Vikan


Vikan - 05.03.1992, Blaðsíða 6

Vikan - 05.03.1992, Blaðsíða 6
TEXTI: EINAR ÖRN STEFÁNSSON / LJÓSMYND: BRAGI Þ. JÓSEFSSON í FRAMSÓKNARFLOKKNUM - SEGIR HALLDÓR ÁSGRÍMSSON í VIKUVIÐTALI Mér finnst stundum fulllangt gengið, þegar fólk er komið inn í fataskápa og næstum því upp I hjónarúm hjá ráð- herrurn," sagði Halldór Ás- grímsson alþingismaður þegar við vorum að setja okkur í viðræðustellingar í skrifstofu hans í Þórshamri og opinská og berorð viðtöl við frammámenn í þjóðfélaginu bar á góma. Maður er orðinn svo vanur því að Halldór sé ráðherra, aö það virkar allt aö því einkennilega að setjast inn á skrifstofu hans sem óbreytts þingmanns á Alþingi Islendinga. Það voru að sjálfsögðu mikil viðbrigði, segir hann um þessi umskipti í lífinu. Ég var búinn að vera ráðherra í átta ár og oft og tíðum mæddi nú allmikið á mér og fjölskyldunni. Auðvitað gerði ég mér alltaf grein fyrir því, meðan ég var ráðherra, að þar gæti orðið breyting á. Og við reyndum alltaf að haga lífi okkar með þeim hætti, að umskiptin hefðu ekki mikil áhrif á okk- ur persónulega. Að sjálfsögðu er ég í stjórn- málum til þess að hafa þar áhrif og ég hef miklu meiri áhrif í ríkisstjórn en í stjórnarandstöðu. En ég tel það líka þýðingarmikið hlutskipti stjórnmálamanna að vera í stjórnarandstöðu. Ég hef ekki verið í því hlutverki áður og þar af leiðandi fæ ég nýja reynslu með þeim hætti. - Þú varst þekktur fyrir það í ráðherratíð þinni að mæta snemma til vinnu og vera mikill vinnuhestur. Hefurðu sama vinnuaga nú, þegar þú ert óbreyttur þingmaður í stjórnarandstöðu? Ég verð nú að játa það, að ég er stundum lat- ur á morgnana. En ég vakna yfirleitt alltaf klukkan sjö, ásamt öðrum fjölskyldumeðlimum, og mér fannst þægilegt að mæta til vinnu upp úr klukkan átta. Ég held nú sama sið og þá, en hitt er svo annað mál að vinnan dregst oft býsna langt fram á kvöldin og um helgar, og á ferðalögum um landið vill vinnudagurinn oft verða langur. Og það eru miklar vegalengdir sem ég þarf aö keyra. Undanfarið hef ég verið á fundaferðum og áður en varði tók ég eftir því að ég var búinn að aka 4000 km á nokkrum dögum! LÍNURNAR Á ÞINGI SKARPARI EN ÁÐUR Þingið í vetur hefur einkennst nokkuð af ýmis- konar upphlaupum og utandagskrárumræðum. Er þetta fyrst og fremst „fjölmiðlaþing"? Þetta er nú ekki í fyrsta skipti sem mikið er um utandagskrárumræður á þingi. En ef eitt- hvað er, þá hafa þær styst. Hér áður fyrr var ó- takmarkaður tími í utandagskrárumræðu, en það hefur vart komið fyrir í vetur að leyfð hafi verið slík umræða, þar sem menn geta talað eins lengi og þeir kjósa. Á þessu þingi hafa ver- ið mikil átök, en ég tel þau hafa verið málefna- leg, fyrst og fremst. Mér finnst línurnar á þing- inu vera skarpari en oft áður. Það urðu mikil átök í upphafi um kosningu í trúnaðarstöður og það myndaðist allmikil harka í kringum þetta. Það var því vitað mál, að meiri átök yrðu um þingstörfin en áður. Stjórnarandstaðan ber afar litla ábyrgð á störfum þingsins núna, miðað við það sem áður hefur tíðkast. Ég er þeirrar skoðunar að það sé afar óskynsamlegt fyrir ríkisstjórnarflokka á hverjum tíma að halda svona á málum. Stjórnarandstaðan á að bera ábyrgð á þingstörfunum og þinghaldinu. Það er mikilvægt fyrir þá sem stýra ríkisstjórn að deila þessari ábyrgð að allmiklu leyti með stjórnar- andstöðunni. Menn hafa talaö mikið um reynsluleysi á Alþingi I vetur. Mér finnst þetta bera vott um hugsun, þar sem ekki er byggt á reynslunni. - Verður ríkisstjórnin langlíf? Ég hef gert ráö fyrir því að ríkisstjórnin sitji út þetta kjörtímabil. En mérfinnst hún hafa undir- búið málin ótrúlega illa. Það var alveg Ijóst I minum huga, þegar fyrri stjórn fór frá, að það þyrfti að skera niður I ríkisfjárlögum og afla tekna til að ná fram meiri jöfnuði. Þetta viður- kenndu flestir. Mér fannst núverandi ríkisstjórn ekki fara nógu skipulega I þetta mál I upphafi, en síðan lenda þeir I þeim vandræðum, að vinna þetta meira og minna eftir að fjárlaga- frumvarpið er lagt fram. Þar af leiðandi var svo mikið af villum í þessum frumvörpum þeirra, að ég hef sjaldan séð annað eins. Þar að auki voru málin lítt eða ekkert kynnt. Þau höfðu lítið verið rædd innan stjórnarflokkanna og nánast undantekningalaust ekki rædd við hagsmuna- aðila úti í þjóðfélaginu. Og þegar svona er staðið að þessu, þá má segja að þetta sé besta leiðin til þess að klúðra málum. Ég tel að ríkis- stjórnin hafi verið alveg ótrúlega seinheppín í þessu sambandi, eins og umræðan (þjóðfélag- inu ber Ijósan vott um. HEF ALDREI BEÐIÐ JÓN BALDVIN AFSÖKUNAR - Hefði verið unnt að leysa vandann að lokinni þjóðarsátt, ef fyrri stjórn hefði setið áfram, án Borgaraflokksins auðvitað? Alþýðuflokkurinn treysti ekki fyrrum sam- starfsaðilum sínum í ríkisstjórn til þess. Sér- staklega tók Jón Baldvin Hannibalsson fram að hann treysti ekki Alþýðubandalaginu í því sambandi. Ég held nú reyndar að þetta hafi verið fyrirsláttur hjá Jóni Baldvin. Hann var ein- faldlega búinn að ákveða það fyrir kosningar, að Alþýðuflokkurinn myndaði stjórn með Sjálf- stæðisflokknum. Og hann ætlaði sér ekkert annað. - Hefurðu eitthvað fyrir þér i því? Það sem ég hef fyrir mér í því eru samtöl sem áttu sér stað eftir kosningar. Ég ræddi við Jón Baldvin og hann kom því m.a. á framfæri, að ég hefði beðið hann afsökunar vegna fram- göngu Framsóknarflokksins í kosningabarátt- unni. Þetta er ekki rétt, ég hef aldrei beðið Jón Baldvin afsökunar á einu né neinu og ekki talið mig þurfa að gera það. Ég komst að raun um 6 VIKAN 5. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.