bannerman yppti þreytulega öxlum og endur- tók: „Vogun vinnur, vogun tapar.” Johnny opnaði umslagið og tók tóman Marlb- oroþakkann í hönd sér. Rauður og hvítur pakki. Hann setti pakkann í hina höndina, lokaði síðan báðum höndum yfir hann. Hann beið eftir að eitthvaö, hvað sem væri, kæmi. Ekkert gerðist. Hann hélt honum lengur, milli vonar og ótta, lét sem hann vissi ekki af því að þegar eitthvað kom, þá kom það samstundis. Að lokum rétti hann Bannerman pakkann aftur. „Því miður,” sagði hann. „Það var þess virði að reyna það,“ sagði Bann- erman. „Ég skal aka þér til baka...“ „Ég vil fara yfir á almenninginn,” sagði Johnny fyrirvaralaust. „Blaðamennirnir elta okkur, Johnny. Það er jafn öruggt og að Guð bjó til litlu fiskana.” „Þú varst að tala um bakdyr.” „Já, en það er eldvarnahurð. Við getum komið inn um hana en ef við förum út um hana, fer við- vörunarmerkið í gang.“ Johnny blístraði. „Látum þá elta okkur." Bannerman horfði hugsandi á hann nokkur andar- tök og kinkaði síðan kolli. „Allt í lagi.” * 8* Þegar þeir komu út af skrifstofunni stóðu blaða- mennirnir samstundis upp og umkringdu þá. „Veistu hver gerði það, Johnny?” „Hefurðu einhverja hugmynd?” „Var það þín hugmynd að kalla til miðil, lögreglustjóri?” „Heldurðu að þú getir leyst málið, Johnny?” Bannerman ýtti sér hægt og örugglega leið í gegnum þröngina og renndi upþ úlþunni sinni. „Ég hef ekkert við þessu að segja.” Johnny sagði ekki orð. Það var ekki fyrr en þeir gengu fram hjá lögreglubílnum og brutu sér leið yfir götuna að einn blaðamannanna gerði sér grein fyrir því að þeir voru að fara yfir á almenninginn. Nokkrir þeirra hlupu inn eftir yfirhöfnum sínum. Þeir sem klæddir voru í útiföt klöngruðust nú niður þrepin á eftir Bannerman og Johnny, kallandi eins og börn. 38 VIKAN 14. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.