Vikan


Vikan - 11.07.1991, Blaðsíða 49

Vikan - 11.07.1991, Blaðsíða 49
SEM SEGJA FRÁ BITURRI REYNSLU Ég er eins og strengjahljóð- færi, fiðla eða gítar, annað- hvort sex eða fjögurra strengja. Slík hljóðfæri þarf að meðhöndla með varúð, ann- ars getur slitnað strengur. Þú spilar á tilfinningar mínar. Þeg- ar þú sagðir mér að þú hefðir fengið konuna til aö koma tii þfn aftur og hvað þú hlakkaðir til að fá hana heim sleistu fyrsta strenginn. Ekki vildirðu samt segja skilið við mig. Kannski hef ég líka hangið á þér, viljað halda í þig og von- ina um að fá þig að lokum. Ekki man ég hvernig ég komst heim af þessum fundi. Ég sá hvorki götuna né bílana sem ég mætti. Ég hef raunar barist eins og Ijón til að halda í þessa ást. Gat bara ekki gefist upp. Samband okkar minnkaði, eig- inkonan komin heim og svo kom það fyrir þegar þú hringdir í hjákonuna að hún var svo full örvæntingar að hún grét í símann. Þaö fannst þér ekki gaman. Hún átti alltaf að vera kát og ástúðleg, hvernig svo sem þú hafðir komið fram við hana. Innan mánaðar frá því að þú endurheimtir konuna varstu kominn til mín og sagðir mér að þetta gengi ekki hjá ykkur. Og þú hélst áfram að leika á hljóðfærið þó einn strengur heföi slitnað. Það hljómaöi enn jafnfagurlega í þínum eyrum. En grunsemdir mínar voru vaknaðar og ég var farin að efast um að þú segðir mér satt. Skömmu síð- ar gerði ég það sem þæg hjá- kona má ekki gera. Ég hafði samband við konuna þína. Ég komst að ýmsu í því samtali. Þú sagðir henni að öllu væri lokið okkar á milli. Ein lygi leiðir af sér æ fleiri lygar. Sumarið leið. Það var mér erfitt sumar. Ég sætti mig ekki ’lengur við að vera bara hjá- kona þín. Þú laumaðist til að hitta mig af og til. Víst áttum við yndislegar stundir saman. En allar okkar unaðsstundir enduðu þannig að þú þurftir aö flýta þér heim til konunnar svo hana grunaði ekkert. Samt hlýtur hún að hafa vitað. Ég var orðin mjög efins um að þú ætlaðir þér eitthvað með mig annað en að leika þér að mér. Ég gat ekki sætt mig við það. Sársaukinn, þegar þú fórst frá mér, var orðinn óbæri- legur. Þú hafðir fengið þitt krydd í tilveruna og fórst frá mér beint í faðm fjölskyldunn- ar. Eftir sat ég með sársauk- ann og niðurlæginguna. Enn gerðist ég óþæg hjákona og heimtaði svör. Hvað ætlarðu þér? Engin svör. Svo kom að því að ég sleit sambandinu og hætti í vinnunni vegna þess að þú varst á sama vinnustað. Ég leið vftiskvalir eftir þessa ákvörðun og gafst upp. Sam- band okkar hófst að nýju. Ég bara sætti mig við að vera frilla þín. Svona er hægt að brjóta fólk niður. Svo kom ein sveiflan enn. Þú veist hvað olli henni. Þú hafa mig góða, að í fjölskyldu- boði ætlaðirðu að segja öllu þínu fólki frá skilnaðinum. Nú átti laumuspilinu að Ijúka. Ég trúði og vissi að þetta yrðu erf- ið jól hjá þér, var full skilnings og umhyggju. En jólin liðu. Þegar ég komst að því að þú hafðir bara setið þín venjulegu jólaboð rétt eins og vanalega, án þess að minnast á skilnað, þá slitnaði annar strengur f hljóðfærinu þínu. Ég vissi und- ir niðri að þú værir að svíkja mig. Samt tókst þér alltaf að ■ Enginn hefur verið mér eins góður. Enginn hefur verið mér eins vondur. En nú er sá tími kominn að ég hef misst alla von um að hann verði minn. Eftir þriggja ára samband trúi ég því ekki lengur, jafnvel þó hann segi það., Þess vegna ætla ég að reyna að skrifa mig frá þessu niðurlægjandi ömurlega ástandi. ■ Ég hef alvarlega íhugað að taka mitt eigið líf, ég á það sjálf og svona vil ég ekki lifa. varðst svo afbrýðisamur þegar þú sást mig í fylgd annars manns. Þér fannst ég vera að svíkja þig. Raunar varst þú á sama stað með eiginkonu þinni en það var allt annað mál í þínum huga. Þú hringdir í mig daginn eftir og tilkynntir mér að nú væruð þið búin að ákveða að skilja. Manstu hvað ég sagði við þig þá? Að nú mættirðu ekki svíkja mig því ég þyldi það ekki. Og þú sórst og sárt við lagðir að ég mætti