Vikan


Vikan - 05.03.1992, Blaðsíða 10

Vikan - 05.03.1992, Blaðsíða 10
TEXTl: VALGERÐUR JÓNSDÓTTIR / MYNDIR: BINNI „Tilgangurinn með stofnun foreldradeildar innan Landssamtaka áhugafólks um flogaveiki, LAUF, er að vinna að sameiginlegum baráttumálum barnanna því þau eiga oft við önnur vandamál að stríða en fullorðnir," segir Guðlaug María Bjarnadóttir er við hittum hana að máli í kjallara Þjóðleikhússins. Hún er um þessar mundir að vinna í barnaleikritinu um Emil í Kattholti en veikindi dóttur hennar hafa haft í för með sér að hún hefur þurft að draga saman seglin í vinnu. Dóttir hennar, Ella, er með henni og teiknar myndir meðan við ræðum saman. Meðan á samtalinu stendur fær hún vægt krampakast sem lýsir sér í því að hún fær störu og dettur út í örfáar sekúndur. Þessi störuflog fær hún frá fimm til þrjátíu sinnum á klukkustund. Það voru þær Guðlaug María og Olga Björg Jónsdóttir sem báru fram tillögu um stofnun sér- stakrar deildar innan LAUF á aðalfundi félagsins í október á síðastliðnu ári og var tillagan samþykkt samhljóða. Stofn- fundur deildarinnar var svo haldinn í desember. „Við vor- um þá með fyrirlestur um flogaveiki hjá börnum en ætl- unin er að halda fyrirlestra einu sinni í mánuði og rabb- fundi þess á milli. Næsti fyrir- lestur verður um sorg og sorg- arviðbrögð vegna veikra barna og við höfum einnig ákveðið nokkur önnur efni, svo sem of- verndun barna, börn á sjúkra- húsum og stöðu fjölskyldu sem er með veikt barn," segir Guðlaug María. - Hvað er flogaveiki og hvernig lýsir hún sér? „Það eru til nokkrar tegundir af flogaveiki," segir hún. „Flogaveikin er nokkuð al- gengur sjúkdómur, fimm af hverjum hundrað börnum geta búist við að fá að minnsta kosti eitt krampakast áður en þau ná fullorðinsaldri. I sumum til- fellum er þó ekki um raunveru- lega flogaveiki að ræða heldur svokallaðan hitakrampa sem líkist flogaveikikasti. Sum börn fá hitakrampa einu sinni en önnur fá krampa í hvert sinn sem þau fá ákveðinn hita, allt til þriggja ára aldurs. Best er að bregðast við þessum krömpum með því að hafa börnin léttklædd, dúða þau ekki inn í teppi og sængur eins og gert var, láta þau vera í svölu herbergi og drekka kald- an vökva. Fólk verður yfirleitt skelfingu lostið þegar barn fær krampakast því það er mjög erfitt að horfa upp á þessi köst og menn venjast þeim aldrei. Þaö er sjálfsagt að fara með börnin á sjúkrahús til að ganga úr skugga um hvað amar að þeim. Flogaveiki er mjög marg- breytilegur sjúkdómur og getur birst á ýmsan hátt. Til dæmis eru til tvær megingerðir af ungbarnaflogaveiki, önnur er kölluð góðkynja en hin illkynja. Það er tiltölulega stutt síðan var farið að greina þarna á milli. Síðan greinist flogaveiki á ýmsum aldursskeiðum allt fram á elliár. Oft er flogaveikin hluti af stærra vandamáli, kemur í kjölfar slyss eða áverka eða heilablóðfalls þannig að rafleiðni heilans truflast. Flogaveiki er oft skipt í þrjá meginflokka eftir tegund flog- anna fyrir utan ungbarnafloga- veikina. Ein tegundin nefnist krampaflogaveiki en einkenni hennar eru stórir krampar um allan líkamann, sjúklingurinn verður meðvitundarlaus og kippist taktfast til. Augun renna til, fólk getur misst þvag og saur í verstu köstunum og munnvatn rennur úr munnvik- unum. Þetta er það sem kallað var niðurfallssýki hér áður fyrr og menn óttuðust mjög. Önnur tegund veikinnar er nefnd störuflogaveiki. Fólk dettur út í smátíma, missir at- hyglina í eina til fimm sekúnd- ur. Þriðja tegundin er kölluð ráðvilluflog. Þau byrja oft með því að fólk nuddar föt sín eða eitthvert atferli er endurtekið taktfast. Þetta fólk hefur oft ▲ Guðlaug María Bjarnadótt- ir og Ólafur Haukur Símonar- son ásamt börnum sínum Elínu Sigríði Maríu og Frey. Mf$ - 10 VIKAN 5.TBL.1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.