Vikan


Vikan - 05.03.1992, Blaðsíða 20

Vikan - 05.03.1992, Blaðsíða 20
TEXTI: GUÐNI EINARSSON / LJÓSM.: BRAGI Þ. JÓSEFSSON AÐ VINNi SORGINN - VIÐTAL VIÐ SÉRA BRAGA SKÚLASON SJÚKRAHÚSPREST Minningargrein og mynd af ungmenni. Milii línanna má lesa að dauðsfallið hafi borið óvænt að. Svo heyrum við sögusagnirnar. Þessi flýtti fyrir sér... Já, það var víst ástarsorg ... Ætlar þessu aldrei að linna ... ? Sorgin fylg- ir dauðanum eins og skugginn. Þegar um sjálfsvíg er að ræða bætist oft skömmustutilfinning við sorgina. Að- standendur hins látna einangrast í sorg sinni. Það er ekki aðeins að þeir missi kæran ástvin. Þeir missa líka vinina og kunningjana. Séra Bragi Skúlason hefur mikið starf- að með syrgjendum, fyrst sem sókn- arprestur og hin síðari ár sjúkrahús- prestur og varaformaður „Nýrrar dögunar" - samtaka um sorg og sorgarviðbrögð í Reykjavík. Finnst honum vera munur á viðbrögðum syrgjenda við sjálfs- vígum og öðrum dauðsföllum? „Sjálfsvíg er dæmigert fyrir skyndidauða. Það gefst enginn tími til undirbúnings. Áfallið skellur á manni fyrirvaralaust. Fyrstu viðbrögð- in hjá ættingjunum geta verið að þeir einfald- lega trúa þessu ekki." Bragi segir að eftir sjálfsvíg sé áberandi meiri sjálfsásökun hjá aðstandendum og jafnvel skömmustutilfinning en þegar dánarorsökin er önnur. Ættingjum finnst oft þeir hafi brugðist og velta því fyrir sér hvort þeir hefðu getað breytt einhverju. Ef um sundraðar fjölskyldur er að ræða eykur það enn á kvölina. ( kjölfar atburðarins fylgir mikil tilfinningaólga. „Oft brýst út reiði í garð hins látna eða út í Guð fyrir að hafa ekki skorist í leikinn. Fólk tek- ur þetta út á öðrum í fjölskyldunni. En ef eitt- hvað er að í tjáskiptum fjölskyldunnar er svona áfall eins og olía á eld. Fjarlægðin milli fólks getur vaxið út úr slíku áfalli. Það er ekki rétt að sameiginlegt skipbrot sameini, þvert á móti getur það orðið til að sundra fjölskyldunni enn frekar,“ segir séra Bragi. SORGARFERLIÐ Reynslan sýnir að þegar fólk er í sorg og þarf á hjálp að halda gefast best þeir stuðningsað- ilar sem fólk þekkir fyrir. Hér á landi er það yfir- leitt stórfjölskyldan. Einnig gegnir kirkjan veigamiklu hlutverki og oft myndast varanlegt samband við prestinn. Séra Bragi segir það vera grundvallaratriði í sorgarvinnu að komast i snertingu við endanleika missisins. Að gera sér Ijóst að hinn látni kemur ekki aftur. Fólk tregðast oft við að viðurkenna bitra staðreynd- ina. „Fyrstu skref prestsins með aðstandendum geta verið kveðjustund á sjúkrahúsi þar sem fólk fær að sjá látinn ástvin. Svo fylgja kveðju- athafnirnar, kistulagning og útför. Þessar at- hafnir býður kirkjan upp á til aö fólk geti kvatt hinn látna. Þar er boðuð huggun, styrkur, trú og ekki síst fyrirgefning. Við búum við það að kirkjan hefur fordæmt sjálfsvíg enda kveður ritningin skýrt á um það. Margir örvænta yfir því að viðkomandi sé nú á vondum stað. Það sem við getum sagt viö þessar aðstæður er að maður felur viðkomandi og ástvinina líka í hendur Guðs. í dýpstu sorginni er hvorki stað- ur né stund til að fara út í djúpar guðfræðilegar vangaveltur," segir séra Bragi. Tíminn að lokinni útför getur verið mjög erf- iður. Foreldrar gleyma aldrei barninu sínu. Hver hátíð og árstími minnir á ánægjulegar stundir sem aldrei koma aftur. Næsta árið er allt fyrst. Fyrsti afmælisdagurinn, fyrstu jólin ... Þetta undirstrikar missinn, sá látni er farinn og kemur ekki aftur. SYSTKINI OG VINIR ÞURFA AÐGÆSLU Þegar um sjálfsvíg unglinga er að ræða segir séra Bragi nauðsynlegt að gæta vel að systk- inum og vinum hins látna. Á viðkvæmu þroska- skeiði unglingsáranna sækjum við mikið til félagahópsins og eldri systkina. „Við verðum að spyrja hvaöa áhrif áfallið hefur á mótun sjálfsmyndar systkinahópsins. Var látni bróðirinn eða systirin fyrirmynd hinna? Hvert eiga yngri systkinin nú að leita? f Vinirnir hafa kannski misst einhvern sem var mikilvægur hluti úr hópnum. Krakkarnir fá svo mikið af sjálfsmynd sinni þaðan og mæla sig hvert við annað. Þess vegna er þetta svo mikið áfall innan unglingahópsins." STUÐNINGUR VIÐ SYRGJENDUR Margir syrgjendur verða fyrir því að einangrast í sorg sinni. Kunningjar, nágrannar og vinnu- félagar veigra sér við að umgangast syrgjand- ann af ótta viö að hinn látna beri á góma. Þetta á ekki síst við um sjáfsvígstilfelli. Fólk gefur sér að syrgjandinn vilji ekki tala um dauðsfall- ið. Hvaö vill séra Bragi ráðleggja fólki undir þessum kringumstæðum? „Þetta vandamál er hluti af stimplinum sem fylgir sjálfsvíginu. Tökum sem dæmi þegarfor- eldrarsem missa barn I sjálfsvígi koma afturtil 20 VIKAN 5. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.