treysta þér, þú yrðir hjá mér um jólin. Ég varð alsæl. Elsk- aði þig meira en nokkru sinni, fylltist gleði og bjartsýni. Fór að undirbúa jólin með þér. Heimska ég. Að halda eitt augnablik að þú yfirgæfir fjöl- skylduna um jólin. En þú varst svo ákveðinn, aldrei eins af- gerandi í afstöðu þinni. Ég sannfærðist líka um að þér væri full alvara því þið hjónin fóruð í viðtal hjá presti. Hvað þið voruð að gera f þeirri heim- sókn veit ég varla, alla vega ekki að láta lesa ykkur í sundur. Kannski bara að drekka kaffi og tala um daginn og veginn. Jólin komu og jólin liðu. Ekki komstu til mín. Önnur eins jól vil ég aldrei lifa aftur. Þú sagðir mér, eflaust til að reyna að tala mig til og hagræða sann- leikanum svo ég tryði. Þú sagðir mér að öllu hjónalífi væri lokið hjá ykkur, ég hefði séð fyrir því og að þú hefðir enga löngun til konu þinnar lengur. Þú sagðir að þið ættuð bara eftir að fara til prestsins aftur, það yrði jafnvel á morgun. Þú stakkst af úr síð- asta fjölskylduboðinu þau jólin og komst til mín. Þá fannst mér þú vera minn, þú værir að sanna mér hvað ég væri þér mikils virði. Svona hafðirðu mig góða fram á vor. Þó var ég full grun- semda. Ég skildi ekki ástand- ið. Þið búin að ákveða að skilja, búin aö fara til prestsins, hætt að sofa saman en samt var ekkert að rætast úr mínum málum. Ég var enn huldukon- an, sú óhreina sem varð að læðast til í skjóli myrkurs. Nei, enn vissi ég að þú varst að svíkja mig. Svo rann upp dagur sann- leikans þegar ég enn einu sinni hafði samband við eig- inkonuna. Ég komst að því að þú hafð- ir átt hreint ágætis kynlíf með henni eins og mér. Þarna slitn- aði enn einn strengurinn. Nú fer að verða erfitt fyrir þig að spila á hljóðfærið, vinur minn. Þú hefur farið svo harkalega með það. Ég er orðin þér mjög reið því þú ert að gjöreyði- leggja líf mitt. Þú traðkar á feg- urstu og innilegustu tilfinning- um sem ein manneskja getur borið til annarrar. Ég hef skammað þig og ausið úr fleytifullum skálum reiði minn- ar yfir þig. Þú verður að frelsa mig og slíta þessu ástarsam- bandi. Ég hef enga orku lengur. Hvar er þessi klára, aðlaðandi persóna sem ég einu sinni var? Hún hlýtur að hafa farist í þessu tilfinninga- umróti. Eftir er kona sem hefur glatað öllu, fyrst og fremst sjálfsvirðingunni. Ég hafði áhuga og ánægju af starfi mínu, ég átti skemmtileg áhugamál, ég var hrókur alls fagnaðar. Ég er orðin andlegur öryrki sem gengur eins og vél- menni í gegnum amstur dag- anna. Það er erfitt aö vakna á fögrum morgni, þróttlaus, von- laus og grátandi. Kunningjarn- ir eru farnir að forðast mig því þeir skilja ekki hvernig ég er orðin. Aðeins mínar bestu og nánustu vinkonur skilja mig því þeim hef ég sagt allt. Þær eru minn styrkur. Glæpur minn hlýtur að vera stór því refsingin er þung. Glæpur minn var að elska þig, trúa þér. En ég hlýt að vera að nálgast endastöð, þrekið er þrotið. Síðustu óbeinu skila- boðin, sem ég fékk frá þér, voru þegar þú sagðir mér að konan þín elskaði þig enn. Ég skil. Ekki ferðu að skilja við konuna fyrst hún elskar þig. Ég elska þig líka þrátt fyrir all- ar lygar þínar og svik. Kannski aldrei heitar en nú. En ég er bara hljóðfæri þitt og bráðum verður enginn strengur eftir fyrir þig að spila á. Þá er hljóð- færið ónýtt og þá verður því bara fleygt. Svo einfalt er það. Þú heldur þínu striki, rétt eins og ekkert hafi ískorist. Kannski bregður öðru hverju fyrir vofunni minni á lífsleið þinni eða kannski verður sam- band okkar aðeins hugljúf minning í huga þér, samband- ið sem varð ógæfa mín. Að lokum vil ég beina orðum mínum til ykkar, karlar, sem takið ykkur hjákonur. Þiö eruð sekir. Sekir gagnvart konunum sem þið eruð að svíkja og blekkja, eiginkonum og hjá- konum. Þið eruð eins og krabbamein í hverju samfé- lagi. Hvar sem þið eruð vex meinsemdin frá ykkur í allar áttir.“ □ 14. TBL 1991 VIKAN 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.