Vikan


Vikan - 05.03.1992, Blaðsíða 48

Vikan - 05.03.1992, Blaðsíða 48
JÓNA RÚNA frjálsa vilja meö því aö gera svo miklar tilraunir sem þú bendir á til aö skipuleggja þig frá a til ö og svipta þig öllum rétti og dómgreind til að vega og meta sjálfur hvað þér er fyrir bestu í þaö og það skiptið. Ekkert er athugavert við að skiptast bróðurlega á skoðunum vegna ýmissa mála. Einmitt það ætti að vera ákjósanlegt í samskiptum barns og foreldris. Best væri að þar við sæti, sérstaklega þegar börnin eru komin að fullorðinsárum og eru að auki orðin sjálfráða. Ýttu því sektarkenndinni frá þér og bentu þeim áfram á að þú óskir ekki eftir afskiptum þeirra nema þig langi til þess og þú óskir þess sérstak- lega. Þú ætlir hvort sem er sjálfur að taka afleiðing- um af öllum framkvæmdum þínum, stórum sem smáum. LÍFSHLUTVERKIÐ VELJUM VIÐ SJÁLF Hvað varðar það að þú eigir að verða hagfræðingur er þetta að segja: Það er engin sérstök ástæða til að ætla að nokkur manneskja geti nákvæmlega sett sig inn í langanir okkar og drauma. Vart eru foreldr- ar þínir nein undantekning frá því. Málið er, elsku- legi Pétur, aö ef þú átt að fá notiö þín sem ábyrgur einstaklingur og verða sáttur við þitt lífshlutverk þá velur þú sjálfur nákvæmlega eftir eigin geðþótta. Trúlega er farsælast fyrir flesta að velja starfslega möguleika sem mest miðað við meðfædda hæfi- leika og vitsmuni. Þú ert, sýnist mér, allra skynsam- asti strákur og ekkert kemur fram í bréfi þínu sem gefur tilefni til að vanmeta möguleika þína á að þú getir einn og óstuddur valið þér að ævistarfi það sem hugur þinn og hæfileikar bjóða upp á. Ef hag- fræðin hentar þér ekki skaltu sem fyrst finna út hvað annað freistar þín hvað væntanlegt val á lífshlut- verki áhrærir, hvort sem það er myndlist eða eitt- hvað annað. Þú kemur hvort sem er til með að vinna starfið en ekki aðrir fyrir þig. Þar eru ágætir foreldrar þínir engin sérstök undantekning. Það gleður mig að þér skuli ganga skólanám vel. Eins er ekkert athugavert við að hvíla sig frá námi ef við erum viss um að það henti okkur þaö augnablik- ið. Hitt er svo annað mál að við búum í þjóðfélagi sem gerir kröfur um menntun væntanlegra starfs- krafta á hinum ýmsu starfssviðum. meira að segja verkamennirnir verða að sækja alls kyns námskeið ef svo ber undir til að eignast betri starfsmöguleika og auka líkur á fleiri krónum í vasann. DULHYGGJA OG KUKL Þú talar um að þú hafir mikinn áhuga fyrir alls kyns dulhyggju. Eins og þú veist er mislitur sauður í marglitum hópi þeirra sem þannig þjónustu ástunda. Það er því miður svo í andlegum efnum sem öðrum og kannski öllu grófari og efniskenndari að ekki er allt sem sýnist. Þú tiltekur spákonur sér- staklega sem þann hóp sem þú hefur sótt í vegna áhuga þíns á því leyndardómsfulla í tilverunni. Vissulega eru spádómsgáfur þeirra sem yfir þeim búa heillandi og mjög mikil freisting fyrir þá sem af einhverjum sökum geta ekki fengið frið í sálu sinni nema eiga kost á einhverjum vísbendingum um framtíðarmöguleika sína og þeirra sem hugsanlega kunna að tengjast þeim núna eða í nánustu framtíö. Vegna ótæpilegrar þarfar okkar margra til að sjá í gegnum aðrar og duldar leiðir framtíðarinnar verð- um við að átta okkur á þeirri staðreynd að gáfur, sem tengjast sálrænum hæfileikum fólks, eru mjög breytilegar eftir atvikum. Sumar eru reyndar það óverulegar að vart tekur að nefna þær. Engum Vinsamlega handskrifið bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og því miður er alls ekki hægt að fá þau í einkabréfi. Utanáskriftin er: Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25, 104 Reykjavík.