Vikan


Vikan - 11.07.1991, Blaðsíða 30

Vikan - 11.07.1991, Blaðsíða 30
var hjá Who og Mitch Mitchell hjá Jimi Hendrix. Tekst ykkur að halda þessum krafti íframtíðinni? Ég sé ekki af hverju ekki. Þegar við fáum eins góða svörun við því sem við erum að gera og við höfum fengið við Painkiller fyllumst við orku og því sjálfstrausti sem þarf til að halda áfram á sömu braut. Við erum allir í góðu formi lík- amlega og andlega og því engin ástæða til að ætla ann- að en við eigum eftir að ná enn hærra. Við erum á hátindi ferils okk- ar um þessar mundir. Við erum á því stigi að geta nýtt okkur öll árin sem við höfum verið að leika rokktónlist, reynsluna sem við höfum aflað okkur. Við vitum nákvæmlega hvað við viljum gera og hvert við viljum fara héðan. Við erum ekki að setjast f helgan stein og erum I fullu fjöri. Þið eruð búnir að vera að í átján ár og á þeim tíma hefur þungarokkið tekið stakka- skiptum; gengið í gegnum ýmis tímabil velgengni og niðurlægingar. Eftir að „speed-metal“ og „thrash“ bylgjan hófst í Bandaríkjun- um töldu líklega margir að Judas Priest væri búin að vera, en með Painkilier sperrtu allir eyrun. Átti plat- an að sýna fram á að þið gætuð enn staðið í fremstu röð? Það er nokkuð til f þessu. Síðustu tvær plötur á undan Painkiller, Ram It Down og Turbo, gengu vel en vöktu ekki viðlíka spennu og hrifningu og Painkiller. Allir listamenn vilja að sér miði áfram og að þeir haldi áfram að vekja hjá áheyrendum sinum spennu og orku. Það var einmitt það sem við vildum ná fram. Mikið af lögunum á plötunni er byggt á því sem við höfum gert áður en sett upp á annan hátt; á þessari plötu erum við að gera það sem við kunnum best eins og við getum það best. Mér finnst Painkiller sýna hljóm- sveitina betur en flest það sem við höfum gert áður. Gömlu plöturnar okkar eru þó ekki marklausar; þær standa fyrir sínu hver á sinn hátt, en að gera þessa plötu var eins og að fara í gamla þægilega skó eða setjast í uppáhalds hæg- indastól. Við vorum aö fást við tónlist sem við höfðum mikla ánægju af og þegar menn eru ekki að berjast viö innblástur- inn geta þeir slakaö á, lagt meira í tónlistina og skemmt sér betur. Allt lagðist þetta á eitt til að gera plötuna eins góða og hún vissulega er. Þungarokk hefur verið í uppsveiflu undanfarin ár og náð meiri vinsældum en dæmi eru um. Má ekki líta á málaferlin gegn ykkur í Bandaríkjunum á síðasta ári, sem lauk þó með fullum sigri ykkar, sem tilraun til að grafa undan þungarokkinu í heild? Ég er fullkomlega sammála þeirri greiningu og þetta er í raun svipað og svo margir aðr- ir hafa gengið í gegnum, Elvis Presley, Rolling Stones, Bítl- arnir og nú síðast Madonna. Þegar einhverjum gengur vel f skemmtanaiðnaði fá margir þá flugu í kollinn aö sá hinn sami sé orðinn of valdamikill, hafi of mikil áhrif. Ef hann beitir þeim áhrifum ekki á þann veg sem þeir kysu helst finnst þeim sér ógnað og fara að berjast gegn honum. Skilji fólk ekki hvað er á seyði fyllist það ótta og van- máttarkennd. Það er sam- mannlegt aö bregðast svo við og í stað þess að takast á við það að þungarokk er bara ein fjölmargra tjáningarleiða, sem fólk velur sér og í engu merki- legri eða ómerkilegri en aðrar, rísa upp krossfarar sem nýta sér slagorð og skrum til að komast áfram í fjáhagslegum tilgangi eða pólitískum. Slíkt gerist eingöngu í Bandaríkjun- um og það er leitt því Banda- ríkin eru land þar sem þunga- rokk á meiri hljómgrunn en víðast annars staðar. Scott er sjötti eða sjöundi trommuleikarinn. Ég er hættur að telja, segir Rob og hlær. Það er að vissu leyti sorglegt að við skulum ekki hafa náð að ráða trymbil sem haldist hefur í hljómsveit- inni. Við héldum að Dave Hol- land (trymbillinn á undan Scott, innsk. B.S.) væri maður sem myndi haldast í sveitinni en hann var óánægður með það líkamlega erfiði sem þarf til. Hann var heldur ekki fylli- lega sáttur við tónlistina en það er Scott; hann er þunga- rokksvillimaöur. Við vorum heppnir að geta ráðið til okkar trymbil eins og Scott. Hann treystir okkur gjörsamlega og gerir okkur kleift aö þróast áfram lengi enn. Um kvöldið er Judas Priest á dagskrá með framúrskar- andi þungarokksveitum, Sep- ultura hinum brasilísku, Mega- deth, Queensryche og hinum nýju rokkgoðum sjálfum, Guns ’n’ Roses. Rob Halford og félagar eru næstsíðastir á dagskrá, á undan Guns ’n’ Roses. Áður en sveitin fer á svið fyllist sviðið af mönnum sem bjástra heillengi við að setja upp risastóra sviðsmynd sem er eins og stílfærð risa- köngurló. Þegar því er lokið slokkna Ijósin. Á Maracaná-leik- vanginum, þar sem tónleikarn- ir eru haldnir, eru hundrað og fimmtíu til hundrað og sjötíu þúsund manns sem bíða óþreyjufullir eftir Judas Priest. Rétt í þann mund sem áheyr- endur eru farnir að ókyrrast heyrast drunur í motorhjóli. Kliður fer um mannhafið sem breytist í margraddaö öskur þegar Rob Halford birtist á sviðinu á gríðarstóru Harley Davidson mótorhjóli, íklæddur leðurjakka sem alsettur er krómhnöppum. Jakkinn er tuttugu kíló, segir mér Ijós- myndari sem stendur við hlið mér í gryfjunni framan við sviðið. Rob keyrir fremst á sviðiö, staðnæmist þar og situr grafkyrr á hjólinu. Algjör þögn ríkir um stund en svo byrjar Scott Travis á trommuinn- ganginum aö titillagi nýju skíf- unnar, Painkiller. Glenn Tiptom, K.K. Downing og lan Hill hlaupa inn á sviðið með hljóðfærin í blússandi gangi og eftir það er hamslaus keyrsla. Sveitin bregður fyrir sig lögum allt frá Hell Bent for Leather fram til Painkiller og tekur af þeirri plötu nánast öll lögin. Þegar sveitin hverfur loks af sviðinu eftir klukkutíma stanslausan hamagang eru áheyrendur dasaöir og móðir, og skipuleggjendur tónleik- anna hafa vit á því að gera klukkutíma hlé áður en Guns ’n' Roses kemur á svið. Ekki er vist að sveitin hefði treyst sér að fara á svið strax á eftir „gamlingjunum‘‘. □ Söngvari Judas Priest, Rob Halford, á tali við Árna Matthíasson. 30 VIKAN 14. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.