Vikan


Vikan - 11.07.1991, Blaðsíða 57

Vikan - 11.07.1991, Blaðsíða 57
HIN MAGNÞRUNGNA NÁTTÚRUSMÍÐ HIN HEILAGA MÓÐIR Namche Bazar mun ætíð verða mér í fersku minni því þar birtist fyrst sjónum mínum hin magnþrungna náttúrusmíð er nefnist Mt. Sagramatha eða hin heilaga móðir eins og serbarnir nefna fjallið. Betur er það raunar þekkt sem Mt. Everest. Þegar í fjögur þúsund og fimm hundruð metra hæð var komið urðum við að hægja ferðina og ganga styttra dag hvern til að reyna að koma í veg fyrir hina alræmdu og lífs- hættulegu hæðarveiki. Fékk maður þá óspart að heyra bist- ara, bistara. Það er nepalska og þýðir rólega, rólega. Loks- ins á þrítugasta og þriðja degi náðum við til Tengboche, gengum tvö hundruð metra upp fyrir bæinn og aftur niður að bænum sem stendur í fimm þúsund og sjötíu metra hæð. Þetta var gert til að gefa öndun og annarri líkamsstarfsemi möguleika á að aölagast þynnra lofti. Þess má geta að flestir voru komnir með vægan höfuðverk og orðnir lystarlaus- ir en það eru fyrstu einkenni hæðarveiki. HÚKTl UTAN TJALDS í 24 STIGA FROSTI (Tengboche hvíldumst við í eina tvo sólahringa áður en átti að leggja af stað í síðasta áfanga göngunnar á tind Kal- apatar. Ekki vildi þá betur til en svo að ég fékk heiftarlega magakveisu sem varð þess valdandi að ég varð að hírast utan tjaldsins næturlangt í tuttugu og fjögurra stiga frosti með vatnskenda steinsmugu og skjálftaköst. Um miðjan næsta dag hafði ég sofið í nokkra tíma er Mani Lama vakti mig og færði mér eins konar fjallagrasasúpu. Mér leið strax mun betur eftir að hafa innbyrt hana þó ég væri máttfarinn vegna vökva- taps. Það var ekkert sem hét, við urðum að halda áfram og ná til Labuche fyrir myrkur. Labuche er við rætur Ama Dablam í fimm þúsund fimm hundruð og tuttugu metra hæð. Þar dvöldum við í fjalla- ♦ Einn af fegurstu tindum Himalaja Ama Dablam 6856. » Sól sest að kveldl dags og tunglsljós tekur við af Ijósi sólar. kofa sem nefndur er Above the clouded lodge og vildi svo til að um tuttugu nepalskir her- menn voru staddir þar við björgunarstörf. Þeir voru að reyna að finna þrjá fjallagarpa af fimm sem höfðu freistað þess að ná tindi Ama Dablam og urðu fyrir þeim ömurlegu örlögum að lenda í snjóflóði. [ Labuche urðum við veður- Frh. á bls. 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.