^^j. _____V*\l myndi detta í hug að blása neitt sérstaklega upp sönghæfileika manns sem hefur sungið sömu rödd- ina í kór árum saman og engan átt möguleikann á einsöngssveiflum þó virkilega hafi munað um við- komandi ásamt mörgum öðrum í kórnum. Næmt fólk á mismunandi stigum er til og það í miklum mæli. Sjaldgæfar eru þó sálrænar afburða- gáfur og venjulega liggja þær í leynum hjá eiganda sínum og eru sjaldan í hugskoti þess sem hreykir sér hátt og húrrar sig heimskulega upp yfir annað fólk í þessum viðkvæmu en mögulega jákvæðu efnum. Spákonur nútímans þurfa til dæmis alls ekki að búa yfir dulargáfum neins konar. Mörgum virðist duga ágætlega að vera bara góðir mannþekkjarar, vel greindir og grandvarir einstaklingar sem eiga og vilja sem betur fer oftast aö bera fulla ábyrgð á hugsanlegum framtíðarfrásögnum sem þær upp- lýsa skjólstæðinga sína um og þær telja mikilvægar fyrir viðkomandi að nota sér ef þannig stendur á. FORSPÁRHÆFILEIKI SJALDGÆFUR Forspárhæfileiki á því stigi sem til dæmis Nostra- damus var gæddur og Edgar Cayce eru og verða ávallt sjaldgæfir. Þeir eru á einhvern hátt einstæðir en kunna þó að búa í öðrum og okkur öllu nærtæk- ari einstaklingum ef betur er að gáð, jafnvel eins og einum íslenskum að auki. Af því að þú ert ekki sáttur við afrakstur ferða þinna til spákvenna sam- félagsins - og telur meira að segja að sumt af því sem þær upplýstu þig um hefði betur hvílt í huga höfundar síns öllum að meinlausu - er þetta að segja: Það er mikið og alvarlegt mál að grípa með mannþekkingu, dulargáfum eða öðrum leiðbeinandi leiðum inn í líf samferðafólks síns. Enginn ætti að gefa sig út fyrir slíkt sem ekki reynist ábyrgur gjörða sinna og gerir sér fulla grein fyrir hættum þeim sem viðkomandi getur skapað með óvarkárni og óráð- vendni í þessum efnum sem og öðrum sem varða heill þeirra sem leiðsögn og framtíðarspár kjósa að fá frá vegvísum í þessum annars ágætu efnum sjálfum sér til góðs og annarrar uppön/unar. VIÐKVÆMT FÓLK OG PERSÓNULEIKALÍTIÐ Börn, unglingar og fólk sem er viðkvæmt og per- sónuleikalítið ætti alls ekki að fara á fund hvorki spáfólks eða annarra sem gefa sig út fyrir hvers kyns vísi á vit þess leyndardómsfulla nema hafa kynnt sér í gegnum að minnsta kosti tíu einstakl- inga, sem viðkomandi treystir, hvers er að vænta. Við verðum að gera okkur fulla grein fyrir því að í öllum stéttum samfélagsins er til fólk sem er óvand- að og svikult. Engin sérstök ástæða ertil að ætla að þannig afsiðun geti ekki komið fram hjá svokölluð- um spávísum framtíðarinnar. Enginn sem hefur hárlos eða óttast skalla og tek- ur það nærri sér óskar eftir ráðleggingum garðyrkju- ráðunauta til úrbóta. Viðkomandi garðyrkjusérfræð- ingur getur þó hafa sannað hæfni sína á ökrum náttúrunnar og farnast vel. Mannshöfuðið og hár þess er ekki sama og jarðvegurinn og gróður hans. Sem sagt, elsku drengurinn minn, viljir þú fá sál- rænar leiðbeiningar og mögulegar spár vegna fram- tíðar þinnar skaltu muna að heldur er ósennilegt að fólk sem þannig hæfileika hefur og gæti reynst starfi sínu vaxið sé það fólk sem gefur sig út fyrir þannig þjónustu. Aldrei er of varlega farið í þessum vand- meðförnu en áhugaverðu efnum þrátt fyrir að innan um og saman við það sem býðst sé margt gott og gagnlegt á ferðinni sem mögulega getur verið feng- ur í að kynnast og upplifa. ÓSKiLYRTUR KÆRLEIKUR EÐA GRÆÐGI Ef við erum óviss og hrædd er tiltölulega auövelt fyrir hvern sem er að veikja enn frekar tiltrú okkar á sjálf okkur. Sérstaklega á þetta við ef viðkomandi hefur ekki snefil af óskilyrtum kærleik í brjósti sér heldur er rekinn áfram af öðrum og mun veigaminni hvötum, hugsanlega afsiðuðum að auki. Spákonur geta því verið gulls ígildi ef þannig stendur á en í þeim efnum er fagurgalinn mikill en fuglarnir, sem kvaka af mannúð og mildi, fáir. Kannski eru fleiri sem tista af græðgi og sérhyggju hvers konar. Mundu að þú átt eins