Vikan


Vikan - 05.03.1992, Blaðsíða 4

Vikan - 05.03.1992, Blaðsíða 4
TEXTI: ÞORGEIR ÁSTVALDSSON / LJÓSM.: BINNI Já, var það ekki? Þetta hafðist. Sigga Beinteins og Sigrún Eva á sigurstund - á sama augnabliki og lokatölur birtust blikkandi á skjánum. Nei eða já varð JÁ. Flytjendur og lagahöfundar NEI EÐA JÁ, lagsins sem keppir í Júróvisjón árið 1992. Söngkonurnar Sigriður Beinteinsdóttir og Sigrún Eva Ármannsdóttir og lagahöfundarnir Friðrik Karlsson og Grétar Örvarsson. Stefan Hilmarsson vantar i hóp höfunda. Grétar og Sigríður þekkja vel til þegar Júrovisjón er annars vegar og Friðrik Karlsson gítarleikari og lagasmiður er öllum hnútum kunnugur á sviðinu hér og þar í veröldinni. Sigrún Eva er nýliðinn í hópnum ef hægt er að tala um nýliða. Hún vakti fyrst athygli í Landslagskeppninni fyrir þremur árum og hefur síðan gengið vel i sönglistinni. Þetta lið á erfitt verkefni fyrir höndum. Það kostar fyrirhöfn að ná árangri. Lokakeppnin fer fram i Malmö i Svíþjóð 9. maí i vor. Þetta er í sjöunda skiptið sem íslendingar taka þátt í Júróvisjón. Lengst af höfum við verið í neðri hlutanum á stigatöflunni. Aðeins „Eitt lag enn“ i hittifyrra gerði það gott, lenti í fjórða sæti eins og landsfrægt er. Vikan óskar þessum fulltrúum okkar góðs gengis. Ómar Ragnarsson kemur við á mörgum sviðum þjóðlífsins. Hann var meðal lagahöfunda í úrslitunum og ræðir hér við stjórnanda útsendingar, Björn Emilsson, i góðra vina hópi. „Það er óþarfi fyrir okkur að fara í hár saman út af þessu, Bjössi minn - maður gerir bara betur næst.“ Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva líflegur gleðidúett keppnislag Islendinga í ár slenski keppnisandinn gýs upp þegar íþróttamennirn- ir okkar standa í ströngu, þegar stjórnmálin taka á sig einhverja spennumynd og i seinni tíö þegar söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstööva er annars vegar. Nú er þaö Ijóst aö NEI EÐA JÁ verður keppnislag íslendinga i ár og hvort sem mönnum líkar þaö vel eöa illa þá á þaö lag eftir aö heyrast oft fram til vors. Ef vel gengur í úrslitakeppninni í Malmö í Svíþjóö 9. maí á lagið eftir aö komast i tölu þjóöar- söngva eins og fyrri dæmi sanna. Á úrslitakvöldinu í sjónvarp- inu fyrir stuttu var rafmögnuö stemmning meöal gesta í sal og meðal keppenda baksviös, rétt eins og þingkosningar stæðu yfir. Söngvarar og hljóöfæraleikarar fylgdust meö þegar tölurnar birtust á skján- um frá hverju kjördæmi lands- ins og þegar líöa tók á at- kvæðatalningu var eins og allir væru búnir aö gleyma lögun- um - hvort þau væru góð eöa í stórum hornsófa baksviðs fylgdust keppendur og aðstoðarfólk með talningu atkvæða. Þrátt fyrir keppnina innbyrðis ríkir alltaf galsahúmor og gleði í þeirra herbúðum og rigur vfðs fjarri. Hver keppandi er hvattur áður en hann fer inn á svið og fær svo góðar móttökur þegar af sviði er komið. „Þetta er nú einu sinni bara dægurlagakeppni og eins gott að hafa gaman af þessu. Annars getur maður bara setið heima," segja þeir í sófanum. slæm - tölurnar einar skiptu máli. Þeir sem reynt hafa segja aö þaö sé ákveðin reynsla að ganga í gegnum þetta. Þaö er aðeins eitt lag sem vinnur og þaö vinnur stórt hvaö sem tölur segja. Sigurlagiö Nei eöa já er eftir þá Grétar Örvarsson, Friörik Karlsson og Stefán Hilmars- son. Þeir eru í raun sigurveg- arar þar sem valið var lag en ekki flytjendur. Svo segja regl- ur en staðreyndin er hins veg- ar sú aö flytjendur skipta miklu máli og sviösframkoma þeirra. Þær Sigrún Eva Ármannsdóttir og Sigríður Beinteinsdóttir eru þannig ekki síður sigurvegar- ar. M Þótt valið í undankeppni Júrovisjon standi um vænlegasta lagið en ekki flytjendur er það staðreynd að flytjendur skipta höfuðmáli. Sviðsframkoma þeirra Sigrúnar Evu og Siggu Beinteins var greinilega þaulæfð og átti sinn þátt í þvi að lagið hreif. Þessir virðulegu hljómborðsleikarar hittast bara á söngvakeppnum enda þarf marga fima putta til að koma öllu spilinu til skila. Jón Ólafsson og Magnús Kjartansson ræða malin á þvi tungumáli sem þeir einir skilja. 4 VIKAN 5 TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.