Vikan


Vikan - 11.07.1991, Blaðsíða 12

Vikan - 11.07.1991, Blaðsíða 12
Fyrsta sjónvarpsserían: Undir sama þaki. Frh. af bls. 10 lend dagskrárgerð er fjárfesting. Við eigum stór- an hóp af fagfólki sem kann til verka og við verð- um að bæta okkur í þessum efnum ef við ætlum að vera þjóð áfram. Það kostar að vera þjóð og ef við ætlum ekki að vera þjóð þarf að hætta ýmsu öðru líka. Ríkinu ber skylda til að halda uppi menningu í landinu og þess vegna á það að láta þá fá fé sem eru að búa til menningu. Það á ekki að búa hana til sjálft." ÚTILOKAÐ AÐ BÚA TIL LISTAVERK f NEFND Þótt Björn hafi starfað við „tilbúinn" heim jafn- lengi og raun ber vitni bera skoöanir hans ekki keim af neinni sýndarmennsku. „Mín lífsskoðun er sú að einstaklingurinn eigi að fá að njóta sín og njóta ávaxtanna af því sem hann hefur fram að færa. Ef einhver er gæddur snilligáfu vil ég að sá hinn sami fái að njóta þess og uppskera það sem hún getur fært honum. Ég er á móti því að menn séu allir settir í eitthvert mót og að ríkið hugsi fyrir þá eða hafi vit fyrir fólki." Er það þess vegna sem þú styður Sjálfstæðis- flokkinn? „Já, alfarið. Það vekur furðu mína hve erfitt listamenn eiga með að átta sig á þessu. Ég er mjög á móti öllu þessu jafnaðar- og lýðræðis- og nefndarkjaftæði, þegar kemur að listum. Ég er al- veg sannfærður um að það er útilokað að búa til listaverk í nefnd." Gengurðu svo langt að segja að óöryggi sé listamanni nauðsynlegt? „Nei, mér finnst út í hött að segja að listamanni sé nauðsynlegt að svelta og vera óöruggur. Allir listamenn verða þó að gera sér grein fyrir því að neytandinn velur alltaf og hafnar. Sumir málarar Áfangasmiair í Hóladómkirkju sumarið 1990. Frá vinstri: Björn Björnsson, Jón Haukur Jensson og Þiðrik Chr. Emilsson selja meira en aðrir og sumir leikarar eru einfald- lega betri leikarar en aðrir. Þessu mati er lista- maðurinn ávallt ofurseldur. Þess vegna á sá sem ekki þolir það að vera sífellt undir þessu mati ekki að vera listamaður. Hann á bara að vinna hjá rík- inu frá níu til fimm og stimpla sig út og inn. Eg hef lifað við þetta mat og ég tek því ef einhver vill ekki hafa mig og þori alveg að lifa við það að stundum er eftirspurn og stundum ekki. Það felst líka í því að vera sjálfstæðismaður; að gera sér grein fyrir framboði og eftirspurn." AÐ BÚA TIL ÍMYND í hverju felst þitt starf innan flokksins? „Ég hef verið formaður nefndar innan Sjálf- stæðisflokksins í ein fjögur ár, sem heitir fræðslu- og útbreiðslunefnd. Þar hef ég séð um ámóta fagvinnu og uppsetningu landsfunda, þjálfun frambjóðenda fyrir kosningar og fleira. Eg hef gert mikið að því að þjálfa fólk fyrir sjónvarp, bæði fyrir Stjórnmálaskólann, flokkinn og með námskeiðum. Þar prédika ég einatt að til þess að koma vel fyrir í sjónvarpi verði menn fyrst og fremst að vera eðlilegir, einlægir og þeir sjálfir. Sjónvarpið flettir nefnilega jafnharðan ofan af einhverri falskri, holri ímynd sem búin er til. Af þeirri ástæðu hef ég aldrei reynt að búa til ímynd á einn né neinn því komi fólk ekki fram eins og sá sem það er kemst einfaldlega upp um það. Áhorfandinn skynjar á svipstundu þann hola tón sem myndast í slíkum tilvikum. Þeir sem náð hafa bestum tökum á fólki gegnum sjónvarpið eru menn á við Guðmund Jaka, sem leyfir sér alltaf að vera hann sjálfur. Hann dregur sinn seim og fær sér í nefið og rymur í honum og það er fínt; þetta er Guðmundur Jaki, svona er hann. Það gengur alls ekki hér í fámenninu að búin sé til ímynd, að menn séu smíðaðir eftir forskrift, þó það sé kannski hægt þar sem fjarlægðir eru það miklar að kjósandinn hittir aldrei frambjóðand- ann. Vissulega getur fólk þó lært grundvallaratriði í sambandi við litaval, þjálfað ræðutækni og látið af litlum kækjum. Menn sem þurfa að koma fram þurfa auðvitað að gæta þess að hafa ákveðna, skólaða framkomu, kurteisi og ákveðinn talsmáta og það gildir jafnt fyrir stjórnmálamenn og aðra. “ HÓGVjER mannvinur Hógvær með ákveðnar skoðanir, mannvinur með húmor. Ertu sáttur við þá skilgreiningu á sjálfum þér? „Ég á erfitt með að skilgreina sjálfan mig; eins og kannski flestir. Stundum hvarflar þó að mér að það sé ákveðin fötlun að vera of fjölhæfur. Þá getur verið erfitt að ákveða hvað maður ætl- ar að rækta og að hvaða fleti persónuleikans á að einbeita sér. Þó geri ég mér fulla grein fyrir því að það eru forréttindi að vera ávallt að fást við svona marga, ólíka en skemmtllega hluti. Það eru alls ekki allir sem eiga kost á því en þó vildi ég stundum hafa lestina á heldur færri sporum. í heimilislífinu er þó allt með kyrrum kjörum og þar siglir allt sinn rólega sjó. Við Þóra giftum okk- ur á nýársdag 1966 og eigum í dag þrjá stráka; Steingrím, 24 ára gamlan fósturson, Björn Þór sem er níu ára og Ivar, átta mánaða. Hann er aðalkallinn á heimilinu. Ég er 47 ára og þegar maður eignast barn svona fullorðinn þá réttir það af kompásinn. Öll lífssýn er stillt alveg upp á nýtt og maður horfir á tilveruna á allt annan hátt. Þetta eru þær „pródúksjónir" sem skipta rnáli." TIL f HVAÐ SEM ER Hvernig lítur svo morgundagurinn út? „Núna er ég verktaki í hálfu starfi hjá íslensku auglýsingastofunni. Þar er ég markaðsfulltrúi og er að vinna við hugmyndavinnu. Ég er að hanna útlit á söluskrifstofum flugfélags einn daginn, gera handrit að sjónvarpsauglýsingu hinn daginn og tillögur að textum fyrir auglýsingaplaköt þriðja 12 VIKAN 14. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.