Vikan


Vikan - 11.07.1991, Blaðsíða 18

Vikan - 11.07.1991, Blaðsíða 18
BROT UR BREFUM FRA HJONUM TIL VIKUNNAR ÞANNIG BYRJAÐI ÞAD HJÁ ÞESSUM HJÓNUM Við höldum áfram að birta útdrœtti úr nokkrum af þeim bréfum sem Vikunni hafa borist og fólk segir frá fyrstu kynnum sínum af makanum. Bréfin eru að sjálfsögðu ósvikin en af tillitssemi við sendendur og söguhetjur höfum við sleppt öllum nöfnum þegar við höfum komið því við. Eins og í síðustu Viku kennir margra grasa f þessum bréfum og mörg þeirra eru bráðskemmtileg aflestrar. HANN, HÚN OG HIN ■ Ég get bara sagt það að vinkona mín var alltaf að dá- sama strák sem keyröi út vör- ur til hennar. Hann væri svo sætur með stór og falleg augu. Ekki hafði ég séð þetta goð fyrr en eitt kvöld. Þá vorum viö að labba rúntinn til sælla minn- inga. Þá stoppaði bíll. Þar var goðið og annar til. Þeir keyrðu okkur heim, reyndar vinkonu mína fyrst, svo mig. Síðan fór vinurinn að banka upp á heima og hringja öllum stundum. Þannig að draumur vinkonu minnar snerist i minn draum. Við höfum verið gift í nítján ár. Ekki sjáum við eftir því. Þaö var okkar gæfuspor. ■ Við kynntumst í gegnum sameiginlega vini og fórum saman í bió á La Bamba, þar sem allir okkar vinir voru búnir að sjá myndina. Eftir bíóið bauð ég honum inn að kíkja í kaffi og við spiluðum Ólsen Ólsen í orðsins fyllstu merk- ingu þar til dagur rann. Hann keyrði mig f vinnuna og ég sagði að hann mætti kíkja við ef hann ætti leið um. Svarið sem ég fékk var: Ég kem í kvöld! Og síðan höfum við ver- ið saman. ■ Við kynntumst 1975, þá 15 og 16 ára. Það var nú ekki ást við fyrstu sýn því við vorum búin að þekkjast í fjóra mánuði þegar við fórum að vera saman. En samband okkar frá því þarna um veturinn var mjög sterkt. Við trúlofuðum okkur í maí 77. í júlí ’80 gift- um við okkur á ættarmóti. Síðan líða tíu ár og þá á- kváðum við að endurtaka gift- inguna og töluðum um það í marga mánuði áður en við þorðum að bera erindið upp. Það kom ekki nema ákveðinn prestur til greina, sem við vild- um að framkvæmdi þessa athöfn. Loksins létum við veröa af því að tala við hann og leist honum vel á þetta þó svo að hann hefði nú aldrei heyrt getið um þetta áður. ... Þetta var alveg yndisleg stund og það vorum bara við tvö og presturinn. Þessi athöfn var miklu hátíölegri en sú fyrri og nú eigum við tvo brúð- kaupsdaga. ■ Við kynntumst á Húsavík. Ég er þaðan en maðurinn minn frá Ólafsfirði. Hann var að leggja símastreng á svo- kallaðri „Kvenfélagsýtu" frá Dalvík og alla leið til Húsavík- ur. Strákarnir í línuflokknum buöu að sjálfsögðu okkur dömunum á „rúntinn" og þar með var það „ást við fyrstu sýn“ eins og sagt er. En hann lét nú samt aðeins bíða eftir sér í kirkjuathöfninni sjálfri. Var aö keppa í fótbolta og mætti seint ásamt mági mín- um sem leiddi mig inn gólfið. ■ Okkar fyrstu kynni voru haustiö 72. Þá var ég að vinna í söluskála hér á staðnum og hann nýfluttur frá Akureyri til að vinna á Ijósmyndastofu hérna og kom oft f skálann. Hann „heillaðist" af hæfileik- um mínum í hugarreikningi eða 16 x 10 = 160 krónur. Það kostuðu tíu kók í þá daga og var hans venjulegi skammtur. SIGLINGARÓMANTÍK ■ Við höfðum bæði verið við- loðandi siglingar í talsvert langan tíma. Ég síðan ég var ellefu ára og hann síðan hann var sex ára. Ég kom fyrst í siglingafélagið með pabba mínum þegar hann eignaðist sinn fyrsta seglbát og fékk þá þessa ólæknandi dellu. Þá barði ég í fyrsta sinn augum tilvonandi manninn minn en grunaði auðvitað hvorugt til hvers þessi kynni myndu leiða! Við vissum sem sagt af hvort öðru í nokkur ár eða þar til ég var 16 ára og hann 17 ára. Þá fórum við að hittast við hin ýmsu tækifæri, í keppnum og í ferðum sem við fórum í siglingafélaginu. Einnig á loka- hófi félagsins en þá bauð hann mér upp i dans. Þó voru nú engar eldglæringar, alla vega ekki enn sem komið var. En svo rann upp sumar að nýju og þá fórum við að vera meira á talfæti og um miðjan júlí- mánuð var farin hópferð á Vestfirði. Þangað fórum við bæöi; ég um borð í bát for- eldra minna en hann um borð í öðrum bát. Við urðum að gera hlé á siglingunni á.Arnarstapa sök- um veðurs og þá gerðist hann tíður gestur um borð hjá okkur á meðan beðið var eftir betra veðri. Það kom eftir tvo sólar- hringa. Þó held ég að okkur hafi hvorugt grunaö að áður en ferð þessari lykiyrðum við orðin kærustuþar!! Svo leið rúm vika og við komin vestur í Arnarfjörð og alltaf var hann að koma í heimsókn þegar færi gafst. 18 VIKAN 14.TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.