Vikan


Vikan - 11.07.1991, Blaðsíða 25

Vikan - 11.07.1991, Blaðsíða 25
„Nakinn líkami minn kemur ekki upp um neitt í fari mínu og ég hef ekkert aö fela,“ sagði hún þegar menn gengu á hana með nærgöngular spurningar. ( dag er hún orðin hluti af ímynd Revlon snyrti- varanna og hún veit að hún þarf að standa sig í stykkinu. „Auðvitað auglýsi ég ekki fyrirtækið óstudd og af eigin rammleik," hefur hún sagt og bætti við: „Þetta byggist líka á vinnu frábærra förðunarmeist- ara og Ijósmyndara. Myndirnar af mér eru mjög ólíkar því andliti sem ég sé stundum í speglinum nývöknuð á morgn- ana. Minn hluti af starfinu er þvi að halda mig frá allri óreglu og óhollum mat. Ég gef mig hundrað prósent í starfið enda bíða örugglega þúsundir stúlkna eftir því ef það losnar.“ Þaö segir sig því sjálft að hún reykir ekki, drekkur ekki sterkt vín og neytir ekki ann- arra óhollra efna, þar með eru talin sætindi, dýrafita og matur með rotvarnarefnum. Að vísu hefur hún fengið magasár af vinnuálagi en hún er undir Cindy Crawford hefur næstum 32 milljónir króna i mánaðarlaun. stööugu eftirliti lækna og hún hefur einsett sér að verða ekki þyngri en 54 kíló en það er þyngd hennar núna. Þegar stjarna hennar fer að fölna í fyrirsætustarfinu ætlar hún að vera búin að afla sér svo mikilla tekna að hún geti haft það náðugt það sem eftir er ævinnar. ISABELLA ROSSELINI Þótt hún sé dóttir sænsku leikkonunnar Ingrid Bergman og ítalska leikstjórans Robert- os Rosselini var hún ekki upp- götvuð sem fyrirsæta fyrr en hún var orðin þrítug. Það eru átta ár síðan og enn þann dag í dag er hún ein af frægustu fyrirsætum heimsins. Þótt henni finnist hún alls ekki vera neitt falleg hefur hún mikinn áhuga á fegrunarmálum og viðurkennir að hún eyði mikl- um fjármunum í að halda sér í góðu formi með jógaiðkunum og heilsurækt. Það segir sig kannski sjálft að hún hefur leikið í kvikmyndum enda bjó hún með leikstjóranum David Lynch til skamms tíma. Hún hefur þó miklu hærri tekjur af fyrirsætustörfum en kvik- myndaleik. Hún er tvískilin og var ein- stæð móðir þegar hún var uppgötvuð sem fyrirsæta. Þá hafði hún satt aö segja ekki mikla trú á sjálfri sér - en fyrir- tækið Lancóme hefur tröllatrú á henni og sér ekki eftir því að borga henni há laun. Þar vita menn sem er að ef þeir lækka launin við hana eru önnur fjár- sterk snyrtivörufyrirtæki tilbúin að borga henni svimandi upp- hæöir. Hún er hins vegar ekk- ert á förum frá Lancóme því að þar kann hún mjög vel við sig. Hún er í senn ósköp hvers- dagsleg og heimsmanneskju- leg, í góöu jafnvægi og hraust. Og hún sker sig úr fjöldanum samtímis því að geta látið sig hverfa inn í hann. Þetta eru mjög sjaldgæfir eiginleikar. Hún er hreinskilin og opinská og þótt Lancóme hafi for- gangsréttinn að henni hefur hún áskilið sér rétt til að leika í kvikmyndum ef henni bjóðast hlutverk sem henni líst vel á. Starfsœvi þeirra er að vísu ekki löng en þœr bestu verða flugríkar ó stuttum tíma. Þœr hafa jafnvel ólíka hó mönaðarlaun og sumir vinna sér inn ó heilli œvi. En starfið krefst líka mikils af þeim. Þœr þurfa að þeytast heimshornanna 6 milli ef svo ber undir, útlitið verður alltaf að vera óaðfinnanlegt og rólegt einkalíf verður að bíða betri tíma. ◄ Isabella Rosselinl á fræga foreldra. 14. TBL. 1991 VIKAN 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.