og aðrir að nota dómgreind þína til að vega og meta kirfilega allt það sem aðrir kunna að segja þér. Það er alveg sama þó viðkom- andi kunni að búa yfir ófreskisgáfum einhvers konar. Best er að hafa í huga, þegar kemur að því að treysta öðrum fyrir innra lífi sínu, að enginn getur reynst öðrum mikilvægur nema sá hinn sami geri miklar og göfugmannlegar kröfur til sjálfs sin og leggi sig í líma - burtséð frá öllum sérgáfum - um að rækta og göfga sitt eigið innra líf. Sá áttar sig sem afleiðing af því á að við lifum jafnframt efnisleg- um lögmálum í heimi sem vissulega er háður and- legum lögmálum og öll brot á þeim snúast gegn þeim sem þau brýtur. STYRKUR ER SJALDAN KYNGREINDUR Hvað varðar spurningu þína um hvort þú værir eitt- hvað betur settur heima ef þú værir stelpa er þetta að segja: Óhætt er að fullyrða að ef foreldrar eru þannig innstilltir á annað borð að virða ekki vilja barna sinna er engin sérstök ástæða til að ætla að þeir séu eitthvað liprari við stelpur. Eins erfráleitt að láta sér detta í hug að stúlka, sem virðir manngildi sitt og hefur viðurkennt sjálfa sig, sé eitthvað frekar en strákur tilbúin að lúta vilja foreldra sinna ef hann er andsnúinn hennar. Það er ekki fritt við að þú hafir pinulitlar ranghug- myndir um okkur stelpurnar. Við erum eins og þið ýmist veiklundaðar eða sterkar og engin ástæða til að sættast á annað. Þó þið séuð oftar en ekki líkam- lega sterkari en við má meira að segja jafnvel stór- efast um að svo sé, frá öllum flötum séð. Eins og þú veist getur allt gerst í slagsmálum og vöðvafjallið auðveldlega orðið undir hrífuskaftinu. Þegar kemur að andlegum styrk einstaklinga er það nú oft svo að þeir sem virðast veiklaðir og óverulegir andlega fljótt á litið geta reynst nokkurs konar andlegir jötnar þegar á reynir. Sjálfskipað ofurmennið getur aftur á móti eins og lekið niður við minnsta áreiti og aðrar álíka geðsviptingar. Satt best að segja væri því heldur ósennilegt að þér gengi nokkuð betur í sam- skiptum þínum við þína þó þú værir stelpa. Annað- hvort erum við með innri styrk og afl eða alls ekki. Skiptir þá heldur litlu máli hvort við erum strákar eða stelpur, gömul eða ung, öskukarlar eða höfðingjar. LÍFSLEIÐI OG GUÐSNEISTINN Við verðum aldrei neins virði bara af því að við erum annað hvort kynið heldur miklu frekar vegna þess að við erum manneskjur sem viljum halda vörð um það besta sem guð gaf okkur og það er lífið sjálft. Lífsleiði er eitthvað sem við getum öll fundið fyrir á ákveðnum augnablikum í lífi okkar og segir satt best að segja ekkert endilega til um styrk þann sem við kunnum að búa yfir þrátt fyrir tímabundna lægö. Mundu bara aö þú ert sextán ársf'Sg átt þitt líf sjálfur. Það hefur enginn, hvorki skyldur eða óskyld- ? ur, nokkurn rétt til að svipta þig vilja þínum eða ráð- stafa honum fyrir þig. Hann átt þú sjálfur og átt að nota hann sjálfum þér til framdráttar og öðrum til góðs, vonandi þar sem þig langar til en ekki aðra fyrir þína hönd. Eða eins og kúgaði strákurinn sagði eitt sinn af eðlilegum ástæðum í ágætu boði vina sinna: „Elsk- urnar mínar, það er eins og allir vilji stjórna mér og planta mér hér og þar í tilveruna. Málið er bara að ég er fullfær um að taka allar þær ákvarðanir um llf mitt sem henta mér best. Af því að ég ætla jafnframt að taka sjálfur alla ábyrgð á afleiðingum þeirra er engin sérstök ástæða fyrir fjölda manns að vera að með- höndla mig eins og mér hafi gengið eitthvað illa að vaxa upp úr fermingarfötunum yfir í fullorð- insgallann." Guð gefi þér fullan styrk og staðfasta trú á að allir þínir draumar, sem eru heilbrigðir og sannir, verði að veruleika án tillits til hvað öðrum finnst um þá. Med vinsemd, Jóna Rúna. 48 VIKAN 5. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.